Allir á útimarkað Varmársamtakanna í Álafosskvos um helgina

Útimarkaður í Álafosskvos 2006Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos í tengslum við bæjarhátíðina Í TÚNINU HEIMA, nk. laugardag, 25. ágúst , kl.12-16.
Samtökin voru með útimarkað af sama tilefni í fyrra sem heppnaðist afar vel. Fór aðsóknin fram úr björtustu vonum en talið er að hátt í 5000 manns hafi mætt á svæðið. Markaðurinn nú verður með svipuðu sniði og í fyrra. Að þessu sinni verður þó sérstök áhersla lögð á matvöru svo sem lífrænt ræktað grænmeti, kartöflur, allar tegundir tómata, söl, vestfískan harðfisk, heimagerðar sultur og mauk o.fl., o.fl. Blóm og handverk verður til sýnis og sölu og kaffihús opið í Ásgarði þar sem boðið verður upp á gómsætar veitingar og lifandi tónlist.
Hressum upp á mannlífið í Mosfellsbæ!!!
Sigríður Þóra
Sími 660 7667

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband