12.12.2007 | 11:34
Samningur Mosfellsbæjar stangast á við aðalskipulag
Varmársamtökin vilja koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri við hlustendur Ríkisútvarpsins vegna fréttar í morgunútvarpi 12. desember.
Í morgunútvarpi Rúv kl. 8 var skýrt frá því að samningur Mosfellsbæjar við landeigendur í Helgafellslandi tengdist ekki ágreiningi íbúa við bæjaryfirvöld um skipulagsmál. Þessu til áréttingar vilja Varmársamtökin koma því að framfæri að samningur Mosfellsbæjar við Helgafellsbyggingar staðfesti svo ekki verður um villst að íbúar hafi haft ærna ástæðu til að kvarta undan vinnubrögðum Mosfellsbæjar í skipulagsmálum og komi því þeim ágreiningi sem uppi eru í bæjarfélaginu mikið við. Strax í 1. gr. samningsins framselur Mosfellsbær skipulagsvald sitt til verktakans en þar segir m.a.: "Mosfellsbær skal afgreiða til kynningar án verulegra tafa tillögu að deiliskipulagi fyrir hvern verkhluta fyrir sig, eftir að endanleg deiliskipulagstillaga hvers áfanga liggur fyrir að mati beggja samningsaðila." Með því að gera deiliskipulagstillögur að samningsatriði við einkaaðila framselur Mosfellsbær skipulagsvaldið frá bæjarfélaginu til verktakans. Skv. samningnum á umfang deiliskipulags að ráðast af viðkomandi verkhluta. Frumkvæði að deiliskipulagningunni er því ekki á hendi bæjarfélagsins heldur verktakans.
Í sömu grein er einnig gerður samningur um að byggja skuli u.þ.b. 1020 nýjar íbúðir. Þessi tala stangast á við gildandi aðalskipulag sem gerir ráð fyrir 816 íbúðum. Fjölgun íbúða er síðan staðfest í 4. gr. samningsins en þar segir: "Að lágmarki skal greitt fyrir 1020 íbúðir á svæðinu eða minnst kr. 714 000 000 ... . " Í 15. gr. er samkomulagið staðfest ennfrekar en þar segir: "Forsendur samkomulags þessa eru þær að nauðsynlegt skipulag hvers áfanga nái fram að ganga enda skuli Mosfellsbær afgreiða skipulag á öllum stigum án óeðlilegra tafa." Þetta þýðir að umsamin aðalskipulagsbreyting er sett sem skilyrði fyrir samningnum. Enginn fyrirvari er í samkomulaginu um að hún nái ekki fram að ganga, heldur er sett sem skilyrði að Mosfellsbær vinni eftir samkomulaginu og afgreiði nauðsynlegt skipulag hvers deiliskipulagsáfanga án óeðlilegra tafa. Fyrirvari í 15. gr. er því settur til að vernda hagsmuni Helgafellsbygginga, ekki Mosfellsbæjar og rétt íbúa til þátttöku í skipulagsferlinu.
Skv. lögum skal vinna deiliskipulag á grundvelli aðalskipulags auk þess sem kynna verður fjölgun íbúða fyrir bæjarbúum áður en íbúðafjölda er breytt í aðalskipulagi. Ljóst er að Mosfellsbær virðir ekki þessi ákvæði laganna áður en hann gengur til samninga við verktaka.
Ákvæði samnings Mosfellsbæjar við Helgafellsbyggingar um lagningu fráveitu fyrir Helgafellshverfi og kostnað við hana geta vart verið skýrari. Í 3. gr. samningsins segir orðrétt: "Félögin skulu einnig veita aðgengi fyrir lagningu dreifikerfis vatns- og hitaveitu frá skilgreindum tengistað og að heimæðum húsa, en Mosfellsbær kostar alla lagningu þessara veitna og í því sambandi mun Mosfellsbær leita leiða til að ná samningum við undirverktaka félaganna um uppbyggingu vatns- og hitaveitu samhliða annari uppbyggingu á svæðinu.
... Mosfellsbær mun sjá um og kosta stofnlagnir fráveitna að skilgreindum tengistöðum á svæðinu sem og tengingar svæðisins við núverandi gatnakerfi bæjarins, sbr. fskj. 3. Mosfellsbæ er skylt að sinna framkvæmdunum samhliða því að félögin vinna að framkvæmdum á hverju svæði."
Eins og þessi tilvitnun ber með sér brýtur sú staðhæfing bæjaryfirvalda, að kostnaður við veituframkvæmdir í vegstæði tengibrautarinnar sé alfarið á hendi verktakans, í bága við samninginn. Þetta ósamræmi þurfa bæjaryfirvöld að skýra fyrir skattborgurum í Mosfellsbæ.
Nánari upplýsingar veitir Sigrún í síma 866 9376
Tenging á frétt hér
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item181916/
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.12.2007 kl. 17:42 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Takk fyrir góða grein. Það er tvennt sem vekur upp spurningar hjá mér. Annað er það að það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir aðra landeigendur í Mosfellsbæ, t.d. í Álafosskvos, að deiliskipulag sé samkomulagsatriði milli landeigenda og bæjaryfirvalda. Þeir geta þá væntanlega átt von á góðri aðkomu að sínum málum.
Hitt er það að maður spyr sig hvort þessi samningur sé svokallaður "bæjarstjórasamningur", þ.e. pólitískur gjörningur án mikilla afskipta lögfræðinga og annarra fagaðila, eins og verktakar kalla það? Hafið þið vitneskju um það?
Gangi ykkur vel!
Andri (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 23:34
Sæll Andri
Út af fyrir sig er ekkert við það að athuga að deiliskipulag sé unnið í samráði við landeigendur. Það er meira að segja gert ráð fyrir þessum möguleika í skipulagslögum. Það er hins vegar valtað yfir lýðræðislegan rétt almennings með því að semja við einkaaðila um framkvæmd sem krefst breytingar á aðalskipulagi, án nokkurs fyrirvara. Það er líka óeðlilegt að ekki var haft samráð við aðra hagsmunaaðila og skoðunum þeirra sem vildu taka þátt vísað á bug með fádæma harðfylgi. Hagsmunir einkaaðilans voru t.d. teknir fram yfir útivistarhagsmuni almennings, sbr. afnám hverfisverndar við Skammadalsgljúfur. Það vekur upp ákveðnar efasemdir að skv. samningnum er einungis hægt að afgreiða skipulagið ef landeigandinn samþykkir það. Með þessu gjörningi framselur bæjarstjórinn skipulagsvaldið til einkaaðila en skv. lögunum liggur endanlegt ákvörðunarvald í skipulagsmálum óskorað hjá sveitarfélögunum.
Það þýðir hins vegar ekki að sveitarstjórnir geti skorast undan því að hafa samráð við íbúa. Það er lýðræðislegur réttur íbúa að hafa áhrif á skipulagsgerð og skv. íslenskri löggjöf fer ekki á milli mála að sveitarstjórnum ber að hafa samráð við íbúa, ekki einungis landeigendur eins og hér var gert.
Það sem við treystum á í okkar málflutningi er að skv. 9. gr. skipulags- og byggingarlaga skal sveitarstjórn "leita eftir sjónarmiðum og tillögum íbúa og annarra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta um mörkun stefnu og skipulagsmarkmið" við gerð skipulagsáætlana. Þessi lagagrein er nánar útfærð í skipulagsreglugerð (3.2.) en þar er kveðið á um að leitast skuli við "að marka stefnu og áherslur skipulagstillögu í sem mestri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila ... og leita eftir skoðunum þeirra varðandi helstu áherslur. Eftir því sem líður á mótun skipulagstillögu skal áfram leitað eftir virkri samvinnu við hagsmunaaðila um endanlega mótun tillögunnar."
Hvort þetta er svokallaður bæjarstjórasamningur eða ekki er mér ekki kunnugt um.
Sigrún Pálsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 10:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.