Mosfellsbær elur enn á ágreiningi við íbúa

Brú yfir Varmá ofan ÁlafossEf marka má frétt á mos.is virðast bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ ætla að halda áfram uppteknum hætti og ala á ágreiningi við bæjarbúa um skipulagsmál en á heimasíðu bæjarins er sett fram sú ófyrirleitna staðhæfing að Varmársamtökin hafi endurvakið hugmynd um brú yfir Álanes.
Eins og segir í greininni "Sjónarspil í stað samráðs" hér neðar á blogginu sendu Varmársamtökin í byrjun árs 2007 inn athugasemd vegna deiliskipulags 3. áfanga byggðar í Helgafellslandi þar sem beðið var um að brúin væri tekin af skipulagi. Þessu hafnaði skipulagsfulltrúi í umboði bæjarstjórnar 10. apríl sl. í bréfi til samtakanna.

Í bréfinu sem Varmársamtökin sendu Mosfellsbæ segir í kaflanum Vegagerð við Varmá:
”Akvegur úr Helgafellshverfi yfir Varmá við Álanes stangast á við aðalskipulag Mosfellsbæjar 2002-2024 og því ástæða til að taka hann endanlega út af uppdrætti. Tengibraut yfir Varmá á þessum stað var tekin út af aðalskipulagi við endurskoðun 2002."

Í svari Mosfellsbæjar er þessari tillögu hafnað á eftirfarandi forsendum dags. 10. apríl 2007:
"Það er rétt að tengibraut á þessum stað var felld út úr aðalskipulagi við síðustu endurskoðun. Í aðalskipulaginu var hins vegar í stað hennar gert ráð fyrir "safngötu sem fellur betur að umhverfi Álafosskvosar og árinnar," eins og segir í útgefinni greinargerð aðalskipulagsins, bls. 45.
Nefndin telur óvarlegt á þessu stigi að falla frá gerð þessarar safngötu, en telur jafnframt rétt að þörf fyrir fyrirgötuna verði endurmetin síðar, eftir að hverfið hefur byggst upp."

Áróðursbragð bæjaryfirvalda þess efnis að Varmársamtökin hafi endurvakið hugmyndir um að leggja brú yfir Álanes (Reykjalundarskóg) staðfestir ennfrekar þá skoðun að bæjarstjórnarmeirihlutinn ætli enn að ala á ágreiningi við bæjarbúa um skipulagsmál í stað þess að leysa þau á skynsamlegan hátt.
Á vef Mosfellsbæjar segir að bæjaryfirvöld og Helgafellsbyggingar hafi orðið sammála um að vegurinn væri óþarfur í kjölfar þess að Varmársamtökin hafi vakið upp hugmyndina um að leggja veg yfir Varmá við Álanes/Reykjalundarskóg. Skjalfest sendur hins vegar að samtökin lögðu til í febrúar að vegurinn yrði tekin út af skipulagi og fá síðan í apríl það svar að bæjaryfirvöld geti ekki fallist á þá tillögu. Hvers vegna í ósköpunum var hugmynd okkar hafnað fyrst þið voruð henni sammála? Er það embættismönnum bæjarins virkilega sæmandi að bera þau ósannindi á borð fyrir bæjarbúa að brú sem er á skipulagsuppdrætti sé hugmynd Varmársamtakanna og það á heimasíðu Mosfellsbæjar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Óska öllum íbúum Mosfellsbæjar Gleðilegra jóla - með baráttukveðju frá Hafnarfirði

Valgerður Halldórsdóttir, 23.12.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband