26.5.2008 | 23:21
Staða deiliskipulags Álafosskvosar kynnt á fundi í Listasal
Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt kynnir fyrir hönd Mosfellsbæjar "stöðu deiliskipulags Álafosskvosar, áherslubreytingar frá fyrri tillögum og fyrirhugað samráðsferli" í Listasal í Kjarna kl. 16.30 miðvikudaginn 28. maí.
Stiklur úr deiliskipulagi Álafosskvosar 1997
Álafosskvosin er einstök fyrir það að heildarmynd svæðisins er varðveitt, þótt nokkuð af byggingum hafi verið fjarlægðar á síðustu árum. Iðnaðarsögulega er mikilvægt að halda þessari ásýnd þótt ekki ætti að vera þörf á að stöðva þróun svæðisins að öðru leyti.
Álafosskvosin markar merkilegt spor í iðnsögu Íslands og í sögu Mosfellsbæjar.
Lega og náttúrufar
Hlíðarnar umhverfis kvosina mynda sterkt landslagsrými en inni á milli bygginganna eru minni rými með fjölbreytta möguleika.
Álafosskvosin liggur í miðju áætluðu útivistarsvæði sem teygist meðfram Varmá frá ósum upp að Reykjafelli. Kvosin er í góðri göngufjarlægð frá miðbænum og Reykjalundi, eða innan við einn kílómeter. Þessi staðsetning gefur einstaka möguleika í byggðar-mynstrinu hvort heldur með tilliti til útivistar eða annarrar starfsemi.
Markmið deiliskipulags
Vernda og styrkja heildarsvip og sérstöðu svæðisins; bæði hvað varðar byggingar og umhverfi með því að:
- vernda og styrkja byggðina þannig að heildarmyndin haldist
- varðveita menningarsögu staðarins
- vernda bakka og lífríki Varmár
- vernda og styrkja þann gróður og trjáplöntur sem er á svæðinu; í kvosinni, meðfram Álafossi og í Álanesi.
- Leggja nægjanlegt svæði undir almennt útivistarsvæði í kringum kvosina þannig að henni verði ekki þrengt með framkvæmdum og yfirbragð umhverfisins haldist
Starfsemi og notendur
Halda í sérstöðu svæðisins hvað varðar athafnalíf og notkun, og styrkja ímynd þess sem lista- og smáiðnaðarmiðstöð með því að:
- gera umhverfið þannig úr garði að það styrki núverandi ásýnd svæðisins sem er einstakt á höfuðborgarsvæðinu
- bæta umhverfi og aðkomu þannig að svæðið verði aðlaðandi fyrir alla sem heimsækja það
Varmá er á náttúruminjaskrá Náttúruverndarráðs.
Staðfest aðalskipulag
Skv. aðalskipulagi Mos 1992-2012 er Álafosskvosin flokkuð undir verslunar- og þjónustusvæði og gerir skipulagið ráð fyrir "smáiðnaðar- og listamiðstöð við Álafossveg til frambúðar"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.5.2008 kl. 17:04 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.