Allar dyr upp á gátt í Álafosskvos

Opið hús á Álafossi

Laugardaginn 17. mars kl. 14-17 standa íbúar, listamenn og vinnustaðir í Álafosskvos í Mosfellsbæ fyrir skemmtilegum uppákomum í Kvosinni gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Álfyssingar hafa sett saman fjölbreytta dagskrá en hún verður sem hér segir:

  • Kl. 14.00 syngur Álafosskórinn nokkur lög.
  • Kl. 15.00 verður Bjarki Bjarnason, sagnfræðingur með leiðsögn um svæðið sem hefur að geyma merka iðn- og menningarsögu Mosfellsbæjar.
  • Í Þrúðvangi standa Álfyssingar fyrir ljósmyndasýningunni "1920-2007".
  • Leikfélagið M.A.S sér um kaffigallerí í Ásgarði þar sem handverk Ásgarðsmanna verður til sýnis og sölu.
  • Mannræktarstöðin ATORKA kynnir starfsemi sína í Þrúðvangi og verður Guðrún Ólafsdóttir hómópati einnig til viðtals á sama stað.
  • Ullarvöruverslunin Álafossbúðin verður opin gestum en þar eru auk þess söguminjar frá blómatíma ullariðnaðarins á Álafossi til sýnis.  Í stóra verksmiðjuhúsinu verða nemendur í málun hjá Myndlistarskóla Mosfellsbæjar við störf. Á sömu hæð er Tómstundaskólinn og verður Helga Jóhannesdóttir leirkerasmiður þar með opna vinnustofu og á hálfa tímanum mun Berglind Björgúlfsdóttir bræða hjörtu áheyrenda með flutningi ORF söngva í stigagangi gamla verksmiðjuhússins.
  • Í gamla Tóvinnsluhúsinu verða sýnd myndbönd sem segja sögu uppbyggingar á svæðinu sl. ár og margt fleira.
  • Ofar í brekkunni munu dyr listamanna og handverksfólks standa upp á gátt. Hjá Palla hnífasmið gefur t.d. að líta einstakt handverk, úr sérstæðum efniviði. Þeir sem komast alla leið upp brekkuna geta síðan gengið út frá því sem vísu að fá kaffi og með’í á smíðaverkstæðinu Íshamri og á vinnustofu Björns Roth.

Um morguninn, utan dagskrár, býður Berglind Björgúlfsdóttir, sem hefur sérhæft sig í tónlist og skapandi hreyfingu fyrir börn,  foreldrum, öfum og ömmum að taka þátt samverustund 3-5 ára kl. 10-11. Einnig er fólki velkomið að mæta í sérstakan kynningartíma í Rope Yoga hjá  Gunnlaugi B. Ólafssyni ATORKUMANNI kl. 11.15-12.15.

Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún Ólafsdóttir hómópati í síma 848 9712 eða Berglind Björgúlfsdóttir í síma 660 7661.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband