Útimarkaður í Álafosskvos mjög vel sóttur þrátt fyrir úrhelli

Íslendingar létu úrhellisrigningu ekki á sig fá í gær og mættu galvaskir á útimarkað Varmársamtakanna í Álafosskvos. Fjöldi gesta lýsti yfir ánægju með framtakið við starfsfólkið og er ljóst að markaður í Álafosskvos er búinn að festa sig í sessi í hugum fólks. 

Grænmetismarkaði Varmársamtakanna verður fram haldið í dag kl. 12-16 sunnudaginn 31. ágúst. Í boði verður harðfirskur að vestan, reyktur silungur frá útey, kryddjurtir og lífrænt ræktað grænmeti af Suðurlandi, ásamt grænmeti úr heimabyggð, sultur og mauk o.fl., o.fl.

Allir velkomnir!

Upplýsingar í síma 699 6684 eða 866 9376.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband