4.12.2007 | 22:21
Hver á umhverfið? - Stefnumót við framtíðina
Framtíðarlandið efnir til opins morgunfundar miðvikudaginn 5. desember frá kl. 9 til 10 í fundarsal Norræna hússins.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, verður sérstakur gestur fundarins en að lokinni tölu hennar verða pallborðsumræður.
Í pallborði sitja eftirtaldir, auk umhverfisráðherra:
- Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar
- Salvör Jónsdóttir, skipulagsfræðingur
- Fundarstjóri er Ólafur Páll Jónsson, heimspekingur og meðlimur í sérfræðingaráði Framtíðarlandsins.
Umfjöllunarefni fundarins er staða lýðræðis-, skipulags- og umhverfismála með hliðsjón af Árósasamningnum. Árósasamningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Á fjórða tug ríkja í Evrópu eru aðilar að samningnum og hafa öll Norðurlöndin fullgilt hann nema Ísland. Þar sem samningurinn tryggir að almenningur og félagasamtök sem starfa að umhverfismálum eigi lögvarða hagsmuni þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á umhverfið má telja að fullgilding hans myndi breyta miklu fyrir frjáls félagasamtök.
Fyrir alþingiskosingar í vor lýsti Samfylkingin yfir vilja til að staðfesta Árósasáttmálann og því er forvitnilegt að vita hvort umhverfisráðherra muni beita sér fyrir því innan ríkisstjórnarinnar að hann verði fullgiltur. Að sama skapi er áhugavert að ræða hvaða áhrif fullgilding hans muni hafa, t.d. á umhverfi orkufyrirtækja og umhverfismála almennt á Íslandi. Staða frjálsra félagasamtaka á Íslandi myndi að líkindum taka stakkaskiptum t.a.m. hvað varðar gjafsóknir og hverjir geta kallast lögaðilar að málum en einnig hvað varðar fjárstuðning til þess að kanna og kynna mál t.d. andstöðu við fyrirhuguð álver og virkjanaáform.
Það hlýtur að vekja athygli að íslensk stjórnvöld skuli ekki hafa fullgilt samninginn þrátt fyrir að öll önnur lönd í kringum okkur hafa gert það.. Eiga komandi kynslóðir það ekki skilið að ákvarðanir um stórframkvæmdir og röskun á umhverfi séu teknar á opinn og gagnsæjan hátt?
Fundurinn á erindi til allra sem eru áhugasamir um lýðræðis-, skipulags- og umhverfismál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.