16.1.2009 | 00:38
Kynningarfundur um Álafosskvos
Mosfellsbær ætlar að halda fund um breytt deiliskipulag Álafosskvosar með íbúum og fasteignaeigendum nk. þriðjudag, kl. 16.30. Endurskoðun á skipulaginu hefur staðið yfir í nokkur ár. Ljóst var í upphafi uppbyggingar í Helgafellslandi að lagning Helgafellsvegar kallaði á miklar breytingar á skipulagi Kvosarinnar. Íbúar mótmæltu upphaflega veginum við endurskoðun á aðalskipulagi 2002. Var athugasemdunum þá vísað til seinni umræðu eða þar til kæmi að deiliskipulagningu svæðisins. Þegar til afgreiðslu á deiliskipulagi Helgafellsvegar kom 2006 og 2007 höfnuðu bæjaryfirvöld alfarið samvinnu við íbúa. Seinna þegar búið var að leggja veginn kom síðan fram að aðeins væri ein leið til að tengja Álafossveg við umheiminn, þ.e. með því að færa gatnamót Helgafellsvegar við Álafoss inn í Kvosina. Íbúar sátu því uppi með lélegt skipulag sem ekki var hægt að hafa nein áhrif á.
Allt frá því sl. vor hefur ríkt ófremdarástand við Álafosskvos þar sem ekki var gengið frá vegtengingu við Kvosina, heldur látið nægja að gera bráðabirgðatengingu sem skapaði mikla slysahættu og spillti ásýnd svæðisins.
Sl. ár hefur kynningarfundum fjölgað á vegum Mosfellsbæjar. Þessi nýbreytni er í sjálfu sér jákvæð en segir samt ekkert um áhrif íbúa á ákvarðanir bæjaryfirvalda í skipulagsmálum. Tillögur íbúa hafa hingað til mætt umtalsverðri mótspyrnu hjá Mosfellsbæ. Óskandi væri að nýbreytnin þróist samt í þá átt að tillögur íbúa fái að njóta sín við gerð skipulags í framtíðinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:50 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.