Staða deiliskipulags Álafosskvosar kynnt á fundi í Listasal

© Marisa N. Arason 12Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt kynnir fyrir hönd Mosfellsbæjar "stöðu deiliskipulags Álafosskvosar, áherslubreytingar frá fyrri tillögum og fyrirhugað samráðsferli" í Listasal í Kjarna kl. 16.30 miðvikudaginn 28. maí.

Stiklur úr deiliskipulagi Álafosskvosar 1997
Álafosskvosin er einstök fyrir það að heildarmynd svæðisins er varðveitt, þótt nokkuð af byggingum hafi verið fjarlægðar á síðustu árum. Iðnaðarsögulega er mikilvægt að halda þessari ásýnd þótt ekki ætti að vera þörf á að stöðva þróun svæðisins að öðru leyti.
Álafosskvosin markar merkilegt spor í iðnsögu Íslands og í sögu Mosfellsbæjar.

Lega og náttúrufar
Hlíðarnar umhverfis kvosina mynda sterkt landslagsrými en inni á milli bygginganna eru minni rými með fjölbreytta möguleika.
Álafosskvosin liggur í miðju áætluðu útivistarsvæði sem teygist meðfram Varmá frá ósum upp að Reykjafelli. Kvosin er í góðri göngufjarlægð frá miðbænum og Reykjalundi, eða innan við einn kílómeter. Þessi staðsetning gefur einstaka möguleika í byggðar-mynstrinu hvort heldur með tilliti til útivistar eða annarrar starfsemi.

Markmið deiliskipulags
Vernda og styrkja heildarsvip og sérstöðu svæðisins; bæði hvað varðar byggingar og umhverfi með því að:

  • vernda og styrkja byggðina þannig að heildarmyndin haldist
  • varðveita menningarsögu staðarins
  • vernda bakka og lífríki Varmár
  • vernda og styrkja þann gróður og trjáplöntur sem er á svæðinu; í kvosinni, meðfram Álafossi og í Álanesi.
  • Leggja nægjanlegt svæði undir almennt útivistarsvæði í kringum kvosina þannig að henni verði ekki þrengt með framkvæmdum og yfirbragð umhverfisins haldist

Starfsemi og notendur
Halda í sérstöðu svæðisins hvað varðar athafnalíf og notkun, og styrkja ímynd þess sem lista- og smáiðnaðarmiðstöð með því að:

  • gera umhverfið þannig úr garði að það styrki núverandi ásýnd svæðisins sem er einstakt á höfuðborgarsvæðinu
  • bæta umhverfi og aðkomu þannig að svæðið verði aðlaðandi fyrir alla sem heimsækja það

Varmá er á náttúruminjaskrá Náttúruverndarráðs.

Staðfest aðalskipulag
Skv. aðalskipulagi Mos 1992-2012 er Álafosskvosin flokkuð undir verslunar- og þjónustusvæði og gerir skipulagið ráð fyrir "smáiðnaðar- og listamiðstöð við Álafossveg til frambúðar"


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband