Hlustið á Krossgötur á vef RÚV -Tengibraut í Mosfellsbæ

Útimarkaður Álafosskvos 300Hvað gengur á upp í Mosó? Hér fjallað um umdeilda tengibraut og Álafosskvosina. En kannsi er málið stærra en bæði brautin og kvosin. Það snýst, þegar öllu er á botninn hvolft, um spurninguna hvers konar bær á Mosfellsbær að vera og hver á að ráða því og hvað með samráð bæjaryfirvalda og íbúa. Í þættinum er rætt við talsmann Varmársamtakanna, íbúa í kvosinni, arkitekt og formann byggingar og skipulagsnefndar.

Hægt er að hlusta á þátt Hjálmars Sveinssonar í vefupptökum Rásar 1. Hann verður endurtekinn á Rás 1 kl. 15.00 á mánudag.

Texti tekinn af vef RÚV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þáttur Hjálmars Sveinssonar, Krossgötur, var sem endranær skemmtilegur, yfirgripsmikill og afar fróðlegur. 
En Ólafur! Eitt helsta verkefni Varmársamtakanna til þessa hefur verið að fá bæjaryfirvöld til samráðs. Allir vita hvernig það hefur gengið. Ljóst er að aðeins er hægt að koma á sáttum í ágreiningsmálum þegar báðir deiluaðilar eru reiðurbúnir til þess. 
Um kosti og galla tengibrautarinnar hafa Varmársamtökin gert eftirfarandi úttekt:
GALLAR:
· Umferðaröngþveiti myndast á álagstímum við hringtorg við þjóðveg 1 og langar biðraðir bíla þegar helgarumferð er í hámarki á sumrin
· Slysahætta eykst til muna við gatnamótin vegna aðlíðandi brekku sitthvoru megin hringtorgsins
· Umferð er beint ofan í kvos þar sem heilsuspillandi útblásturs- og svifryksmengun sest fyrir í stillum. Heilsu skólabarna er með þessu stefnt í voða þar sem helsta íþróttasvæði Mosfellsbæjar liggur í aðeins nokkurra metra fjarlægð frá hringtorgi
· Lega tengibrautarinnar frá Auga að Vesturlandsvegi eykur slysahættu og torveldar umferð barna og fótgangandi milli hverfa.
· Tvískipting bæjarfélagsins í byggð vestan og austan Vesturlandsvegar verður áþreifanlegri en áður
· Bílaumferð um tengibrautina veldur viðvarandi umferðarhávaða, loft- og sjónmengun í Kvosinni sem er vinsælasta útivistarperla bæjarfélagsins. Mengunin rýrir með afgerandi hætti lífsgæði íbúa á svæðinu
· Mosfellsbær tapar dýrmætasta menningarsögulega sérkenni sínu sem er þorpsstemning á gömlum grunni í Álafosskvos
· Viðvarandi umferðarhávaði og útblástursmengun skaðar atvinnu- og listastarfsemi í Álafosskvos og kemur í veg fyrir að hægt verði að nýta einstakt umhverfi hennar fyrir útimarkaði, leikhús og tónlistarflutning. Náttúruhljóð hverfa í umferðarnið
· Lífríki spillist og vatnsmagn minnkar í Varmá, þ.m.t. í Álafossi sem stendur til að friðlýsa
KOSTIR:
· Bílaumferð úr og í Helgafellshverfi verður greið - utan álagstíma

Sigrún P (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 18:59

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Ólafur

Þú skrifar margt skynsamlega, en stundum togar hagsmunagæsla fyrir hljómsveitarfélaga og þá er farið frjálslega með staðreyndir. Eins og margir reynir þú að meta kosti og galla við mismunandi leiðir. Gott væri að hafa faglegan samanburð (eins og samtökin hafa barist fyrir) á valkostum. Það væri gott fyrir íbúalýðræðið og möguleika fólks að gera vitrænt upp við sig hvað sé besti kosturinn. En eitthvað hafði meirihlutinn að óttast varðandi slíka úttekt, fyrst unnið var gegn henni eins og allir þekkja. Þess vegna búum við umræðu sem hefur ekkert fast land undir fótum. Þú reynir að vekja tortryggni gagnvart hugmyndinni um mislæg gatnamót ofan og norðan byggðar í stað tengibrautar um Álafosskvos með því að segja á einum stað að hún sé "komin hálfa leið til Þinvalla" og á öðrum stað segirðu að "henda veginum vonda frá sér upp í barnahverfið fyrir ofan". Eigum við ekki að byrja á að vera sammála um að umferð barna eykst eftir því sem komið er nær aðalgöngustíg bæjarins, íþrótta- og skólasvæði?

Varðandi fjarlægðir, tíma og bensíneyðslu efast ég einnig um það sem þú setur fram. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir samkvæmt tillögunum að lyfta Vesturlandsvegi með brú og skapa þannig aukið svigrúm fyrir göngustíga, reiðstíga og útivist alla. Ásamt því að losna við svifryk, óþægindi og aðra mengun sem fylgir fyrirhuguðum áformum. Um rök með og móti hugmyndinni um að efla og styrkja útivistar- og verndarsvæðið upp með Varmá, undir yfirskriftinni Varmárdalur er skrifað annars staðar hér á síðunni. Þar segir meðal annars;

"Því er haldið fram að íbúar hins nýja hverfis þurfi að fara lengri leið í miðbæ Mosfellsbæjar með þessari tillögu. Það fer eftir hvar viðkomandi væri staðsettur. Ef ökumaður er að koma úr Reykjavík á leið í nýtt Helgafellshverfi þá myndi hann samkvæmt fyrirliggjandi aðalskipulagi og hugmyndum þurfa að taka hægri slaufu undir Vesturlandsveg á mislægu gatnamótum við Hafravatnsveg. Stefnt að miðbænum og síðan meðfram Brúarlandi og undir Vesturlandsveg í Kvosinni, meðfram Álafossi og upp í hverfið. Stærsta hluta þessarar leiðar um lífæð bæjarins væri hámarkshraði 30 km vegna hávaða og slysahættu. Hinsvegar samkvæmt tillögum Varmársamtakanna er hægt að fara á 90 km hraða upp að fyrirhuguðum mislægum gatnamótum, beygja til hægri og halda 50-70 km hraða inn í hverfið. Mun greiðfærari og betri lausn með tilliti til umferðar. Nokkur hundruð metrum lengri fyrir þá sem búa næst Varmá. En þeir fá líka tengslin við náttúruna. Húsin næst Fossvogsdalnum eru eftirsóttust. Menn leggja á sig smákrók fyrir þau lífsgæði."

Þú vilt vinna að sem mestri sátt í málinu og það er mikið fagnaðarefni. En þú virðist þó beina skrifum þínum á þann veg að Varmársamtökin láti af baráttu sinni. Tel að þú hafir ekki lagt fram rök sem varpa rýrð á tillögur samtakanna eða að þitt innlegg stuðli að því að ekki sé lengur ástæða til að standa vörð um lífæð bæjarins, útivistar- og verndarsvæðið upp með Varmá. Hinsvega getur trúlega verið hægt að finna sáttaleiðir. Þær liggja í gegnum fagmennsku og lýðræði. Til dæmis væri hægt að hugsa sér 5 manna hóp sérfræðinga sem að fær það verkefni að leggja til bestu lausn á því viðfangsefni að sameina verndar og útivistar hagsmuni við góða úrlausn á vegtengingum við nýju hverfin. Síðan tel ég líka að íbúakosningar væru skynsamleg leið.

                 Með kærri kveðju,

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.5.2007 kl. 11:31

3 identicon

Sæll Gunnlaugur, ég get ekki orða bundist lengur yfir þessum skrifum.

Ég get lítið að því gert en það fer alltaf hrollur um mig þegar þú mynnist á íbúakosningu því að hér er ég með Álafoss búðina sem dregur að sér að mynnsta kosti 100 - 150 þúsund manns á ári í kvosina og ég hef þá ekki einu sinni atkvæðisrétt í þessari kosningu.

Ekki skilja það að ég sé eitthvað á móti íbúalýðræði og kosningum

en miðað við allt sem hefur komið fram þá líst mér best á þessa leið með þessum breytingum (lækkuninni á veginum) sem gerðar hafa verið.

Hingað koma á milli 500 - 600 rútur á ári og þarf aðkoma þeirra að vera sem best til að þær hætti ekki að koma og þá líst mér ekkert á að senda þær ¨hálfa" leið til Þingvalla og láta þær svo keyra niður í gegn um tilvonandi íbúðahverfi.

Eins finnst mér ekki hægt að beina umferð nær Reykjalundi.

Hættu öllu skítkasti og förum að tala saman eins og fullorðið fólk og ljúkum þessu endalausa þrasi sem bitnar verst á íbúum í kvosinni og nágrenni.

Kveðja frá einum þreyttum á ástandinu.

Guðm. Arnar Jónsson

Guðm. Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 16:13

4 identicon

Sæll aftur Gunnlaugur, ég byðst afsökunar á smá innsláttar mistökum hjá mér.

Síðasta athugasemdin átti ekki að beinast persónulega að þér heldur átti að standa

Hættum öllu skítkasti og förum að tala saman eins og fullorðið fólk.

Guðm. Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 19:46

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Guðmundur

Það hlítur að vera auðvelt að gera könnun meðal rútubílstjóra eða trúlega frekar leiðsögumanna hvort þeir geri meiningarmun á að taka eina slaufu af mislægum gatnamótum við Hafravatnsveg (Reykjaveg) um miðbæ, framhjá Brúarlandi eða að taka aðra slaufu af mislægum gatnamótum ofan núverandi Helgafellshverfis.

Held nú að það þurfi ekkert að óttast íbúakosningar í mikilvægum málum. Ef það er rétt að fólk vilji síður koma í Kvosina ef hún stendur sem sjálfstæð veröld út af fyrir sig í jaðri útivistar- og verndarsvæðis, þá er það auðvitað galli. Ég held reyndar að það sé akkúrat öfugt. 300 metra munur í akstri skiptir ekki sköpum en hugsanlegt kaffihús við lífæð bæjarins, göngustíg og reiðstíg verður mun eftirsóknar- verðara í skjóli frá skarkala en í skugga tengibrautar.

            Með góðri kveðju,

                                    án hrolls eða þreytu ,

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.5.2007 kl. 20:04

6 identicon

Sælir herramenn. Eins og ég hef alltaf sagt eigum við að notfæra okkur þá viðamiklu þekkingu sem fagfólk hefur til meta hvar best væri að staðsetja tengibrautina. Hagsmunir Adda eru miklir og þá ber að virða. En væri ekki rétt að leggja það til við nýjan formann atvinnu- og ferðamálanefndar að endurskoða þá neitun sem Hildur Margrétardóttir og fleiri fengu þegar þeir lögðu til að fagfólk í atvinnu- og ferðamálum yrði fengið til að meta áhrif tengibrautarinnar á atvinnu- og ferðaþjónustu í Álafosskvos. Það væri tvímælalaust skref í þá átt að sýna áhuga á atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu til framtíðar.

Sigrún P (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 20:33

7 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Ólafur

"Now we are talking" með kurteisu spjalli um kosti og galla. Meira að segja tölulegar forsendur. Tók Mosfellsbæjarmynd sem ég á í tölvunni og gerði ónákvæma útreikninga á vegalengdum. Þú verður að gera ráð fyrir þeirri forsendu að mislæg gatnamót komi við Hafravatnsveg og Vegagerðin stefnir að því að leggja af hringtorg í Kvosinni og því myndi umferð tengibrautar fara undir Vesturlandsveg með öllum þeim slæmu afleiðingum sem því fylgir, svifryk yfir íþrótta- og skólasvæði. Varðandi brúna, þá þarf hún að vera sex metrar í áætlunum Vegagerðar með tengibrautina undir, en fyrir "Varmárdals" hugmyndina þá væri hún ekki nema í 2-3ja metra hæð. Því er sú útfærsla betri með tilliti til mengunaráhrifa frá svifryki og hljóði.

Nú, þá eru það fjarlægðir. Ég tók hér Mosfellsbæjarmynd, stækkaði hana um 300% og reiknaði vegalengdir upp í mitt "Augað" í fyrirhuguðu Helgafellshverfi miðað við A. Beygt af mislægum gatnamótum við Hafravatnsveg í átt að miðbænum, keyrt meðfram Brúarlandi, ekið undir brú á Vesturlandsvegi, um Álafosskvos, upp brekkuna fyrir ofan Kvosina og inn í Augað, það mældust 40 cm. Ekið allt á 30 km hraða vegna hljóðmengunar og slysahættu. B. Ekið yfir mislæg gatnamót Hafravatnsvegar, yfir "Varmárdalsbrú" í mislæg gatnamót ofan og norðan núverandi Helgafellshverfis og inn í Augað, það mældust 44 cm. Þarna væri ekið að meðaltali þessa vegalengd á 80 km hraða (Vesturlandsvegi 90 km/klst og 50-70 km/klst að auganu). Það munar sem sagt 10% í vegalengd, en þú ert meira en helmingi fljótari á áfangastað sem að jafnar út mun í eldsneytisnotkun. Auk þess sem 30 km/klst umferð í gegnum Kvosina og miðbæinn mun vera meira og minna stífluð um átta leytið á morgnana og spúa yfir íþrótta- og skólasvæðið.

Það er nefninlega virkilega spennandi að bera þessa kosti saman. Umferðarlega eru þeir jafnvígir, en í bónus fáum við eflingu á verndar- og útivistarmöguleikum.

                   Það er ekki allt sem sýnist í fyrstu,

                          með kærri kveðju

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.5.2007 kl. 20:46

8 identicon

Sælt veri fólkið, ég get sett hér fram nokkra punkta sem komið hafa til okkar í versluninni síðan baráttan hófst.

 
  1. Fólk hefur komið og spurt okkur hvenær rífa eigi húsið svo að tengibrautin komist fyrir. Þá erum við að tala um fréttaflutning af málinu, tengibraut í gegn um kvosina.
  2. Við höfum verið spurð hvenær við flytjum ?????
  3. Ég var spurður í símtali núna um helgina hvort það væri fært í kvosina vegna sundurgrafinna vega.
 

Allt þetta ber þess vitni hversu málið er blásið upp í fjölmiðlum og tel ég að þetta mál er þess valdandi að sala í versluninni hefur dregist verulega saman á milli mánaða

(apr-mai‘06/apr-mai’07), ferðamannatímabilið á að vera hafið, 10-20% aukning ferðamanna til landsins á þessum tíma og ekkert skilar sér í kvosina. Skildi það vera vegna þess að hún er öll sundurgrafinn og rútur treysta sér ekki að koma ef þeir þyrftu að snúa við. Það er ekki auðvelt að snúa við 10-15 metra langri rútu á Álafossveginum.

 

      4.   Ég hef líka spurt bílstjóra og farastjóra hvað þeim finnst, og þeir sem hafa séð                   tillögu ykkar, um að fara efri leiðina í Helgafellshverfið litust bara vel á hana þar til ég benti þeim á að loka ætti þá Álafossveginum eins og Haraldur Sverrisson benti á í viðtalinu við Hjálmar og eins og tillaga ykkar sýndi í blöðunum.

 

Ég hef verið þess heiðurs og velvildar njótandi að bílstjórar og farastjórar stoppa hjá mér og leyfa ferðamönnum að sjá kvosina og verslunina okkar og reyni ég að gera allt sem í mínu valdi stendur að hafa aðgengi þeirra sómasamlegt eins og aðrir íbúar kvosarinnar geta vitnað. (ósjaldan verið frekur og heimtað að bílar séu færðir til að rúturnar geti athafnað sig) .Þeir eiga mikið þakklæti skilið fyrir hjálpina.

 

Hringtorgið á vesturlandsveginum verður að öllum líkindum tvöfaldað ef tengibrautin verður að veruleika þarna og ætti það að duga næstu 20-30 ár, jafnvel lengur meðan byggðir eru að byggjast í nágrenninu. Hvað keyra margir bílar á sólahring í gegnum hringtorgið á Hringbrautinni í Reykjavík (við Þjóðarbókhlöðuna)??

Vegagerðin segir að það verði bara til bráðabirgðar en tvöföldun vesturlandsvegsins hefur verið á áætlun síðan u.þ.b.1980 og ekki enn lokið.

 

Ég ítreka það enn og aftur að mér finnst að deiluaðilar ættu að setjast niður og tala saman, ekki reka þetta mál áfram í blöðunum.

 

Kveðja

 

Guðm. Arnar Jónsson

Guðm. Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 21:24

9 identicon

Já, er ekki bara full ástæða til að láta sérfræðinga í ferðamálafræðum skoða málið?
Það liggur ljóst fyrir að hávaðinn í vinnuvélunum er ekki mjög aðlaðandi fyrir ferðamenn. Sem leiðsögumaður veit ég að það virkar illa.
Eitt af kosningaloforðum samgönguráðherra er tvöföldun Vesturlandsvegar. Skv. samgönguáætlun Vegagerðarinnar á að eyða öllu hringtorgum innan 5-7 ára. Hvar stöndum við þá? Fyrir utan alla hagsmunina sem í húfi eru fyrir bæjarfélagið og börnin okkar á leið í skóla, hestafólk og hjólreiðamenn. Þeirra hagsmunir eru með þessari vegtengingu algjörlega fyrir borð bornir.

Sigrún P (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 21:45

10 Smámynd: HP Foss

Til Gunnlaugs B ÓlafssonarKæri Gunlaugur.Ég hef verulegar áhyggjur af orðspori okkar Skaftfellinganna hér fyrir sunnan, kæri sveitungi og fyrrum nágranni. Orðspori sem forfeður okkar hafa byggt með drengilegri og fágaðri framkomu í gegnum aldirnar. Þegar ég flutti á mölina var mér vel tekið, því ég var Skaftfellingur og þvi var gert ráð fyrir að ég væri duglegur, heiðarlegur og kurteis.  Mest var ég hræddur um að valda fólki vonbrigðum enda ungur að árum. Fór nú svo að með mér og höfuðborgarbúanum tókust ágæt kynni þó vissulega væri hann ólíkur því fólki sem ég átti að venjast. Fólkið hér var hvassara og óvægnara í orðum en ég var vanur.Því vil ég, Gunnlaugur minn, benda þér á að við megum til, Skaftfellingarnir í bænum, að standa vörð um arfleifð okkar því hætt er við að við litumst af umhverfi okkar ef við gætum ekki að okkur. Við skulum ekki vera með óþarfa tal eða gaspur, það fær maður til baka, hef ég það reynt. Við eigum, kæri sveitungi, að kallast orðvarir og fámálir, Skaftfellingarnir og það skulum við vera áfram því oft er í holti heyrandi nær og nógur er skógurinn.Með kærri kveðju og ósk um samstöðu okkar sveitamanna, manna sem eiga undir högg að sækja í stóru samfélagi höfuðborgarinnar.Helgi Pálsson

HP Foss, 20.5.2007 kl. 23:03

11 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Sæll Helgi

Þakka góð ráð. Það er þetta með skaftfellsku hógværðina. Geri ráð fyrir að það sé möguleiki að ég hverfi aftur inn í skel mína, þegar við verðum búin að koma vetinu (austur-skaftfellska) fyrir bæjarapperatið!

Ég er að kenna með tveimur frænkum þínum, þær láta vel af þér. Segja þig hafa mikinn húmor. Fyrst, þegar þú varst í regngallanum á myndinni, fullur af dómhörku, þá hélt ég þig vera öldung sem væri farin að ergjast (úff, þetta má ekki segja), en svo skiptir þú yfir í þessa Gunnar á Hlíðarenda, fögur er Síðan mynd og það er allavega allt annað að sjá þig.

Hinsvegar held ég að þú, líkt og ég, sést búin að gleyma fámæli, flámæli og hógværð, en hef fulla trú á að við getum haldið dugnaði, heiðarleika og kurteisi. Taktu eftir skrifum allra hér á undan, hvað þau hafa miklu betri ásetning heldur en oft áður, þó menn séu ekki á einu máli. Taktu eftir hvort og hver verður fyrst eða fyrstur að detta í gamla pyttinn.

                          Skaftfellingar allra landa sameinist!

Gunnlaugur B Ólafsson, 20.5.2007 kl. 23:56

12 identicon

Varmársamtökin lögðu fram fleiri en eina tillögu m.a. þá að halda hringtorginu við Vesturlandsveg en láta samt umferð úr Helgafellshverfi fara um tengibrautina sem skipulögð er ofan byggðar undir hlíðum Helgafells og niður á þjóðveginn í útjaðri Ásahvefis. Við höfum líka lagt til að kanna möguleika á að leggja tengibrautina í stokk undir Ásland. Tillagan að tengingum yfir Álanes er á aðalskipulagi Mosfellsbæjar og hefur því lítið með Varmársamtökin að gera annað en það að okkur finnst það betri kostur en að beina allri umferð um Kvosina og inn á íþrótta- og skólahverfi við Vesturlandsveg. Muna að skoða málið frá ýmsum hliðum með staðreyndirnar á hreinu!

