Metþátttaka og fjölbreytt vöruúrval á útimarkaði í Álafosskvos

Útimarkaður Álafosskvos 300Árlegur útimarkaður Varmársamtakanna í Álafosskvos er nú að taka á sig skýra mynd. Allt virðist stefna í metþátttöku söluaðila og fjölbreytt vöruúrval. Markaðurinn sem haldinn er í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninum heima, hefst kl. 11 og stendur til kl. 16, laugardaginn 29. ágúst nk.
Að venju verður boðið upp á ilmandi og gómsætar veitingar í Kaffi Kvos og  tónlistarmenn munu skemmta gestum með hugljúfum tónum.

Af vörum sem gestum hátíðarinnar verður boðið upp á má nefna:

LÍFRÆNT RÆKTAÐAR KRYDDJURTIR FRÁ ENGI
HEIMALAGAÐAR SULTUR OG SUÐRÆN KRYDDJURTAMAUK 
HEILSUKRYDD
VARMÁRBRAUÐ FRÁ GRÍMSBÆ
RÓSIR Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM FRÁ LAUGABÓLI
BIRKI- OG TAÐREYKUR SILUNGUR FRÁ ÚTEY
STEINBÍTUR FRÁ HARÐFISKVERKUN FINNBOGA Á ÍSAFIRÐI
SILUNGAPATÉ OG RÚSSNESKT MATARMAUK A LA OMAR OG OLGA
LÍFRÆKT RÆKTAÐIR TÓMATAR OG GRÆNMETI FRÁ
..... GARÐYRKJUSTÖÐINNI AKRI
..... GARÐYRKJUSTÖÐINNI SUNNU SÓLHEIMUM
..... GARÐYRKJUSTÖÐINNI HÆÐARENDA
ÞYKKVABÆJARKARTÖFLUR
GRÆNMETI FRÁ GARÐAGRÓÐRI
SALAT FRÁ MOSSKÓGUM
HEIMABAKAÐAR KLEINUR, KRYDDBRAUÐ OG ANNAÐ BAKKELSI FRÁ FRÍÐU OG HULDUBERGI
HEILSUKRYDD OG ÍDÝFUR

AUK ÞESS:
HEKLAÐIR TREFLAR FRÁ TOGGU
TAUBLEIUR FRÁ KINDAKNÚSI
STELPUFÖT FRÁ DÓRU
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR Í ÁLAFOSSBÚÐINNI
HANDUNNIR HNÍFAR HJÁ PALLA HNÍFASMIÐ
SKARTGRIPIR 
O.FL., O.FL.

ILMANDI HEITAR VÖFFLUR MEÐ RJÓMA OG GÓMSÆTAR VEITINGAR Í KAFFI KVOS
OPIÐ KL. 11.00 - 16.00

LIFANDI TÓNLIST – HARMÓNIKKULEIKUR

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Pálsdóttir í síma 866 9376

varmarsamtokin@gmail.com ∙ www.varmarsamtokin.blog.is

NÆG BÍLASTÆÐI UPP MEÐ HELGAFELLSVEGI

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er strax orðin mettþátttaka og markaðurinn ekki einu sinni byrjaður. Skrítin færsla.

En hvernig er það, var ekki búið að valta yfir Kvosina og eyðileggja hana með framkvæmdum?

Gunnlaugur

Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 19:50

2 identicon

Er ekki bara málið að lesa textann!

Sigrún P (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband