17.5.2007 | 20:16
Jarðvegur lífsgilda eða hamfara?
Í rúmt ár hef ég verið varaformaður Varmársamtakanna. Megináherslur þeirra eru á umhverfi og íbúalýðræði. Aldeilis mikilvægir og merkilegir málaflokkar. Fyrir um tveimur árum síðan stóð ég fyrir undirskriftasöfnun er tengdist uppbyggingu á sundaðstöðu Mosfellsbæjar. Sjálfstæðisflokkurinn hafði ákveðið að hætta við uppbyggingu glæsilegrar laugar á Varmársvæðinu og farið út í að skipuleggja aðallaug bæjarins á vestursvæði. Um það bil helmingur bæjarbúa skrifaði undir áskorun þess efnis að fyrst yrði farið í uppbyggingu að Varmá og þar yrði aðallaug bæjarins, enda væri hún miðlægt og hefði samlegðaráhrif við aðra aðstöðu til útivistar og íþrótta. Bæjarstjórn gat ekki tekið tillit til þessarar bónar og enn finnst mér að málið hafi bara snúist um stolt Sjálfstæðisflokksins að framkvæma ekki glæsilegar tillögur fyrri meirihluta um sundlaugaraðstöðu að Varmá. Þarna vaknaði áhugi minn á íbúalýðræði.
Um nokkurra áratuga skeið hef ég unnið að málefnum útivistar og heilsueflingar. Ég er úr sveit og allt frá bernsku hefur stór hluti af tilverunni snúist um að hlaupa á fell og fjöll. Það er sagt að sveitamenn sem leggja mikið upp úr tengslum við náttúruna setjist að í Mosfellsbæ. Við kaupum okkur raðhús í Mosfellsbæ og byrjum að rækta garðinn og höfum frá upphafi tengsl við Álafosskvos. Nýtum möguleika bæjarins til vaxtar og lífsfyllingar. Fór nokkru síðar að vinna á Reykjalundi og kynntist þeim jákvæða og góða uppbyggingaranda sem þar ríkir. Keypti hlut í hesthúsi og hef notið einstakra göngustíga og reiðstíga bæjarfélagsins. Eins og gengur með foreldri þá eru tengsl við Varmárskóla og íþróttamiðstöðina. Fljótlega fór ég að nota fellin í nágrenni bæjarins sem minn líkamsræktarsal. Eitt vorið vann ég að því í samvinnu við garðyrkjustjóra Mosfellsbæjar að merkja hringleiðir upp á fellin. Varmársvæðið með sínum perlum til útivistar og mannræktar er eins og stilkur á fjögurra laufa smára sem myndaður er af fellunum. Mín ósk var að vegur þessa útivistar- og verndarsvæðis yrði sem mestur.
Mosfellsbær byggist hratt upp og grænu svæðunum fækkar. Nýlega er búið að selja verktökum Sólvallatúnið, sem er framan við stofugluggann. Þannig að eftir nokkur ár tapa ég því frelsi að geta pissað út í garði og horft á stjörnurnar. Þeim mun verðmætara er að halda eftir útivistar- og verndarbelti upp með Varmá. Jafnframt er mikilvægt að til séu aðilar í bæjarfélaginu sem gæti hagsmuna hins almenna íbúa sem sest hefur hér að á síðastliðnum árum undir formerkjunum "sveit í borg" sem að er útgangspunktur í aðalskipulagi bæjarins. Skipulagslög, náttúruverndarlög og upplýsingalög vernda aðkomu og rétt einstaklinga að mótun síns umhverfis og skipulags. Það er hluti af lífsfyllingu að vera þátttakandi. En því fylgir ábyrgð. Að markmiðið sé að leita bestu lausna og að það sem sagt er og gert hafi það markmið að efla og styrkja samfélagið.
Gærdagurinn var með þeim erfiðari. Hafði fengið hálsbólgu daginn áður og það var seinasti dagurinn til að skila inn einkunnum nemenda í Borgarholtsskóla. Upp úr klukkan tíu er hringt í mig frá blaðamanni Morgunblaðsins vegna skemmdarverka á vinnuvélum í Helgafellhverfi. Blaðamaður segir mér að framkvæmdastjóri verktakafyrirtækis tali um milljónatjón og segir að ég með minni framgöngu og Varmársamtökin séu ábyrg. Þurfti að bæta því inn í dagsverkið að standa þokkalega uppréttur í fjölmiðlum og svara þessum ærumeiðandi aðdróttunum og alvarlegri ásökunum á persónu heldur en þekkst hefur í óupplýstu lögreglumáli. Ekki virðast lögregluyfirvöld tengja málið meira við mína persónu en svo að ég hef ekki fengið hringingu eða beðin um að koma í viðtal. Hinsvegar hef ég ekki náð í þann sem rannsakar málið. Nú stend ég frammi fyrir því hvort ég eigi að nýta mér aðstoð lögfræðinga og fá þessi ummæli framkvæmdastjórans dæmd ómerk. Ég hef í raun ekki tíma eða fjármagn til að standa í slíku.
Þrátt fyrir yfirlýsingar verktakans um 2-3 daga tafir var allt á fullu í að aka burt mold og keyra inn möl og grjóti inn í kvosina, bæði í gærkvöldi og í dag uppstigningardag. Meira að segja er búið að leggja hliðarveg sem stefnir beint að Varmá. Allt þetta inngrip er talið leyfilegt á þeim forsendum að þeir hafa upp á vasann tölvupóst frá tækni- og umhverfissviði bæjarins að Mosfellsbær geri ekki athugasemdir við þessa "lagnavinnu". Ekkert deiliskipulag er í gildi. Það var afturkallað. Það sem er nokkuð sérstakt í þessari pípulögn er að ofan á hana er lagður fimm metra malarpúði sem er margvaltaður. Ég fór upp á hól ofan við gömlu Álafossverksmiðjuna og tók myndir í morgun, ég var nokkrum metrum frá Varmá sem að lítur hverfisvernd. Þar hótaði mér og ógnaði framkvæmdastjóri verktakans. Sá sami og vígreifur ásakaði mig persónulega um milljónatjón í gær í fjölmiðlum, hafa farið hamförum og hvatt til skemmdarverka. Undir þessar ásakanir hefur verið tekið af fulltrúum meirihluta í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Það finnst mér alvarlegt að taka undir ásakanir á persónu með þessum hætti. Þð hvarflar að manni að í Mosfellsbæ ríki verktakalýðræði. Mig langar að finna leiðir til að við getum komumst sæmilega frá þeim vaxtarverkjum sem Mosfellsbær gengur í gegnum þessa dagana, en vona allavega að ekki sé nauðsynlegt að hræða mig frá mínum lífsgildum og vilja til þátttöku í mótun samfélagsins.
Gunnlaugur B. Ólafsson
www.gbo.blog.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2007 kl. 01:35 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
"Um nokkurra áratuga skeið hef ég unnið að málefnum útivistar og heilsueflingar." Hvað eru þeir margir.? Mosfellsbær er perla. Höldum honum þannig og snúum bökum saman. Látum ekki einn veg sem eykur þann fjölda sem vill taka þátt í sælunni með okkur, eyðileggja framtíðina, eða möguleikann á samvinnu, bænum okkar til handa. Kær kveðja, Halldór Punktur í Leirutanga 2.
Halldór Egill Guðnason, 18.5.2007 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.