Hvernig kemst ég á útimarkað í Álafosskvos?

Álafosskvos og Helgafellsland 07Sá tími er liðinn að þjóðvegurinn liggi í gegnum Álafosskvos. Það ætti samt ekki að vefjast fyrir neinum að rata á útimarkað Varmársamtakanna sem haldinn verður í dag, laugardaginn 29. ágúst. Þeir sem koma frá höfuðborgarsvæðinu aka sem leið liggur eftir Vesturlandsvegi að hringtorgi á móts við miðbæ Mosfellsbæjar. Þaðan liggur leið niður brekku að öðru hringtorgi við ána Varmá. Þar er beygt til hægri inn að gömlu ullarverksmiðjunni að Álafossi.

Þeir sem koma úr hinni áttinni aka sömuleiðis niður að Varmá og þaðan sem beygt er til hægri.

Markaðurinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Mikið af góðum vörum og sérstök áhersla lögð á ferskmeti hvers konar.  Markaðurinn stendur til kl. 16.

Við hlökkum til að sjá ykkur, Varmársamtökin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband