4.2.2009 | 23:17
Búsáhaldabylting í Mosfellsbæ?
Í dag birtist frétt um að Mosfellsbær ætli í samstarfi við Arkitektafélag Íslands að stofna til samkeppni um hönnun kirkju og menningarhúss í miðbænum. Arkitektarnir eru ekki af verri endanum og allt gott um þá að segja. Vandinn er hins vegar sá að verið er að blása til samkeppni um mannvirki sem ekki eru á skipulagi. Endurskoðun á aðalskipulagi miðbæjarins er ekki lokið og tillaga um nýtt skipulag hefur heldur ekki verið kynnt íbúum. Sama er að segja um deiliskipulag svæðisins. Hvorugt skipulagið hefur verið lagt í dóm íbúa og Mosfellsbær því eina ferðina enn að brjóta skipulagslög með því að fara af stað með framkvæmdir sem ekki eiga sér stoð í skipulagi og án samráðs við íbúa. Að lokinni samkeppni er nokkuð ljóst að íbúar fá ekkert um staðsetningu húsanna að segja.
Skoðanir á því að steypa saman kirkju og menningarhúsi eru einnig mjög skiptar. Laga verður starfsemi menningarhúss t.d. að þörfum kirkjunnar. Staðsetning þessara bygginga skiptir bæjarfélagið og íbúa auk þess miklu máli og því sjálfsagt að fólk fái að ræða tillöguna sín á milli og við bæjaryfirvöld. Slík mannvirki skipa undir eðlilegum kringumstæðum alveg sérstakan sess í bæjarmyndinni en skv. hugmynd Mos er gert ráð fyrir að setja þessi musteri menningarinnar í hvarf við Krónuna. Hugmyndin er því ekki til þess fallin að styrkja bæjarmyndina eða gera eitthvað fyrir ásýnd miðbæjarins. (Sjá um hagfræði miðbæja á bloggi Varmársamtakanna: http://www.varmarsamtokin.blog.is/blog/varmarsamtokin/entry/330740/ )
Eitt dæmi um misheppnaða framkvæmd í miðbæ Mosfellsbæjar, sem ekki var kynnt íbúum, er torg sem hellulagt var í fyrrasumar. Satt best að segja er þetta eitthvert það einmanalegasta torg sem undirrituð hefur augum litið (þó fallega sé það hannað). Við eitt og yfirgefið torgið á nú að byggja hús sem er sömu vandkvæðum háð og sjálft torgið, þ.e. á svæðinu mun varla sjást til mannaferða. Á reitnum er framúrskarandi vindasamt og ljóst að þarna þjónar torg engum tilgangi nema ef vera kynni á tyllidögum. Torg hefði frekar átt að staðsetja þar sem fólk vill vera, þ.e. í Álafosskvos. Í Kvosinni hefði það þjónað atvinnuskapandi tilgangi fyrir bæjarfélagið og sómt sér vel í sögulegu umhverfi.
Það er löngu orðið ljóst að skoðanir skattborgara á mótun bæjarfélagins skipta Harald Sverrisson og hans meðreiðarfólk í bæjarstjórn Mosfellsbæjar engu máli. Er kannski tími til kominn að hefja búsáhaldbyltingu í Mosfellsbæ?
Sjá einnig: www.ai.is spFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.2.2009 kl. 13:44 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Það ætti tvímælalaust að gleðja atvinnulausa arkitekta nú á þessum síðustu og verstu tímum að sjö milljónir liggi á lausu í Mosó til að hanna byggingar sem munu varla rísa á næstunni, nú þegar þjóðin stendur á barmi gjaldþrots. Er sjóður bæjarfélagsins Mosó sá eini á landinu sem er fullur af peningum? Er bæjarfélagið Mosó að leggjast í byggingaframkvæmdir þegar þær hafa lagst niður á öllu landinu? Burtséð frá þeirri spurningu, sem hlýtur að brenna á íbúum Mosó, og burtséð frá fagurfræðilegum eða menningarlegum gildum (sem er svo undarlegt að þurfi yfirhöfuð að rökstyðja), þá hlýtur enn stærri spurning sem brennur á íbúum Mosó vera þessi: Til hverra leita íbúar þegar ljóst þykir að yfirvöld séu að brjóta lög? Það er bara eitt svar: Íbúarnir sjálfir þurfa að leita síns réttar.
Búsáhöld eða ekki, auðvitað hljóta allir íbúar Mosó að flykkjast á fundinn 11. feb til að krefjast svara við þessum spurningum. Hvernig stendur á því að bæjaryfirvöld brjóta lög? Er það af sinnuleysi, ábyrgðarleysi, valdhroka? Með búsáhöldum tókst þjóðinni að losa sig við sinnulausa, ábyrgðarlausa ríkisstjórn fulla af valdhroka. Með eða án búsáhalda þurfa Mosfellingar að hitta fulltrúa sína 11. feb og krefjast þess að þeir fari, þó alla vega(!), að lögum, svo ekki sé talað um allt hitt. Ef ekki er komið til móts við þá sjálfsögðu kröfu hlýtur það að kalla á yfirlýsingu íbúa um vanhæfni bæjarstjórnar.
kolfinna baldvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:58
Sæl Kolfinna
Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar skipulagsyfirvöld sjá ekki út fyrir hellismunann. Hér er allt skipulagt í bútum í stað þess að setja hlutina í samhengi við umhverfi sitt. Ein skipulagseining er jafnvel bútuð niður í marga smærri búta. Þetta á við um miðbæinn. Hann er verið að skipuleggja bút fyrir bút. Í fyrra var það torgið, nú bætast við kirkjan og menningarhúsið.
Þegar tekin er ákvörðun um staðsetningu kirkju fyndist mér rétt að byrja á því að skoða fyrst staðsetningu þeirra kirkna sem fyrir eru. Ein stendur upp á hæð við Lágafell, önnur upp á hæð í grennd við Mosfell. Báðar kirkjurnar sjást langt að og þær hafa gott rými. Sé þetta haft í huga væri rökrétt staðsetning nýrrar kirkju í Helgafellslandi undir Helgafelli þaðan sem hún blasir við vegfarendum. Með þessum hætti gætu kirkjurnar þrjár kallast á. Skapað heild sem vekur eftirtekt og skáldlegan áhuga fólks. Svo ekki sé minnst á tilvísunina í verk Kiljans en göturnar í Helgafellshverfi heita einmitt í höfuðið á sögupersónum í skáldsögum hans.
Sigrún P (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 23:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.