Mannréttindi fatlaðra?

-grein af bloggi Gunnlaugs B. Ólafssonar

Grjót í stað jarðvegs á bökkum VarmárKarl Tómasson forseti bæjarstjórnar heldur því fram að groddaleg lagning göngustígs meðfram Varmá og Álafossi sé gert í þágu fatlaðra og til að tryggja réttindi þeirra. Spurningin sem vaknar er hvort það sé verjandi að gjörbreyta ásýnd hverfisverndarbeltis og efast ég um að fatlaðir eða ófatlaðir geti notið náttúru sem að er búið að malbika yfir.

Satt best að segja hélt ég að vinna Varmársamtakanna hefði þó skilað þeim árangri að staðið yrði betur og á yfirvegaðri máta að framkvæmdum á þessu viðkvæma svæði. Því belti sem liggur í gegnum bæinn og samkvæmt skipulagi skal halda eftir ósnortnu af Varmársvæðinu.

Göngustígur lagður í bakgarði RikkaÞað er ekki nóg með að Helgafellsbrautin fari nálægt Varmá og þrengi að Álafosskvosinni. Hinn þriggja metra breiði stígur mun kóróna sköpunarverkið. Útmá stærstan hluta af því grasbelti sem eftir er og gerbreyta allri ásýnd landsins með jarðvegsskiptum og undirbyggingu sem að er allt að fjögurra metra há.

 

 

Það sem meira er að þessi framkvæmd hefur ekki verið rædd, hvorki á opinn hátt inn í nefndum eða meðal íbúa. Veit ekki hvort hún var rædd við félög fatlaðra og að fyrir liggi að þeir hafi gert kröfu um slíkan gjörning.

Skurðgröfur grafa sér leið yfir Varmá v Álanes

 

 

 

 

 

 

Bakkar Varmár undirbúnir f malbik


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband