Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009
1.3.2009 | 13:06
Kirkjumenningarhús í Mosfellsbæ?
Mosfellsbær hefur nú hrint af stað hugmyndasamkeppni um byggingu kirkju og menningarhúss í Mosfellsbæ og var hugmyndin rædd á fundi um miðbæjarskipulag bæjarins þann 11. febrúar síðastliðinn.
Svo virðist sem sú hugmynd að byggja saman kirkju, safnaðarheimili og menningarhús sé til komin til að mæta þörfum kirkjunnar, enda sniðin að þörfum hennar bæði hvað varðar fjárhag og starfsemi. Eins og fram kom í máli formanns sóknarnefndar á fundinum skortir kirkjuna fé til að standa undir rekstri safnaðarheimilis óstudd.
Kirkjurnar tvær í Mosfellsbæ eru litlar og rúma ekki stærri athafnir, því er eðlilegt að kirkjan vilji stækka við sig og sannarlega er vilji til þess á meðal bæjarbúa. En það er hins vegar ekki víst að besta lausnin sé að steypa þeim framkvæmdum saman við byggingu menningarhúss.
Á fyrrgreindum fundi kom einnig í ljós að kirkjan setur mjög mikla fyrirvara við því hvaða starfsemi hún vill sjá í menningarhúsinu. Það kom fram í svari séra Ragnheiðar Jónsdóttur, sóknarprests, að kirkjan gæti ekki unað því að önnur trúfélög fengu t.d. aðstöðu í byggingunni. Þá er ljóst að að ýmsir listviðburðir t.d. hávær rokktónlist er kirkjunni ekki þóknanleg og því þarf líka að gera ráðstafanir til að hýsa slíka viðburði annarsstaðar. Því þarf að leggja út í aukakostnað með lagfæringum á Hlégarði undir þá starfsemi sem ekki kemst í gegnum nálarauga kirkjunnar.
Það er ljóst að það er menningarstarfi ekki til framdráttar að búa við þær takmarkanir sem fylgja of nánu sambandi við kirkju- og stjórnmálavald. Má í því sambandi minnast þeirrar meðferðar sem sveitarskáldið Halldór Laxness fékk hjá Jónasi frá Hriflu þegar hann var settur í annan flokk rithöfunda. Halldór stofnaði þá sjóð til styrktar andlegu frelsi rithöfunda. Framsæknir listmálarar voru einnig settir út af sakramentinu hjá Jónasi sem taldi sig þess umkominn að vega og meta hvaða list væri lýðnum þóknanleg. Hugmyndir um að lista- og menningarstarf eigi að vera háð slíkri ritskoðun eru löngu úreltar og humyndir um að slík starfsemi sé metin af fagmennsku á opinberum vettvangi, án afskipta kirkju eða stjórnmálamanna, hafa tekið við.
Eftir skoðun á málinu virðist sem hér eigi að fara fram nauðungarhjónaband. Þeir aðilar sem á að pússa saman standa mjög misvel að vígi og hafa ólíkar þarfir. Annar, kirkjan, er íhaldsamur og valdamikill aðili sem hefur vel skilgreindar þarfir og öfluga málsvara. Hinn, menningin, er frjálslynd, djörf og ögrandi. Hún virðist ekki eiga sér málsvara í þessu máli og augljóst að hennar þarfir hafa ekki verið skilgreindar á við makann.
Þetta samband verður stormasamt frá upphafi þar sem aðilar þess eiga fátt sameiginlegt og langt er frá að jafnræði ríki í hjúskapnum. Kirkjan fer inn í sambandið af því að hún þarf á heimanmundinum að halda en menningin af því að hún hefur ekki málsvara til að forða sér frá þessu ólánsbandi.
Ef Mosfellingar vilja greiða fyrir safnaðarheimili með menningarívafi af skattpeningum sínum þurfa þeir allavega að hafa völina. Það þarf að kynna málið fyrir bæjarbúum á réttum forsendum og helst að bjóða upp á tvær til þrjár skipulagstillögur til að velja úr.
Að öðrum kosti verður húsið eingöngu kirkjumenningarhús.
Kristín Pálsdóttir,
íbúi í Mosfellsbæ
Um miðbæjarskipulag á vef Mosfellsbæjar:
http://www.mos.is/default.asp?sid_id=43447&tre_rod=006|002|&tId=1
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.3.2009 kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni