Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
27.6.2008 | 20:14
Könnunarleiðangur umhverfissamtaka í Teigsskóg á Vestfjörðum
Landvernd, Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Íslands, Græna netið og heimamenn í Reykhólasveit efna til gönguferðar um Teigsskóg í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu laugardaginn 5. júlí n.k. Lagt verður upp frá Gröf klukkan 13.00 þar sem Gunnlaugur Pétursson býður göngufólk velkomið og segir frá áformum Vegagerðarinnar um veglagningu um landnámsskóginn og umhverfisáhrifum hennar. Á áningarstöðum sýna Einar Þorleifsson frá Fuglavernd og Gunnlaugur Pétursson ferðalöngum fugla, blóm og jurtir m.a. ferlaufunginn og krossjurtina sem fundist hafa í skóginum. Ferðin endar í hlaðvarpanum á Hallsteinsnesi þar sem sagt verður frá lifnaðarháttum arnarins sem og einu gjöfulasta arnarhreiðri á landinu sem er að finna í Djúpafirði. Gönguferð um skóginn tekur um þrjár klukkustundir.
Áhugasamir eru beðnir að skrá sig í ferðina í síðasta lagi á miðvikudag 2. júlí kl. 16. Skráning í ferðina er hjá Sigrúnu í síma 866 9376 eða sigrunpals@landvernd.is
Þeir sem vilja prjóna við ferðina og gista er bent á að búið er að taka frá fjögur herbergi í Djúpadal í næsta nágrenni Teigsskógar en þar er gisting með eldunaraðstöðu í gömlum bæ. Einnig heitur pottur og sundlaug. Þeir sem áhuga hafa á að skrá sig í þessi herbergi (3x2, 1x1) eru vinsamlegast beðnir að hringja þangað sem allra fyrst því - fyrstur kemur, fyrstur fær. Mikið er af gististöðum í Reykhólasveit og bendum við áhugasömum á eftirfarandi möguleika:
DjúpidalurGisting með eldunaraðstöðu, heitum potti og sundlaug kr. 2 500 í svefnpokaplássi og kr. 3 000 í uppbúnu rúmi.
Sími 434-7853
Hótel Bjarkalundur
www.bjarkalundur.is
Sími 434-7762
Gistiheimilið Álftaland
www.alftaland.is´
Sími 434-7878
Miðjanes, ferðaþjónusta bænda
Sími 434-7787, 893-7787
Upplýsingar um svæðið með kortum: www.westfjords.is/index.php/services/listings/C11
Sjá einnig: www.gisting.is/?gid=274
Við hvetjum fólk til að sameinast um bifreiðarnar.
Tildrög ferðarinnar:
Um nokkurt skeið hafa verið í gangi málaferli sem fara fyrir Hæstarétt á hausti komandi. Málaferlin eru rekin af landeigendum, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtökum Íslands til að hrindra ákvörðun um vegagerð yfir Djúpafjörð, Gufufjörð og um Teigsskóg.
Fuglavernd og Landvernd hafa lagt til vegagerð sem fæli í sér jarðgöng undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Sú vegagerð kæmi að mestu í veg fyrir náttúruspjöll, Teigsskógur yrði ósnortinn og Djúpifjörður og Gufufjörður, sem eru í Breiðafjarðarfriðlandi, héldust óbreyttir. Jarðgangaleiðin myndi stytta leiðina um sem nemur 7 km og auka umferðaröryggi verulega - enda aldrei snjór eða hálka í jarðgöngum.
1000 hvítar veifur á björkum í vegstæði Vegagerðarinnar í Teigsskógi
"Þúsund hvítar veifur á björkum í Teigsskógi eru ákall um að stjórnvöld láti fornskóginn þar í friði. Fyrirhuguð er hraðbraut í gegnum skóginn og þvera á firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegagerðin er alvarlegt umhverfisslys þar sem þessi mjög svo umdeildi vegur spillir lítt snortinni landslagsheild, þar með töldum hinum forna Teigsskógi, og þverun fjarða mun hafa áhrif á leirur og fæðustöðvar hundruða þúsunda farfugla sem hafa leirurnar sem áningarstað auk varpfuglanna á svæðinu. Öll þessi röskun er óþörf þar sem gamla vegastæðið og göng gegnum hálsa er ódýrari, öruggari og jafnfljótleg leið - og spillir engu. Jónína Bjartmarz fyrrverandi umhverfisráðherra felldi úrskurð Skipulagsstofnunar úr gildi og heimilaði þessa vafasömu framkvæmd.
Myndin er tekin í vegstæðinu í Teigsskógi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.7.2008 kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2008 | 12:28
Náttúra - Tónleikar Bjarkar og Sigur Rósar
Aðgangur að tónleikunum verður ókeypis og gefa þeir aðilar sem að tónleikunum standa alla sína vinnu. Til þess að allt heppnist sem best óska tónleikahaldarar eftir sjálfboðaliðum til starfa á tónleikunum og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við Margréti Vilhjálmsdóttur í síma 8483891 eða Diljá í netfangi: diljaamunda@gmail.com
Eins er óskað eftir góðum og nytsömum tillögum í tengslum við uppákomuna.
Fjölskyldugarðurinn og Sundlaugin í Laugardal verða opin fyrir tónleikagesti til 24.00 þetta kvöld. Tónleikahaldarar treysta því að umhverfisvænir tónleikagestir sýni vistvernd í verki og gangi vel um svæðið. Annars sér Reykjavíkurborg um tiltekt á svæðinu eftir tónleikana og Gámafélagið ehf. um endurvinnslu á því rusli sem til fellur endurgjaldslaust.
Aðstandendur tónleikanna bjóða öllum Náttúruverndarsamtökum að kynna sína starfsemi á tónleikasvæðinu. Búið er að kolefnisjafna tónleikana og buðust bændur á Þjórsársvæðinu og Sól á Suðurlandi til að gróðursetja 1001 björk. Björkunum var plantað nálægt Þjórsá í landi Skaftholts og hefur garðurinn fengið nafnið Sigur Rósarlundur.
Nánari upplýsingar á: www.nattura.info
Eins: www.bjork.com og www.sigurros.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.6.2008 kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2008 | 23:25
MúsMos - tónleikar í Álafosskvos
Mikið stendur til í Álafosskvos. Níu hljómsveitir skipaðar ungum tónlistarmönnum halda tónleika í Álafosskvos nk. laugardag 14. júní kl. 16-20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af svokölluðum fánadegi 12. júní sem var nokkurs konar þjóðhátíðardagur Álfyssinga í tíð gömlu ullarverksmiðjunnar. Íbúar í Álafosskvos, smíðaverkstæðið Ásgarður og félagar í Varmársamtökunum standa að hátíðinni. Mosfellsbær veitti tónleikahöldurum styrk til að standa straum af kostnaði við smíði tónleikasviðs og hljóðkerfi. Öll vinna við undirbúning tónleikanna er unnin af sjálfboðaliðum.
Sé tekið mið af aðsókn fyrri ára að menningarviðburðum í Álafosskvos má búast við miklum mannfjölda í Kvosinni á laugardag. Hljómsveitirnar sem spila eru:
- The Nellies
- Sleeps Like an Angry Bear
- Hreindís Ylva
- Abominor
- SHOGUN
- Unchastity
- Gummzter ásamt Hauki 270
- Blæti
- Bob Gillan og Ztrandverðirnir
Veitingasala á vegum Varmársamtakanna og Aftureldingar. Aðgangur ókeypis!
Allir velkomnir!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.6.2008 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni