Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
30.9.2007 | 00:56
MORGUNTÍMAR Í JÓGA Í KVOSINNI
Mosfellingum stendur til boða að nýta einstakt tækifæri í Þrúðvangi í Álafosskvos. Þar er Líf (kanadísk) að kenna vinyasa yoga, sem virkjar á frábæran hátt gott flæði og orku. Lögð er sérstök áhersla á rétta öndun og liðkandi æfingar.
Tímarnir eru á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum kl. 10. Nú er um að gera að koma og prófa. Hægt er að kaupa mánaðarkort eða staka tíma.
Látið boðin berast til þeirra sem hugsanlega geta nýtt sér þessa tíma. Tryggjum góða virkni í bænum.
Frábær kennari og góðar æfingar.
Skráning hjá Gunnlaugi í síma 699 6684 eða með tölvupósti: man@man.is
Sjá nánar: www.man.is
Íþróttir | Breytt 2.10.2007 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 09:28
Tími til að undirbúa innleiðingu Árósasamningsins
Framtíðarlandið stóð í gær fyrir afar fróðlegum fundi um Árósasamninginn sem innleiddur var í löggjöf Evrópusambandins árið 2001 og tryggja á aðildarríkjum lágmarksvernd umhverfisins með tilliti til heilsu og velferðar mannsins, í nútíð og framtíð.
Í grófum dráttum er samningnum ætlað að tryggja þrenn grundvallarréttindi lýðræðis, þ.e. rétt almennings til að fá aðgang að upplýsingum, taka þátt í ákvörðunum á undirbúningsstigi og bera fram kærur óháð beinum hagsmunum.
Aðalheiður Jóhannsdóttir, lektor í umhverfisrétti við Háskóla Íslands flutti erindi þar sem hún dró fram mikilvægustu atriði samningsins. Sagðist hún telja að íslensk umhverfis- og náttúruverndarlöggjöf væri ekki í stakk búin til að innleiða Árósasamninginn eins og málum væri háttað í dag. Það sem þyrfti að gera væri að skýra efnisreglur umhverfis- og náttúruverndar til þess að innleiðing samningsins þjónaði tilgangi sínum. Í dag væru lög um umhverfis- og náttúruvernd opin og matskennd eins og reyndar segja mætti um Árósasamninginn sjálfan. Það sem þyrfti að skýra væri hvaða réttindi lögin sem falla undir samninginn raunverulega veita og hvernig þeim skuli framfylgt.
Fram kom á fundinum að það væri aðdáunarvert og til eftirbreytni hvað Svíar og Norðmenn hefðu lagt mikla vinnu í undirbúning að innleiðingunni. 1981 viðurkenndu Norðmenn rétt almennings til að aðildar að málum sem varða umhverfi og náttúru. Tæpum 30 árum síðar væri sá réttur enn afar takmarkaður á Íslandi.
41 ríki hefur fullgilt samninginn og er Ísland eina landið á Norðurlöndum sem á það eftir. Upphaf samningsins má rekja til þróunar sem varð í Bandaríkjunum uppúr 1970 en þar voru umhverfisverndar- og útivistarhagsmunir viðurkenndir með dómi sem féll 1972, þ.e. Sierra Club gegn Morton.
Voru ræðumenn sammála um að Íslendingar væru langt á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum í lýðræðisvæðingu samfélagsins sem lýsti sér m.a. í því að almenningur á Íslandi, ólíkt öðrum Vesturlandabúum, léti verðlagsbreytingar umyrðalaust yfir sig ganga og greiddi jafnvel stjórnmálaflokkum atkvæði sitt í trjássi við eigin hagsmuni og skoðanir.
Ákveðið var á fundinum að senda áskorun til stjórnvalda um að hefja undirbúning að innleiðingu samningsins og verður hún birt einhvern næsta dag.
sp
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.9.2007 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 20:53
Árósasamningurinn kynntur hjá Framtíðarlandinu
Varmársamtökunum langar að benda áhugafólki um íbúalýðræði á fund sem Framtíðarlandið stendur fyrir um Árósasamninginn í Iðusölum við Lækjargötu á morgun, fimmtudag kl. 17. Varmársamtökin lögðu nýverið til við umhverfisráðherra að fullgilda samninginn og reyndar líka Evrópska landslagssamninginn þar sem við teljum að með því megi leysa einhver helstu ágreiningsmál samtímans í skipulags- og umhverfismálum.
Í fréttatilkynningu frá Framtíðarlandinu segir:
Mörg ríki heims standa nú frammi fyrir því hvernig eigi að skilgreina lagalega hagsmuni almennings og félaga sem starfa að umhverfis- og náttúruvernd. Í mörgum löndum hefur verið farin sú leið að viðurkenna að umhverfis- og náttúruverndarsamtök hafi það hlutverk að gæta hagsmuna almennings í þessu tilliti og þeim hefur í ákveðnum tilvikum verið tryggður réttur til þess að fá ákvarðanir sem áhrif hafa á umhverfið endurskoðaðar fyrir æðra stjórnvaldi og dómstólum.
Árósasamningurinn fjallar um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Á fjórða tug ríkja í Evrópu eru aðilar að samningnum, og öll Norðurlöndin hafa fullgilt hann - en ekki Ísland.
Í umhverfisstefnu Samfylkingarinnar er lýst vilja til að staðfesta Árósasáttmálann, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra, hefur að sama skapi lýst yfir að hún muni beita sér fyrir fullgildingu samningsins.
Með fullgildingu Árósasamningsins myndu möguleikar umhverfis- og náttúruverndarsamtaka aukast mjög. Fullyrða má að deilurnar um Kárahnjúkavirkjun hefðu tekið á sig aðra mynd í slíku umhverfi, og jafnvel hefði málið farið á allt annan veg. Samtök á borð við Sól í Straumi hefðu átt heimtingu á fjárframlögum á meðan á kosningabaráttunni um stækkun álversins í Straumsvík stóð í Hafnarfirði.
Framtíðarlandið vill í vetur beita sér fyrir sérstakri vitundarvakningu meðal almennings um Árósasamninginn, og boðar af því tilefni til fræðslu- og umræðufundar um samninginn og hugsanlegar afleiðingar af upptöku hans.
Ræðumaður kvöldsins verður Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í umhverfisrétti. Hún mun lýsa helstu skuldbindingum Árósasamningsins og setja fram sjónarmið um hvernig innleiða beri samninginn í íslenskan rétt verði af fullgildingu hans.
Í pallborði sitja eftirtaldir:
- Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands
- Pétur Óskarsson, atvinnurekandi og stjórnarmaður í Framtíðarlandinu
- Sigþrúður Jónsdóttir, náttúrufræðingur og stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Suðurlands
Fundarstjóri er Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði við HÍ
Fundurinn hefst klukkan 17.00 fimmtudaginn 27. september og verður haldinn á fjórðu hæð í Iðusölum, Lækjargötu.
Sjá nánar www.framtidarlandid.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 19:44
Litli sæti vegspottinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar, lætur hafa eftir sér í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins 2. september sl. að hún verði að viðurkenna að hún hafi aldrei skilið þessi sérkennilegu læti [...] í kringum þennan vegspotta. Hér er átt við vegspottann sem tengja á Helgafellshverfi við Vesturlandsveg. Mig langar að spyrja Ragnheiði að því sama: Hvers vegna er þessi vegspotti svona mikið mál hjá meirihluta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar? Af hverju er ekki hægt að skoða þetta mál á málefnalegum nótum án þess að forseti bæjarstjórnar missi sig á fundum og leggi huglægt mat á allt. Eigum við í framtíðinni bara að sleppa því að fá fræðimenn til að meta aðstæður og áhrif framkvæmda og þess í stað stóla bara á huglægt mat frá forseta bæjarstjórnar?
Ég vil biðja bæjarstjórn Mosfellsbæjar að skoða þessi mál í heild en ekki taka einn bút fyrir í einu. Hvernig ætlið þið að tengja veginn sem kemur frá Helgafellslandinu við Vesturlandsveg? Ég get ímyndað mér að fólk sem er að hugsa um að kaupa sér eignir í Helgafellslandinu þurfi líka að fá svör við því. Því margir sem ég hef talað við og eru að hugsa um að kaupa sér eign í Helgafellslandi (sem mér finnst yndislegt bæjarstæði), eru líka að hugsa hvernig þeir eigi að komast inn og út úr hverfinu.
Þau svör fást alltaf frá bæjarstjórninni að þessi vegur hafi verið á skipulagi frá árinu 1983, það er að hluta til rétt, en bæjarstjórnin gleymir alltaf að bæta við þeirri staðreynd að þá hafi verið gert ráð fyrir safnvegi sem þjóna átti 60 húsum en ekki yfir 1000 fasteignum. Miðað við upphaflegar forsendur hefði ekki verið neitt vandamál að hafa lítinn sætan vegspotta til að anna þeirri umferð sem um hann átti að fara en ekki yfir 10,000 bílum á dag.
Í lokin langar mig að varpa fram þeirri spurningu hvort þessi yfirlýsing Ragnheiðar um vegspottann, sem hún hefur aldrei skilið lætin útaf, staðfesti ekki einmitt það sem margir hafa óttast, þ.e. að bæjaryfirvöld skorti skilning á raunverulegum áhrifum þessara framkvæmda.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni