28.3.2007 | 08:33
Hugleiðingar um Varmá
Hvers virði eru ár eiginlega? Flestum finnst aldeilis fínt að beisla fallorku þeirra og margir eru hrifnir af því að geta veitt í þeim fisk og borga fyrir það háar upphæðir. Þetta eru að sjálfsögðu mikil verðmæti en árnar eru einnig auðlindir af öðrum toga sem ekki er eins auðvelt að meta í krónum. Meira að segja litlar og ómerkilegar lækjarsprænur geta reynst uppspretta ófárra ánægjustunda.
Flestir fíla ár- og lækjarnið og náttúrulegt umhverfi en pæla kannski ekki í því hversu dýrmæt þessi fyrirbæri eru sér í lagi svona rétt við húsgaflinn ...
Síðasta sumar sá ég urriða svamla í Varmánni. Hann var fyrir ofan Álafoss svo hugsanlega hefur hann ekki komist þangað af sjálfsdáðum - og mér skilst reyndar að einhver gutti hafi sett seyði í ána einhverntímann. Sumum finnst þessi eldisfiskur óttalega ómerkilegur (þar sem hann er ekki náttúrulegur stofn) en mér finnst bara svakalega gaman að sjá syndandi fiska í ánni, hvaðan sem þeir eru ættaðir. Ekki af því að þá sé soðningu að fá, svo að segja úr bæjarlæknum - nei - það er bara einhvern veginn bráðskemmtilegt OG það gefur til kynna að áin sé ekki mjög menguð þrátt fyrir allt.
Sigrún Guðmundsdóttir
stjórnarmaður í Varmársamtökunum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.