28.3.2007 | 10:11
Af pólitísku siðferði Vinstri grænna
Í kvöld miðvikudag standa Vinstri grænir fyrir pólitískum umræðufundi á Draumakaffi í Mosfellsbæ. Liðsmenn Varmársamtakanna hvetja Mosfellsbæinga eindregið til að mæta á fundinn sem hefst kl 20.00 og varpa fram fyrirspurnum. Til undirbúnings fyrir fundinn birtum við tilvitnanir í yfirlýsingar frambjóðenda VG fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2006. Ljóst er að stefnan sem fulltrúar Vinstri grænna boðuðu fyrir kosningar á ekkert skylt við stefnuna sem þeir framfylgja í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Á fundinum ætla Varmársamtökin að fara fram á að fulltrúar VG gefi kjósendum útskýringar á þessum sinnaskiptum.
Í Mosfellsbæ eru óþrjótandi möguleikar segir Karl Tómasson efsti maður á lista VG og núverandi forseti bæjarstjórnar
... Kvosin er alveg einstakur staður sem ber að varðveita og huga að.
Nú hefur vegtengingin framhjá Álafosskvosinni verið talsvert til umræðu. Hvað viltu segja um hana?
-Bæjaryfirvöld mega ekki gera slík mistök sem vegurinn inn í Helgafellslandið er. Það er ótrúleg skammsýni að ráðast í þessa framkvæmd en í raun samt talandi dæmi um yfirganginn, þröngsýnina og smekkleysið sem einkennir svo margar framkvæmdir, bæði hér og á landsvísu. Græðgi, yfirgangur og tillitsleysi gagnvart einu og öllu virðist því miður allsráðandi. ...
Vinstri grænn sveitungi 4. tbl. 2. árgangur, 28.apríl 2006.
Enginn fær rönd við reist - leiðari eftir KT
... Á einu augabragði á að fjölga íbúum um helming. Svo virðist sem máltækið góða um að góðir hlutir gerist hægt sé að vettugi virt og enginn fær rönd við reist.
Vart þarf að ræða breytinguna á bæjarmyndinni og bæjarbragnum við svo öra fjölgun og öll vandamálin sem geta komið upp. Það getur tekið áratugi að ná jafnvægi þar á.
Það vekur einnig spurningar að svo virðist sem allmargir hafi fest kaup á lóð sem aldrei hafi haft í hyggju að búa á staðnum, heldur einungis keypt til að selja og þá að sjálfsögðu með hagnaðarvon í huga. ...
Vinstri grænn sveitungi 27. janúar 2006
Miðbæinn þarf að efla og styrkja segir Bryndís Brynjarsdóttir 2. maður á lista VG
... Það er ýmislegt sem mætti betur fara hér í Mosfellsbæ og má þar nefna eina af perlum bæjarins sem er Álafosskvosin. Hún er einstakur staður með sögu og sjarma og verður að fá að njóta sín í þeirri mynd sem hún hefur núna sem blanda af vinnustofum listamanna, hverskonar þjónustu og íbúðum. Ýmislegt hefur verið gert hin síðari ár til að bæta yfirbragð kvosarinnar en miðað við núverandi deiliskipulag liggur við stórslysi. Það er ótrúlegt ef bæjarfulltrúar ætla að sýna þá skammsýni, miðað við nýtt deiliskipulag, að þrengja svo að kvosinni, meðal annars með tengibraut inn í Helgafellslandið, að töfrar svæðisins verða kæfðir með tröllauknu vegamannvirki.
Vinstri grænn sveitungi 2.tbl. 2. árg., 24. febrúar 2006
Skylda og ábyrgð sveitarfélaga í umhverfismálum - eftir Jóhönnu B. Magnúsdóttur 3. maður á lista VG
... Hvernig stendur á því að stjórnvöld hverju nafni sem þau nefnast, virðast telja það of kostnaðarsamt að sinna umhverfismálum? Hvað er talið með í þeim útreikningum? Og hversu langt fram í tímann er horft? ...
Viðurkennt er að til þess að breyta heiminum þurfum við að byrja á okkur sjálfum. Því var talið árangursríkast að fela því stjórnvaldi sem næst er íbúunum að vinna að sjálfbærri þróun. ...
Þessar breytingar eru ekki sjálfsprottnar, það verður að vinna markvisst að þeim og það er hlutverk sveitarfélagsins að gera það. Sveitarfélaginu ber að veita veita ráðgjöf, hvatningu og fræðslu og stuðla þannig að betri og bjartari framtíð. Til þess að ná árangri í Staðardagskrá 21 er samráð við íbúana algjört grundvallarskilyrði. Hver einstaklingur þarf að finna fyrir ábyrgð sinni á umhverfi sínu, bæði nær og fjær.
Vinstri grænn - Sveitungi 2. tbl. 2. árg. frá 24. febrúar 2006
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Athugasemdir
Nú er ég orðlaus!!!!!!
Ópólitísku og líðræðislegu samtökin sem opna fyrir athugasemdir á
síðu sína þegar þeim hentar.
Það var búið að benda mér á að fylgjast með því sem væri að gerast og nú er ég kjaftstopp.
Menn hafa verið kallaðir hugleysingjar og pólitísk viðundur fyrir
minna en þetta.
Einar Óli.
Einar Óli (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:09
Það er vert að ítreka að þessi síða er vettvangur fyrir skoðanaskipti um umhverfis- og skipulagsmál. Vinna fyrir samtökin er sjálfboðavinna og því skiptir máli í hvað sú vinna er nýtt. Þeim sem finnst það ólýðræðislegt verða bara að lifa með því að við eyðum ekki orku í umræður um það hvort við séum snobbuð, montin, flottræfilsleg og fleira í þeim dúr. Þeim sem hafa áhuga á slíkum skoðanaskiptum er bent á blogg Hjördísar Kvaran sem hefur sérhæft sig í slíkum málflutningi.
Góðar stundir
Kristín I. Pálsdóttir
Kristín (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:22
Elskurnar mínar
Þið máluðuð ykkur sjálf út í horn og ætlið nú að klína óhroðanum á mig - það út af fyrir sig er fyndið einkumn ef nýjasta færslan hérna inni er skoðuð - þar kemur refseðli ykkar í ljós. Þið getið hent mér út en afhverju að henda öðru fólki út eins og Einari Óla sem ekkert hef ur gert ykkur nema að reyna ð skilja málstaðinn? Það hef ég reyndar reynt að gera líka.
Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:28
Elskurnar mínar
Þið máluðuð ykkur sjálf út í horn og ætlið nú að klína óhroðanum á mig - það út af fyrir sig er fyndið einkum ef nýjasta færslan hérna inni er skoðuð - þar kemur refseðli ykkar í ljós. Þið getið hent mér út en af hverju að henda öðru fólki út eins og Einari Óla sem ekkert hefur gert ykkur nema að reyna ð skilja málstaðinn? Það hef ég reyndar reynt að gera líka.
Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:36
Af hverju er Varmársamtökunum svona illa við VG?
Fjóla
Fjóla Sig (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:43
Varmársamtökunum er ekkert illa við VG og það eru margir félagar úr VG í samtökunum. Samtökin hafa hins vegar gagnrýnt VG í Mosfellsbæ harðlega fyrir að beyta sér ekki í umhverfismálum í bæjarstjórn þó að tækifærin hafi verið næg. Eins og sést hér að ofan þá gagnrýndu fulltrúar VG legu tengibrautarinnar harðlega FYRIR kosningar en annað er uppi á teningnum EFTIR kosningar. Karl Tómasson hefur haldið því fram að hann hafi fórnað sínum persónulegu hagsmunum fyrir fjöldann. Þessa fórn hefði hann getað sparað sér með því að láta Umhverfisstofnun gera mat á aðstæðum og þar með látið umhverfið njóta vafans. Pólitíkusar sem segja eitt fyrir kosningar en gera annað eftir þær geta ekki á von á uppklappi. Bjartar vonir vöknuðu hjá umhverfissinnum hér í bæ þegar VG komust í bæjarstjórn en slökknuðu jafn hratt eftir þær, því miður. Ég tek fram að ég er ekki í stjórn samtakanna og þetta er mín túlkun.
Kristín I. Pálsdóttir
Kristín (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:01
Takk fyrir svarið Kristín
Ég hef fylgst töluvert með umræðunni hérna inni og fundist eitt og annað um hana, beggja vegna. Nú finnst mér staðan hinsvegar vera sú að Varmársamtökin hafa gleymt upphaflega tilgangi sínum og eru löggst (persónulega) í skítkast við VG og um leið orðin pólitísk. Þannig kemur þetta mér fyrir sjónir. Ég veit að bærinn hefur komið til móts við samtökin í þeirra baráttumálum og ég veit líka að þeim hefur ekki fundist nóg að gert eins og fram hefur komið. Það er allt í lagi að þrefa um það svosem og sitt sýnist hverjum en að samtökin sem kvörtuðu hvað mest undan einelti í gær séu í dag að blása til eineltisaðgerða gegn heilum stjórnmálaflokki aðeins vegna þess að þau urðu fyrir vonbrigðum með hann finnst mér ankannalegt.
Ég veit ekkert hvað sérstakir pólitískusar í Mos hafa eða hafa ekki gert og hverju þeir hafa eða hafa ekki fórnað enda er ég ekki svo kunnug upp í Mosó að ég geti tekið afstöðu til þess. Mér finnst hinsvegar framganga samtakanna orðin furðuleg og oft á tíðum allt of persónuleg til þess að mér þyki mark orðið takandi á þeim. Þetta er einhverveginn hætt að snúast um umhverfisvernd og farið að snúsast um innanbæjarpólitík og persónulegt skítkast sem ég get ekki tekið afstöðu til.
Ég þakka fyrir mig
Fjóla Sig
Fjóla Sig (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:33
Eru nú Framsóknarmenn farnir að auglýsa pólitíska fundi Vinstri
grænna (sjá heimasíðu Framsóknar mosfellsfrettir.is) Það er skrítið
sá góði aðgangur sem Varmársamtökin hafa að Framsókn og Samfylkingu hér í Mosfellsbæ. Það eru sko orð að sönnu og rétt nafn sem einu sinni var sagti að samtökin kölluðu sig Varmár-Samfylkingar og Framsóknarsamtökin. Þvílíkt og annað eins ef fólk úr þessum samtökum sem segist hafa kosið VG eingöngu vegna eins máls flýr nú yfir í stóryðjuflokkana og telur það best borgið þar. Varmársamtökin ætla að spurja frambjóðendur VG í suðvesturkjördæmi spurninga á fundi í kvöld sem tengjast ekki landspólitík. Þetta eru tækifærissinnar sem hugsa bara um sig, nú hefur það sko komið í ljós. Ef lítill veguri í
Mosfellsbæ veldur þeim svo miklum áhyggjum að þau ætla að kjósa
Framsókn sem styður stækkun álvers í straumsvík, þetta er fyndið.
Er það ekki þannig að bæði Samfylkingin í Mosfellsbæ og
Framsóknarmenn vilja þennan veg ég veit ekki betur.
Gunnar Ingi
Gunnar Ingi (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:41
Eins og marg oft hefur komið fram þá eru samtökin ekki flokkspólitísk og fólk í þeim þarf ekkert að gefa upp hvort það er í stjórnmálaflokki né þá hvaða flokki. Það er fólk úr öllum flokkum í samtökunum. Það er einn flokkur í bæjarstjórn sem er yfirlýstur umhverfisverndarflokkur og nú spyr ég hverju hefur hann komið til leiðar í umhverfismálum síðan hann komst í bæjarstjórn?
Varðandi hversu pólitísk samtökin eru þá eru umhverfismál að sjálfsögðu hápólitísk þau tilheyra ekki einum flokki og Varmársamtökin eru þverpólitísk samtök. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hingað til ekki lagt mikla áherslu á umhverfismál í sínum málflutningi þó að það sé að breytast, sem betur fer. Hinsvegar er við meiru að búast af flokki sem er yfirlýstur umhverfisverndarflokkur og ég verð að segja það að stjórnmálaflokkur sem ekki þolir gagnrýni kjósenda hefur eitthvað misskilið hlutverk sitt. Annars er búið að margræða þetta hér á síðunni og vil ég benda fólki á að skoða þær umræður sem hafa átt sér stað hér fyrr.
Ég endurtek bara að Varmársamtökunum er ekki illa við neinn og við höfum ekki verið vond við neina pólitíkusa. Við viljum hins vegar umræður um skipulags- og umhverfismál en þær virðast ekki ætla að þrífast fyrir flokkspólitísku röfli. Álafosskvosin er hluti af landinu og ætti að falla undir stefnu VG á landsvísu þó að það hafi ekki verið raunin undanfarið. Ég held að VG ætti að vera þakklátir fyrir að við auglýsum fundinn þeirra eins og það er erfitt að ná athygli á þessum síðustu og verstu! Eru ekki allir velkomnir?
Og aftur, þá eru þetta mínar vangaveltur.
Kristín (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:13
Svo það sé alveg ljóst þá er ég ekki að tala um auglýsingu Framsóknar á fundinum heldur þá hvatningu sem Varmársamtökin sendu út til sinna félagsmanna um að mæta. Mosfelllsfréttir er einn af fáum virkum vefmiðlum hér í bæ og eru þeim sendar fréttatilkynningar. Ef fólk lumar á upplýsingum um fleiri vefsíður sem tileinkaðar eru Mosfellsbæ þá látið samtökin endilega vita.
Kristín I. Pálsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:46
Sæl Kristín og takk fyrir greinargott svar.
Já það var víst upphaflega þannig hjá samtökunum að þau voru þverpólitísk og eru eflaust þannig að nafninu til enn, en eftir að hafa lesið og fylgst með umræðunni hér á vefnum undanfarið verð ég að taka undir það sjónarhorn Hjördísar Kvaran að samtökin er afar pólitísk, að minnsta kosti eins og þetta allt kemur mér fyrir sjónir.
Það getur verið að Hjördís hafi oft verið gróf í umfjöllun sinni hér á síðunni en mér sýnist þar fara manneskja sem tjáir sig ef henni er misboðið og ég man ekki til að hún hafi verið annað en málefnaleg ef horft er framhjá orðalaginu. Annars veit ég ekkert um hana, þekki hana ekki, en það er mjög gróft af ykkur á móti að úthýsa henni eingöngu vegna þess að þið eruð ósátt við skoðanir hennar og þær koma ykkur illa.
Þetta síðasta útspil samtakanna - að auglýsa fundinn á síðunni sinni - er einkar furðuleg ráðstöfun á plássi samtaka sem kenna sig ekki við pólitík. Hvort VG eru ánægð eða ekki veit ég ekki um enda aðhyllist ég ekki þeirra stefnu, en ég held að samtökin verði að fara að opna augun fyrir eigin veikleikum og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið í baráttu fyrir bættu umhverfi og betra mannlífi. Umhverfismál eru aldrei pólitískari en fólkið sem kemur að þeim - því það er fólkið sem myndar hvorutveggja og það fer eftir því hvernig fólkið vill hafa málin hvort þau eru pólitísk eða ekki. Það er hægt að gera allt pólitískt ef viljinn er fyrir hendi - það hef ég margoft séð. Þannig að það hvað samtökin eru orðin pólitísk er ekki hægt að afsaka með pólitísku eðli umhverfismála.
Jú, VG er yfirlýstur umhverfisflokkur en eingöngu vegna þess að hann er það gefur það þá Varmársamtökunum leyfi til að ráðast að honum, bara vegna þess að þeim finnst ekkert að gert? Ég las bloggið hennar Hjördísar áðan og þar talar hún um að tengibrautinni hafi verið breytt, m.a. að ykkar ósk? Er það rétt að bæjarstjórnin hafi komið til móts við samtökin eins og hún hefur talið sig best geta eða er það rétt sem Ævar hélt hér fram um daginn að ekkert hefði breyst? Fór þá Ragnheiður Ríkharðsdóttir með rangt mál í fréttunum þegar hún var að útlista hvernig bærinn hefði komið til móts við samtökin? Hvaða ástæðu ætti hún að hafa til þess að fara með rangt mál þar? Nú vil ég fá svör! Þetta er orðið einkar spennandi mál og ég mun fylgjast spennt með framvindu mála.
Góð vinkona mín, sem búsett er í Teigahverfinu og aðhyllist stefnu samtakanna, hefur tjáð mér að til hafi staðið og þá að ósk samtakanna að vegurinn færi þar í gegn og yfir í gegnum Reykjalundarskóg. Hún var ekki par hrifin af því og veit ég vel að hún fagnar því að VG hafi afstýrt því.
Ég þakka enn og aftur fyrir mig
Fjóla Sig
Fjóla Sig (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:54
Heyr, heyr - góður pistill Fjóla!
Hjördís Kvaran (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:06
Hvaða flokkur þolir ekki gagnýni kjósenda eins og fulltrúi
Varmasamtakanna segir? Ég vil vita það vegna þess að ég tel að Varmasamtökin þoli ekki að ég skrifi á síðuna þeirra mér er bara hent út og ekki var ég með ókurteysi enda þekki ég þetta lið ekki neitt og er í raun alveg sana ég vildi bara vera með enda var mér í raun bent á það ég tek það fram að ég kaus ekki einu sinni í Mosó mér er slétt sama. Annars held ég að ég nenni ekki að taka þátt í þessari umræðu manni er bara hent út jafnóðum. Ég sendi þetta líka á Kvaran þar fær allt að vera í friði.
Einar Óli.
Einar Óli (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 16:15
Sæl öll fjögur; Ingibjörg, Einar Óli, Gunnar Ingi og Fjóla Sig ég sé að þið eruð öll með sama netfang þannig að ég svara öllum í einu. Ég hef ekki tíma í svona útúrsnúninga ég er samtökunum af því að ég hef einlægan áhuga á að Mosfellsbær varðveiti sérstöðu sína sem er náttúrufegurðin samhliða uppbyggingu. Uppbygging án umhverfisspjalla - það er málið. Ef einhverjir halda að hér sé alheimsplott kommúnista á ferð verð ég bara að biðja viðkomandi að stíga upp í tímavélina og ferðast inn í 21. öldina þar sem umhverfismál eru orðin eitt af aðalviðfangsefnum stjórnmála en ekki hver er til hægri eða vinstri.
Ég skil ekki af hverju talað er um pólitíska flokka eins og einhverja aumingja sem ekki geti varið sig fyrir árásum kjósenda!!! Pólitískir flokkar sækja vald sitt til kjósenda og atkvæðum er ráðstafað eftir því hverju er lofað fyrir kosningar. Séu kosningaloforð svikin sitja fulltrúar við völd á fölskum forsendum.
Ein af skemmtilegri bókum sem skrifuð hefur verið vesturlöndum heitir Don Kíkóti. Einn helsti vinur Don Kíkóta komst í hann krappan er hann var gerður konungur (reyndar yfir ímynduðu ríki). Hann komst að því að þetta var eilíft vesen og þegnarnir gerðu ekki annað en kröfur til hans svo þetta var eilífur erill en ekki bara veisluhöld. Hann sagði því fljótlega af sér og undir glaður við sitt valdaleysi upp frá því. Ég held persónulega að þeir sem ekki þola pólitíska og málefnalega gagnrýni en upplifa hana sem persónulega árás ættu að fara að ráði Sanco Panza, konungsins fyrrverandi. Taki þeir til sín sem eiga.
Góðar stundir
Kristín I. Pálsdóttir
Kristín I. Pálsdóttir (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 17:05
Sæl Kristín
Það er góð skýring á því afhverju við notum öll sama netfangið.
Við vorum aðeins að reyna að aðstoða ykkur við að koma af stað þeirri umræðu hérna sem þið eruð alltaf að kalla eftir. Við ákváðum þessvegna að hver mundi tjá sig fyrir sig en við ekki öll í einu enda erum við ekki endilega sammála hvort öðru í þessu máli. Við erum hluti af stórum hóp sem hefur gaman af að hittast á netinu, t.d. í gegnum msn og bloggheima og notum þetta netfang sem allir hafa aðgang að. Þessi hópur kemur víða við í umræðunni í samfélaginu en er grasrótarhópur fólks sem vill geta tjáð sig málefnalega. Þú getur séð okkur allsstaðar þar sem þú vilt þar sem umræðan er umræðan er heit. Okkar aðaláhugamál er mannlegt eðli og allt sem því viðkemur og oftar en ekki sprettur sú umræða sem er mest áberandi í samfélaginu upp að okkar tilstuðlan. Þetta verð ég að segja þér þar sem að þú sagðir til okkar en lætur líta út eins og okkur hafi staðið slæmt eitt til að skrifa undir sama netfangi. Þannig að það er í sjálfu sér ekkert leyndarmál að við notum sama netfangið, ekki eins og þú vilt vera að láta í ljós. Þegar einum okkar var hent út, Einari Óla, og hann sagði okkur frá því og lýsti undrun sinni á því, þá ákváðum við að kynna okkur málið nánar. Það vill svo til að Einar hefur aldrei farið leynt með það að hann var hvattur til að taka þátt í umræðunni hérna einkum og sér í lagi þar sem að hann er ykkar maður. Við ákváðum að koma með fjölbreytileika í umræðuna hér en engin hefur svarað nema þú Kristín og okkur undrar að viðbrögðin hafi ekki orðið fleiri. Eins og ég sagði áður þá vinna Varmársamtökin gott og þarft verk en þau hafa látið pólitíkina spilla fyrir sér, kannski það sé ástæðan fyrir því að þeir einu sem tjá sig hérna ert þú og við?
Við höfum ekki talað um alheimsplott gagnvart einum eða neinum, við höfum talað um hvað okkur finnst um það hvernig mál hafa þróast hjá samtökunum en kannski álíta þau sig vera á alheimsvísu? Á að skilja þetta svoleiðis?
Já, pólitískir flokkar sækja valdi sitt til kjósenda og það hefur enginn sagt að þeir séu aumingjar en það skýtur skökku við að ópólitísk samtök séu svona pólitísk en vilji ekki gangast við upprunanum.
Hver þolir ekki pólitíska og málefnalega gagnrýni? Málið snýst ekki um það heldur það sem fyrr er sagt. Við skiljum ekki alveg þessa tilvísun í Sancho Panza - eru samtökin að líkja sér við ímyndað konungsríki? Ef ekki hverjum þá?
Kærar þakkir
Fjóla Sig. formaður BLÁMA - bandalag áhugafólks um bætt málefnaleg skrif í netheimum.
Fjóla Sig (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 18:10
Sæl veriði öll.
Varmársamtökin hafa barist fyrir því að lega vegarins verði endurskoðuð, og í framhaldi að aðrir kostir verði skoðaðir.
Það hefur hinsvegar ekki verið gert, þrátt fyrir að meirihluti bæjarstjórnar hafi ítrekað haldið því fram að aðrir kostir hafi verið rannsakaðir eru ekki til nein gögn um aðra kosti fyrir þessa tengibraut.
Bæjarverkfræðingur hefur boðið fólki að skoða þessa hluti hjá sér, sem ég og gerði. Þá var mér tjáð að ekki hefðu aðrir kostir verið rannsakaðir sérstaklega, heldur eingöngu verið gefin umsögn um einn annan kost, sem er að setja brautina í stokk um Ásahverfið. Það hefur þó EKKI verið rannsakað á neinn hátt, heldur tekið mið af annarri framkvæmd og kostnaður áætlaður út frá henni.
Staðreyndin er því sú, að engir kostir hafi verið rannsakaðir, því ekki hefur verið pólitískur vilji fyrir því hjá meirihluta bæjarstjórnar.
Baldur Ingi (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 14:12
Afhverju sameinast ekki Varmársamtökin og Samfylkingin um eina heimasíðu? Þettu eru hvort eð er aðallega Samfylkingarfólk sem tjáir sig um málefni samtakanna með góðu dashi af Framsóknarmönnum.
Þetta er einlæg spurning og ég fer fram á svar en ekki að mér verði hent út eins og öðrum sem hafa eitthvað til málanna að leggja.
Eyrún
Eyrún (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.