Aðalfundur Varmársamtakanna í Varmárskóla 19. nóvember

Aðalfundur Varmársamtakanna verður haldinn í Varmárskóla í Mosfellsbæ 19. nóvember kl. 20.15. Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf.

Varmársamtökin voru stofnuð á fjölmennum fundi í Þrúðvangi í Álafosskvos 8. maí 2006. Samtökin hafa að markmiði að efla íbúalýðræði og stuðla að samvinnu íbúa um framtíðarmótun Varmársvæðisins. Áherslur samtakanna eru í takt við þá umhverfisverndarstefnu sem segir frá í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024:

“Leggja skal áherslu á varðveislu óspilltrar náttúru, friðlýsingu athyglisverðra svæða og tengsl byggðar við náttúrulegt umhverfi. Bærinn verði útivistarbær þar sem íbúar eru í snertingu við náttúruna á auðveldan og fjölbreyttan hátt ... .”

Markmið Varmársamtakanna:

  • standa vörð um Varmársvæðið frá upptökum til ósa
  • efla íbúalýðræði og stuðla að auknum áhrifum íbúa  í  skipulags- og umhverfismálum
  • stuðla að uppbyggingu útivistar- og íþróttasvæða við Varmá í sátt við náttúrulegt umhverfi
  • lífga upp á bæjarlífið í Mosó með útimörkuðum, skemmtunum og menningarviðburðum.

Í stjórn Varmársamtakanna blása ferskir vindar og leitum við því að fersku fólki í stjórn sem vinna vill af alúð og áhuga að málefnum samtakanna. Tilkynna verður framboð a.m.k. sólarhring fyrir aðalfund.

Allir velkomnir!
Stjórnin

Netfang: varmarsamtokin@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband