Helgafellsvegur lagður að nýju

Tengibraut viðgerðVerktakar á vegum Mosfellsbæjar vinna nú við að taka upp Helgafellsveg. Vegna mistaka við lagningu tengibrautarinnar þarf að lækka veginn í landinu til að tengja hann við Álafosskvos.

Íbúar í Álafosskvos hafa um langt skeið beðið eftir frágangi á vegtengingu við Kvosina. Vegna slysahættu verða sett upp umferðarljós á gatnamótum Helgafellsvegar og Álafosskvosar. Í stað slysahættu munu íbúar á svæðinu því þurfa að  sætta sig við aukinn hávaða frá umferð og loftmengun vegna kyrrstöðu bíla við ljósin.

Íbúar fóru í upphafi fram á að skipulög Álafosskvosar og Helgafellsvegar væru unnin samhliða. Því hafnaði Mosfellsbær með þeim afleiðingum að leggja þarf veginn að nýju.

Tengibraut viðgerð4


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband