7.6.2007 | 18:29
Til hvers að eyða fé og fyrirhöfn bæjarbúa í umhverfismat?
Mikil umhverfisspjöll hafa undanfarnar vikur verið framin á bökkum Varmár í Mosfellsbæ. Í síðustu viku var auglýst til kynningar ný umhverfisskýrsla sem unnin var af ráðgjafarfyrirtæki á vegum bæjaryfirvalda og var íbúum gefinn kostur á að gera athugasemdir við matið til 12. júlí. Í ljósi þess að slíkar athugasemdir er eini möguleiki almennings til að hafa áhrif á gerð skipulagsáætlana eru framkvæmdirnar sem nú standa yfir í meira lagi ámælisverðar. Því hvaða tilgangi þjóna athugasemdir almennings að loknum framkvæmdum? Svarið er einfalt: Alls engum!
Í ofanálag er verið að framkvæma inn á hverfisverndarsvæði við Varmá sem er á náttúruminjaskrá og eru framkvæmdirnar unnar án deiliskipulags og framkvæmdaleyfis. Aðfarirnar eru slíkar að svo virðist sem enginn skilningur á mikilvægi umhverfisverndar í okkar fallega bæjarfélagi sé fyrir hendi.
Svo mikið er víst að athugasemdir almennings hafa engin áhrif á áætlanagerð að loknum framkvæmdum. Þær standa nú yfir og því ljóst að aðkoma íbúa mun engu máli skipta. Spurningin er því þessi: Til hvers að eyða dýrmætu fé skattborgaranna í einskisvert umhverfismat? Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ skulda íbúum skýringu. Eða búum við kannski bara í VILLTA VESTRINU?
SP
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.6.2007 kl. 10:04 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.