5.6.2007 | 10:48
1. deiliskipulag Helgafellsbrautar lakasti kosturinn
Áður samþykkt deiliskipulag Helgafellsbrautar hefur skaðlegustu áhrifin á umhverfi og ásýnd Álafosskvosar ef marka má niðurstöðu umhverfisskýrslu sem Mosfellsbær lét vinna að undirlagi Skipulagsstofnunar. Kemur þetta mat heim og saman við fyrri ábendingar Varmársamtakanna sem kærðu skipulagsyfirvöld til umhverfisráðherra sl. sumar vegna ófullnægjandi upplýsinga um umhverfisáhrif skipulagsins. Ein aðaluppistaðan í skýrslunni er m.a. að gerður er samanburður á 5 mismunandi valkostum og vekur athygli að í honum er aðeins höfð hliðsjón að einni tillögu Varmársamtakanna. Var það gert án samráðs við okkur sem er mjög bagalegt þar sem skýrsluhöfundar byggja umfjöllunina að hluta til á röngum forsendum sem hefur neikvæð áhrif á mat þeirra á tillögunni. Má þar sérstaklega nefna vegtengingu yfir Álanes austan Álafosskvosar. Skýrsluhöfundar gefa sér þá forsendu að þessi þverun Varmár sé að tillögu Varmársamtakanna. Staðreynd málsins er hins vegar sú að vegurinn er á aðalskipulagi Mosfellsbæjar og er einnig gert ráð fyrir honum í tillögu að deiliskipulagi Helgafellslands, 3. áfanga.
Það vill svo til að fyrr í vetur hafnaði bærinn þeirri ósk Varmársamtakanna að taka þverunina út af skipulagi en í svari Mosfellsbæjar segir m.a. að þótt gert sé ráð fyrir vegtengingu í aðalskipulagi telji nefndin óvarlegt á þessu stigi að falla frá gerð þessarar safngötu, ... ." Sbr. 196. fund skipulags- og byggingarnefndar.
Í ljósi þess að þverunin við Álanes er á skipulagi vekur furðu að vegurinn er hvergi sýnilegur á uppdráttum af helstu tillögum Mosfellsbæjar sem nefnast í skýrslunni kostur 1 og 2. Hefur þverunin því ekki neikvæð áhrif á mat þessara kosta. Ber þessi undansláttur ekki beinlínis vott um góð vinnubrögð.
Látið er að því liggja í skýrslunni að kostur 2 hafi hvað minnst umhverfisáhrif. Aftur vekja vinnubrögðin furðu þar sem engir útreikningar hafa farið fram á loftmengun og hljóðvist og hljóðvarnir ekki verið hannaðar. Nýting svæðisins í nútíð og framtíð er fyrst og fremst háð ásýnd Kvosarinnar og þeim staðaranda sem þar ríkir. Viðvarandi umferðarhávaði, fyrirferðarmiklar hljóðvarnir og önnur umhverfisspjöll munu án efa hafa afar neikvæð áhrif á framtíðarþróun svæðisins. Í samanburðinum horfa skýrsluhöfundar algjörlega fram hjá þessum skaðlega þætti sem einnig kemur fram í því að þeir telja þá staðreynd að núþegar liggur vegur frá Álafossi að Vesturlandsvegi réttlæta lagningu Helgafellsbrautar um Kvosina - burtséð frá því að við bætist hávaði og mengun frá 10 000 bíla umferðargötu! Eins er mati á áhrifum vegagerðar við Vesturlandsveg á framtíðarskipulag miðbæjarins sleppt en allar tillögur Varmársamtakanna hafa þann jákvæða kost að bílaumferðinni er ekki beint að skólasvæðinu og þaðan inn í miðbæ Mosfellsbæjar. Fleira er í þessum dúr og því ljóst að bæjarbúar ættu að nýta sinn lýðræðislega rétt til að gera athugasemdir við skýrsluna.
Varmársamtökin hafa undanfarið ár lagt fram ýmsar tillögur að vegtengingu Helgafellsbrautar við Vesturlandsveg sem sjá má hér neðar á blogginu. Myndin hér að ofan var kynnt á íbúaþingi samtakanna í apríl sl. sem tillaga 2. Skv. henni er gert ráð fyrir tengibrautinni í útjaðri byggðar í Ásahverfi. Vegtenging Álafossvegar við Vesturlandsveg er óbreytt en skv. samgönguáætlun Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að í framtíðinni fari umferð undir brú á Vesturlandsvegi upp í miðbæ Mosfellsbæjar. Skv. tillögunni er Brekkuland lokað fyrir umferð úr Helgafellshverfi.
Umferðarhópur Varmársamtakanna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.6.2007 kl. 18:00 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.