Sigrún P (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 00:30

13 identicon

Sæl enn og aftur, staðreyndin er sú að þið álpuðust til að setja eina tillögu í blöðin og er það tillagan sem ég er að tala um (sleppa hringtorginu og Álafossveginum).

Þetta skoðar fólk um allan bæ (bílstjórar og farastjórar eflaust líka) og þeir sem ekki mættu á fundinn sem þið hélduð til kynningar á tillögum ykkar hefur ekki hugmynd um aðrar tillögur.

Ég get líka bent á það að þrátt fyrir að ég hafi eflaust mestu hagsmuna að gæta hér í kvosinni þá hafið þið ekki einu sinni reynt að fá mig til umræðu um hvernig mér litist á þessar tillögur.

Á fundina sem þið hafið haldið hafa mætt á að giska milli 50-70 manns og það eru auðvitað þeir sem búa næst framkvæmdunum. Ef það ætti að setja þessa framkvæmd í lýðræðislega íbúakosningu þyrfti ég eflaust að fara út í kostningabaráttu, eins og álverið í Hafnarfirði , því oftast kemur fólk ekki til að kjósa ef málefnið skiptir það ekki máli.

Þið megið alveg kalla mig eiginhagsmunasegg en ég hugsa fyrst og fremst um framtíð mína hér í kvosinni. Það eru að verða 2 ár síðan ég eignaðist Álafoss verslunina, og batt aleigu mína þar með í fyrirtækinu, og ég byðst bara afsökunar á því að ég treysti ykkur ekki fyrir fjárhagslegri framtíð minni.

Kveðja

Guðm. Arnar 

Guðm. Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 11:59

14 identicon

Látum fagfólk meta væntanleg áhrif tengibrautarinnar á atvinnustarfsemi í Kvosinni. Ég skil ekki af hverju þú hefur ekki hreinlega krafist þess af bæjarstjórinni. Við höfum margrætt þessi mál og ég útskýrði fyrir þér um daginn Addi af hverju aðeins ein tillaga birtist í Morgunblaðinu en það var einfaldlega vegna plássleysis. Kynning kostar peninga. Þú rekur fyrirtæki í Kvosinni en málið snýst ekki bara um þig og Kvosina; það snýst um heildarhagsmuni Mosfellsbæjar sem bæjarfélags. Gatnamótin við Vesturlandsveg verða algjör höfuðverkur ef umferðinni úr Helgafellhverfi verður beint að þeim.
Varmársamtökin eru í launalausri vinnu við að passa upp á að Mosfellsbær og Helgafellsbyggingar fari að lögum. Ég sagði þér um daginn að við hefðum ekki haft tíma til að halda sérstakan kynningarfund fyrir atvinnurekendur í Kvosinni. Það er líka algjör óþarfi að halda marga fundi um sama mál.
Ef þú vilt vinna málstaðnum gagn og taka af þér stimpilinn sem þú segist hafa sem eiginhagsmunaseggur ættir þú að fara upp á bæjarstjórnarskrifstofu og fá menn til að láta sérfræðinga í uppbyggingu ferðaþjónustu kanna áhrif tengibrautarinnar á Kvosina.
Samtök sem fá allt að 100 manns á fundi hjá sér geta svo sannarlega hrósað happi. Ég er hrædd um að það séu ekki margir sem ná þeim árangri.

Sigrún P (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 13:07

15 identicon

Sæl Sigrún, eins og þú bentir á áðan þá er gott að skoða málið með staðreyndir í huga.

1.  staðreyndin er sú að ég eins og aðrir nágrannar hafa sent bæjaryfirvöldum harðorð mótmæli gegn tengibrautinni og eru þau dagsett 20 mars 2006. Út af þeim mótmælum (okkar allra) felldu þeir brautina betur niður í hæðina og gerðu hana mun umhverfisvænni en til stóð.

2. staðreynd er sú að þið komuð og töluðuð við mig eftir að tillaga ykkar birtist í blöðunum og ég kvartaði um að hafa ekki fengið að tjá mig um hana fyrir birtingu. Ég var ekki að fara fram á fund með ykkur til að þið gætuð kynnt þetta fyrir okkur atvinnurekendunum í kvosinni.

3. staðreyndin er að ég fékk flokksmann Samfylkingunnar til mín áður en þeir lögðu fram beiðni um að fá fagfólk til að meta áhrif þessarar framkvæmda á atvinnurekstur í kvosinni, þannig að mitt nafn var líka í þeirri beiðni.

4. staðreyndin er að auðvitað snýst þetta um mig og kvosina í mínum huga, allt mitt er undir á þessum stað.

5. staðreyndin er að þið hafið aldrei (mér vitanlega) kallað mig eiginhagsmunasegg, en ég var að gefa ykkur leyfi til þess ef þið viljið í síðustu athugasemd minni.

6. staðreyndin og sú versta er að það er ekki sjáanlegt annað en að bærinn muni setja þennan veg þarna í gegn, hvað sem við tautum eða raulum, en það er mjög áríðandi að við (þið, ef ég er ekki velkominn í hópinn eftir skrif mín) reynum að hafa áhrif á að hann hafi sem minnst áhrif á umhverfið og verðum ekki sjálfum okkur verst í þessu máli með áframhaldandi kærum og töfum á því sem verða skal.

Kveðja úr kvosinni

Guðm. Arnar 

Guðm. Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 14:35

16 identicon

Verktakinn er að taka mikla áhættu með því að leggja peninga í þessar framkvæmdir með þeim hætti sem hann er að gera núna. Hans áhætta segir okkur hins vegar ekki að það verði lendingin í málinu. Við bíðum úrskurðar og hann gæti þurft að moka ofaní í sárin aftur á eigin kostnað.
Eins og ég sagði þér áðan er tími okkar sem eru í þessari vinnu án launa takmarkaður. Eflaust hefði ýmislegt mátt betur fara. Ég hef alltaf litið á þetta sem hagsmunamál heildarinnar og hef ekki dregið taum neins í þessu máli. Ég lít á Kvosina sem hjarta Mosfellsbæjar þar sem orðið gæti frábær uppbygging með góðu fólki sem er allt að vilja gert til að skapa hér gott og áhugavert samfélag. Ég er sannfærð um að hagsmunum þínum væri best þjónað með þessari úttekt á áhrifum tengibrautarinnar á atvinnustarfsemi sem auðvitað þyrfti að taka mið af hugmyndum um framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Þú veist að ég hef alltaf litið á þitt fyrirtæki mjög jákvæðum augum og ég vil hag þinn sem bestan. Ég skil þitt tilfinningalega upprót vegna yfirstandandi framkvæmda því þú átt afkomu þína undir þessum herrum. Ég veit að þið hafið haldið fundi í Kvosinni. Hvað kom útúr þeim fundum?
Ég tel nauðsynlegt að hafa starfsemina í Kvosinni sem fjölbreyttasta til að draga fólk að. Hugmyndir Varmársamtakanna og íbúa í Kvosinni um mögulega starfsemi á svæðinu þjóna ekki bara hagsmunum bæjarfélagsins heldur líka þínum hagsmunum. Þetta er allt mjög samtvinnað. Þús veist að ég vil velferð þína sem mesta en við þurfum að vinna þetta á réttan hátt.

Sigrún P (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 15:08

17 identicon

Sæl enn og aftur, ég þakka fyrir hugulsemina (ekki hræsni,sumir á bloginu hafa lesið allt annað úr hlutunum en skrifað er)

Auðvitað erum við sammála um að vilja halda kvosinni sem perlu Mosfellsbæjar, ég alveg kolféll fyrir henni þegar ég kom fyrst í hana Júní 2005 og er ég mjög hreykinn (fyrir hönd íbúa) af því hvað þeir hafa breytt ásýn hennar síðastliðin ár. En við verðum að passa okkur á að mála okkur ekki út í horn þannig að hlutirnir snúist gegn okkur .

Ég hef aðeins verið boðaður á einn fund hér í kvosinni og var hann vegna sameiginlegrar yfirlýsingar á deiliskipulagi kvosarinnar einhverntímann í byrjun árs 2006. Það er spurning ef þú veist um einhverja fundi hér í kvosinni, upp á síðkastið, hvort það hafi gleymst að boða mig á þá.

Vonandi hefur fólk aðeins náð að skynjað tilfinningar mínar til bæði kvosarinnar, versluninnar og framkvæmda við tengibrautina með þessum skrifum mínum og dreg ég mig til hliðar aftur til að sinna búðinni aftur eða eins og þú sagðir það tekur tíma að sinna þessum málum.

Kveðja

Guðm. Arnar 

Guðm. Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 15:52

18 identicon

Það er mjög ólíklegt að Álafosskvosin verði áfram eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðmenn, ef tengibrautin treðst þarna á milli húsanna. Það skiptir því litlu eða engu máli hvort greiðar leiðir eru fyrir rútubíla að komst til og frá Kvosinni, þegar sérstaða svæðisins er ekki lengur til staðar og ferðlangarnir bruna bara framhjá. Það er svæðið sjálft sem er aðal aðdráttaraflið en ekki verslunin, þó hún sé góð á svæðinu.

 

Eftir því sem byggðin þéttist mun fólk gera sér betur grein fyrir verðmæti umhverfis sem er laust við hávaða og mengun. Við munum einnig fljótlega sjá miklar þjóðfélagbreytingar þegar næstu kynslóðir breyta hegðun sinni gagnvart atvinnu og skólastarfi, sem við munum sinna að mestu leyti á heimilum okkar. Þörfin fyrir stórkostlega akvegi sem þurfa að flytja fólk til og frá vinnu og skóla, alla á sama tíma, tvisvar sinnum á dag, verður ekki lengur fyrir hendi eftir ca 10 ár. Offjárfesting í slíkum akvegum verður óbærilega augljós heimska, fyrr en flesta grunar.

 

Skipulag Helgafellslandsins og tengibrautin gera ráð fyrir að skólastarf og atvinnuhættir muni ekkert breytast frá því sem nú er. Þarna á að búa fólk sem fer í vinnu og skóla milli klukkan 8 og 9 á morgnana og kemur svo aftur heim um klukkan 17, allir á sama tíma. Þetta mun ekki ganga eftir. Lífsgæði felast ekki lengur í risastórum akvegum sem flytja fólk til og frá vinnu með hámarksafköstum í tvo klukkutíma daglega og standa svo ónotaðir þess á milli. Það sér það hver maður sem vill sjá, að fjölgun fólks og bíla getur ekki endalaust krafist stærri akvega. Við munum því breyta hegðun okkar gagnvart atvinnu og skóla og krefjast lífsgæða nálægt heimilum okkar sem eru jafnframt vinnustaðir okkar. Þau lífsgæði eru umhverfi sem hefur næganlegt rými og er laust við hávaða og mengun.

 

 

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 16:45

19 identicon

Mér finnst besta mál að við ræðum þessi mál í einlægni á blogginu Addi 1. Það gefur fólki innsýn í vandamálin sem við stöndum frammi fyrir. Það fylgir því ávallt ákveðin áhætta að vilja hafa áhrif á gang mála. Sérstaklega þegar ráðamenn sýna jafn lítinn vilja og sveitarstjórnarmeirihlutinn í Mosfellsbæ hefur gert.  Við í Varmársamtökunum höfðum ekki hugmynd um hversu rammgerðir þessir valdamúrar voru þegar við hófum afskipti af málinu.  Við erum hins vegar sannfærð um ágæti okkar málstaðar og höldum ótrauð okkar striki. Við megum ekki láta hræðsluáróður ná yfirhöndinni. Við höfum mikinn meðbyr í samfélaginu þó að neikvæðni og niðurrif hafi hingað til ráðið lögum og lofum á bloggi ákveðinna manna. Við erum ekki að mála okkur út í horn. Það eru hins vegar aðrir.
Veit annars lítið um fundahöld í Kvosinni. Veit að nágranni þinn er að skipuleggja fund í samvinnu við bæinn og VS sem á að halda einhvern næsta dag. Gangi þér allt í haginn. Hef nóg að gera eins og þú.

Sigrún P (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband