Valkostir verði bornir saman

GunnlaugurMeð nýjum úrskurði Skipulagsstofnunar er ljóst að bæjarstjórn Mosfellsbæjar ber að setja tengibrautarmálið fram með þeim hætti, að það sé ofar öllum vafa að besti kostur hafi verið valinn. Tilgreint er í h-lið að eftirfarandi þurfi að vera í umhverfisskýrslu; “yfirlit yfir ástæður fyrir vali stefnu þar sem valkostir hafa verið bornir saman og lýsing á því hvernig umhverfismatið var unnið…” . Í því er ekki nóg að horfa til fortíðar um ákvörðunina, heldur líka til nútíðar og helst til framtíðarmöguleika bæjarins.
Þetta hefur verið meginþráður í málflutningi samtakanna að málið hafi ekki verið skoðað í heild og að það vanti faglegan samanburð á valkostum. Sérstaklega þarf að skoða tengingar Mosfellbæjar við Vesturlandsveg. Það þarf að breyta áherslum frá bútasaumi í skipulagsmálum í átt að heildarsýn, ásamt því að fagna en ekki tortryggja virkni bæjarbúa á þessu sviði. Varmársamtökin eru tilbúin að hafa samvinnu við Mosfellsbæ og Vegagerðina um leit að niðurstöðu sem líklegust væri til sátta meðal íbúa sveitar í borg.
Varmársamtökin munu tryggja það, fast og klárt, að bæjarstjórn komist ekki upp með neinn kattarþvott við gerð umhverfisskýrslunnar og við mat á áhrifum framkvæmda. Þessi lög gilda innan Evrópusambandsins og þar er komin hefð á hvernig á að standa að slíkri vinnu. Auk þess sem leiðbeiningar um framkvæmd umhverfismatsins hafa verið gefnar út  hjá Skipulagsstofnun. Ferlið er því skýrt og framkvæmd þess vel vörðuð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Google Earth er ekki til Mosfellsbær heldur bara Álafoss

Ólafur Jón Thoroddsen (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband