Helgispjöll í Helgafellslandi

Álafoss í febrúar 2008Það er farið að hlána og einhver svakalegustu  umhverfis- og náttúruspjöll sem sögur fara af að koma undan snjónum á bökkum Varmár í Mosfellsbæ. Þar sem áður var frjósamur jarðvegur sem nærði gróður, fjölskrúðugt fuglalíf og fiskinn í ánni eru nú grjótruðningar sem nota á sem undirlag fyrir malbikaða göngustíga á bökkum Varmár. Bæjaryfirvöld telja sig væntanlega vera að leggja göngustíga til að gera fólki kleift að njóta náttúrunnar. Það sem hins vegar "gleymdist" eru umhverfisáhrif framkvæmdanna, þ.e. eyðilegging náttúrunnar sem leyfa átti fólki að njóta. Það er ekki að ástæðulausu að í aðalskipulagi Mosfellsbæjar er tekið fram að ekki skuli malbika göngustíga á hverfisverndarsvæðum. Þeir sem það skrifuðu þekktu gang náttúrunnar.
Sannast sagna stendur ekki steinn yfir steini á framkvæmdasvæði Helgafellsbygginga í Helgafellslandi og þrátt fyrir fögur fyrirheit arkitekta í greinargerð með skipulaginu, um að laga skuli byggð að náttúrulegu landslagi í Helgafellslandi, er ekkert sem minnir lengur á upprunalega gerð svæðisins. Búið er að kvarna niður klappir og leggja þær undir vegi og göngustíga og flytja burt frjósaman jarðveg á urðunarstað við sjóinn.
Íbúar sem horfa upp á þessa eyðileggingu eru skelfingu losnir. Þeir vita að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ láta sér fátt um finnast. Þau hafa aldrei viljað umhverfismat.
Varmársamtökin hafa frá upphafi barist fyrir því að framkvæmdir í Helgafellslandi verði settar í raunverulegt mat á umhverfisáhrifum. Það var ekki gert og nú eru afleiðingar þess komnar í ljós.
Umhverfisspjöll í Helgafellslandi eru að þeirri stærðargráðu að ekki er hægt að lýsa þeim með orðum. Við hvetjum því íbúa Mosfellsbæjar og áhugafólk um náttúruvernd að gera sér ferð á framkvæmdasvæðið í Helgafellslandi til að upplifa af eigin raun það sem þar er að gerast.
SkammadalslækurUppbygging getur átt sér stað án umhverfisspjalla og er mikilvægt að hvetja bæjaryfirvöld Mosfellsbæ til að virða þá gullvægu reglu. Það gera þau því aðeins að ÞIÐ, náttúrunnendur góðir, látið til ykkar taka.
 

Póstur sendist á: varmarsamtokin@gmail.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

SM, 22.2.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband