Álafosskvos fyrr og nú

Stundum eru orð óþörf. Vegagerð uber alles i Kvos
Svona er umhorfs í Álafosskvos í dag.

Álafosskvos og Helgafellsland 07
Svona var umhorfs fyrir ári.

Aðkoma Álafosskvos 2007
Svona var aðkoman að Álafosskvos fyrir ári.

Helgafellsvegur tengdur Kvos
Svona er aðkoman í dag og sér enn ekki fyrir endann á því hvernig koma á fyrir vegi inn í Kvosina svo vel fari. Fyrir einu og hálfu ári hristu verkfræðingar sem fengu það verkefni að hanna tengingu við Álafosskvos höfuðið yfir því hvernig koma ætti henni fyrir. Varmársamtökin bentu þeim á að vegstæðið væri of þröngt fyrir þessa tvo vegi. Þeir voru sammála en þeir sem réðu för létu ekki segjast. Í dag er búið að leggja tengibrautina og vandamálið með tenginguna enn óleyst. Verkfræðingar enn á ný mættir með fríðu föruneyti bæjarfulltrúa í Kvosina til að ráða gátuna. Hvernig skyldi sagan dæma þennan gjörning?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Já, það er gaman að rifja upp gamla tíma, ég á einnig mínar minningar úr Kvosinni, var þar með þeim fyrstu sem réðust í endurbætur á gömlu húsunum þar. Var ég þar þeim bræðrum, Karli og Steinari Tómassonum til hjálpar er þeir gerðu upp húsin sem merkt eru "Álafoss föt bezt"

Einnig var þar  maður að nafni Magnús, minnir mig, mikið á ferðinni en hann gerði upp húsið sem Sigurrós er til húsa í dag. Gömlu sundlaugina, ef ég fer rétt með.

Kveðja úr aldargömlum Hafnarfirðinum
Helgi

HP Foss, 17.5.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Já, hvernig verða dæmd þau orð sem að voru endurtekin í síbylju frá bæjaryfirvöldum sem stilltu sér upp einhliða með verktökum og framkvæmdaaðilum, en gegn íbúasamtökum og hagsmunum Kvosarinnar. Þeir sögðu ætíð að tengibrautin "færi ekki um Álafosskvos" ! Það er með ólíkindum að þurfa að eyða orkunni í þras um það hvað orðið Kvos merkir.

HP þú ert ekki með krónólógíu á hreinu í þessu. Upphaf endurbyggingar byrjaði á undan í gamla verksmiðjuhúsinu. Þar var Tolli einna fyrstur, Maggi Kjartans, Haukur Dór, Helga, Þóra, Óli Már og fleiri. Man eftir að sjá Steinar og konu hans oft að störfum við endurbyggingu Álafoss föt bezt en sá aldrei Karl, með fullri virðingu. Þannig að ég held að þeir hafi ekki haft jafna aðkomu að þeim endurbótum.

Aðalpunkturinn hér er að benda á þá staðreynd að Kvosinni hefur verið fórnað fyrir veg sem drottnar yfir fólki og híbýlum. Þar bera sumir meiri ábyrgð en aðrir að hjálpa ekki íbúasamtökum í baráttu við hagsmuni gráðugra verktaka.

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.5.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: HP Foss

Ekki athugaði ég nú að bera saman tímaskýrslur þeirra bræðra í þessu sambandi og veit þess vegna ekki á hvorn hallaði í þeim efnum, enda kannski erfitt að mæla það. Er ekki viss um að þeir hafi heldur gert það.

Ég man nú ekki heldur sértaklega eftir þér þarna Gunnlaugur var ég þarna þó mikið. Við unnum þarna langa daga, stundum fram á nætur og þá voru þeir bræður báðir að verki, enda samhentir, sýndist mér.

Rétt er það að fólk bjó í verksmiðjuhúsinu og þar var eitthvað búið að laga fyrir sér, enda var ég ekki að meina að ég hafi verið þarna frumkvöðull,  heldur að ég hafi verið þarna með þeim mönnum sem voru með þeim fyrstu. Það hefur kannski ekki verið nógu skýrt.

Rembingur er ekki ofarlega í mínum huga,  held mínum afrekum ekkert endilega á lofti, hef það svona fyrir mig og mína. 
Amma mín kenndi mér það.

HP Foss, 17.5.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband