26.9.2008 | 23:24
Vegur um Teigsskóg út af kortinu
Nú er ástæða fyrir velunnara íslenskrar náttúru til að fagna því í dag felldi héraðsdómur Reykjavíkur úr gildi þann úrskurð fyrrverandi umhverfisráðherra Jónínu Bjartmars að leggja þjóðveginn í gegnum Teigsskóg í Þorskafirði. Dómurinn ógilti ákvörðun ráðherra á þeirri forsendu að ekki hefðu farið fram nægilegar rannsóknir á umhverfisáhrifum framkvæmdanna. Úrskurður ráðherra braut því gegn rannsóknarreglu stjórnsýslulaga.
Skv. áætlun Vegagerðarinnar átti vegurinn að liggja um Teigsskóg og þvera síðan tvo firði, Djúpafjörð og Gufufjörð. Á þessu svæði er mikil náttúrufegurð og skreyta breiðfísk sker mynni beggja fjarðanna með tilheyrandi fuglalífi. Á svæðinu eru tvö arnarhreiður og er skógurinn meðal stærstu skóga á Vestfjörðum. Teigsskógur hefur þá sérstöðu að liggja ekki í alfaraleið eins og aðrir skógar á svæðinu og telst því vera ósnortinn og mikil náttúruparadís.
Katrín Theódórsdóttir lögmaður rak málið fyrir dómi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands, Fuglavernd og landeigendur. Óskum við þeim innilega til hamingju.
Í sumar tóku nokkur náttúruverndarsamtök sig til og skipulögðu könnunarleiðangur í Teigsskóg til að vekja athygli á þeim miklu náttúrugersemum sem þarna eru í húfi. Ljóst er að brýn þörf er á vegabótum því þarna er yfir tvo fjallvegi að fara. Skipulagsstofnun lagðist upphaflega gegn leiðinni sem ráðherra að lokum valdi og vildi Vegagerðin frekar bæta veginn sem fyrir er. Enn aðrir vildu láta kanna kostnað við jarðgöng.
Á endanum verður þetta alltaf spurning um forgangsröðum. Við Íslendingar þurfum einfaldlega að gera upp við okkur hversu mikils virði náttúra landsins er okkur. Er það vilji okkar að ganga endalaust á óröskuð svæði og fórna sérkennum íslenskrar náttúru? Í mínum huga væri óskandi að stjórnvöld vönduðu frekar vinnubrögðin og leituðu leiða til að hafa sem minnst áhrif á sköpunarverkið!
Sigrún P
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2008 kl. 20:06 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Sæl Sigrún
Við sem höfum staðið í því síðust ár að reyna að koma í veg fyrir þau óumdeildu náttúruspjöll sem vegur í gegnum Teigsskóg og þverum tveggja fjarða mun valda, þökkum þér fyrir kærlega hvatningu og góð orð. – Með bestu baráttukveðjum, GPé.
Gunnlaugur Pétursson (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 00:41
Sæll Gunnlaugur og til hamingju með verðskuldan sigur eftir hetjulega baráttu ykkar allra. Ég vona að úrskurðurinn boði breytt tíma í tengslum við mat á umhverfisáhrifum sem oft og tíðum er byggt á ágiskunum einum saman í stað þess að grundvallast á rannsóknarvinnu.
Með bestu kveðju og aftur til hamingju, Sigrún P
Sigrún P (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.