Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009
29.8.2009 | 00:19
Hvernig kemst ég á útimarkað í Álafosskvos?
Sá tími er liðinn að þjóðvegurinn liggi í gegnum Álafosskvos. Það ætti samt ekki að vefjast fyrir neinum að rata á útimarkað Varmársamtakanna sem haldinn verður í dag, laugardaginn 29. ágúst. Þeir sem koma frá höfuðborgarsvæðinu aka sem leið liggur eftir Vesturlandsvegi að hringtorgi á móts við miðbæ Mosfellsbæjar. Þaðan liggur leið niður brekku að öðru hringtorgi við ána Varmá. Þar er beygt til hægri inn að gömlu ullarverksmiðjunni að Álafossi.
Þeir sem koma úr hinni áttinni aka sömuleiðis niður að Varmá og þaðan sem beygt er til hægri.
Markaðurinn verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Mikið af góðum vörum og sérstök áhersla lögð á ferskmeti hvers konar. Markaðurinn stendur til kl. 16.
Við hlökkum til að sjá ykkur, Varmársamtökin
26.8.2009 | 12:43
Metþátttaka og fjölbreytt vöruúrval á útimarkaði í Álafosskvos
Árlegur útimarkaður Varmársamtakanna í Álafosskvos er nú að taka á sig skýra mynd. Allt virðist stefna í metþátttöku söluaðila og fjölbreytt vöruúrval. Markaðurinn sem haldinn er í tengslum við bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninum heima, hefst kl. 11 og stendur til kl. 16, laugardaginn 29. ágúst nk.
Að venju verður boðið upp á ilmandi og gómsætar veitingar í Kaffi Kvos og tónlistarmenn munu skemmta gestum með hugljúfum tónum.
Af vörum sem gestum hátíðarinnar verður boðið upp á má nefna:
LÍFRÆNT RÆKTAÐAR KRYDDJURTIR FRÁ ENGI
HEIMALAGAÐAR SULTUR OG SUÐRÆN KRYDDJURTAMAUK
HEILSUKRYDD
VARMÁRBRAUÐ FRÁ GRÍMSBÆ
RÓSIR Í ÖLLUM REGNBOGANS LITUM FRÁ LAUGABÓLI
BIRKI- OG TAÐREYKUR SILUNGUR FRÁ ÚTEY
STEINBÍTUR FRÁ HARÐFISKVERKUN FINNBOGA Á ÍSAFIRÐI
SILUNGAPATÉ OG RÚSSNESKT MATARMAUK A LA OMAR OG OLGA
LÍFRÆKT RÆKTAÐIR TÓMATAR OG GRÆNMETI FRÁ
..... GARÐYRKJUSTÖÐINNI AKRI
..... GARÐYRKJUSTÖÐINNI SUNNU SÓLHEIMUM
..... GARÐYRKJUSTÖÐINNI HÆÐARENDA
ÞYKKVABÆJARKARTÖFLUR
GRÆNMETI FRÁ GARÐAGRÓÐRI
SALAT FRÁ MOSSKÓGUM
HEIMABAKAÐAR KLEINUR, KRYDDBRAUÐ OG ANNAÐ BAKKELSI FRÁ FRÍÐU OG HULDUBERGI
HEILSUKRYDD OG ÍDÝFURAUK ÞESS:
HEKLAÐIR TREFLAR FRÁ TOGGU
TAUBLEIUR FRÁ KINDAKNÚSI
STELPUFÖT FRÁ DÓRU
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR Í ÁLAFOSSBÚÐINNI
HANDUNNIR HNÍFAR HJÁ PALLA HNÍFASMIÐ
SKARTGRIPIR
O.FL., O.FL.
ILMANDI HEITAR VÖFFLUR MEÐ RJÓMA OG GÓMSÆTAR VEITINGAR Í KAFFI KVOS
OPIÐ KL. 11.00 - 16.00
LIFANDI TÓNLIST HARMÓNIKKULEIKUR
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Pálsdóttir í síma 866 9376
varmarsamtokin@gmail.com ∙ www.varmarsamtokin.blog.is
NÆG BÍLASTÆÐI UPP MEÐ HELGAFELLSVEGI
20.8.2009 | 23:03
Ísaldarminjar í pólitískt umhverfismat
Í miðbæ Mosfellsbæjar eru merkar ísaldarminjar, klappir sem njóta hverfisverndar og Umhverfisstofnun hefur lagt til að verði friðlýstar sem náttúruvætti. Ég undirrituð hef alltaf litið á urðina sem helgan reit, ekki vegna þess að ég hafi faglega þekkingu á málinu, heldur hafa góðir og gegnir Mosfellingar miðlað mér þessari tilfinningu. Ég hef reyndar oft furðað mig á því með hvaða hætti byggingum er raðað í kringum þessar fallegu klappir og hef hugsað með mér að það væri verðugt verkefni fyrir góðan arkitekt að gera urðinni hærra undir höfði í þessu kraðaki sundurleitra bygginga.
Samkvæmt fréttum hefur Mosfellsbær nú í hyggju að aflétta verndinni á klöppunum á 2700 fermetra kafla við miðbæinn og nýta sem byggingarreit undir kirkju og menningarhús. Reiturinn sem hér um ræðir liggur að miðbænum fyrir ofan torgið í átt að Krónunni. Og nú hefst sjónarspilið sem við áhugafólk um skipulag í Mosfellsbæ þekkjum orðið svo vel. Til þess að friða óánægða á að stækka hverfisverndarsvæðið í átt frá miðbænum að Töngunum sem nemur ofangreindum fermetrum.
Ég sé fyrir mér umræðuna sem nú eru í uppsiglingu. Hún á ekki eftir að snúast um aðalatriði málsins sem er að mörgum íbúum er mjög annt um þetta sérkenni í landslagi Mosfellsbæjar og að Umhverfisstofnun, - sem er óháð stofnun, - sá ástæðu til að friðlýsa klappirnar sem náttúruvætti, heldur útúrsnúninga eins og hvort urðin vestan megin sé ekki bara fallegri en urðin austan megin; aðgerðin til þess fallin að ýta undir að íbúar noti svæðið meira; búið sé núþegar að raska holtinu; fagfólk í þjónustu bæjarins hafi lagt blessun sína yfir framkvæmdina o.s.frv., o.s.frv.
Þau rök að búið sé að raska svæðum eru reyndar mikið notuð í pólitísku umhverfismati til að rýra verndargildi náttúruminja en þannig má komast framhjá lögum sem hafa að markmiði að stuðla að náttúruvernd. Frá sjónarhóli okkar í Varmársamtökunum á auðvitað að leggja allt kapp á að varðveita helstu sérkenni í landslagi Mosfellsbæjar, og þar sem klappirnar taka yfir lítið svæði ætti frekar að hverfisvernda og friðlýsa urðina í heild sinni, í stað þess að afmá hluta af henni. Hönnunartillagan sem nú á að vinna eftir stangast þar að auki á við þann útgangspunkt dómnefndar, - sem skipuð var í tengslum við samkeppni um hönnun bygginganna, - að keppendur taki tillit til mikilvægis klappanna og að sérstaða þeirra verði virt. En eftir á að hyggja er orðalag í keppnislýsingu auðvitað loðið og virðingin fyrir urðinni sem þar er látin í veðri vaka engin trygging fyrir því að hún verði ekki stórvirkum vinnuvélum að bráð.
Í ofanálag virðist sem aflétta eigi verndinni án samráðs við íbúa því á fundi sem haldinn var til að kynna tillögu að nýju deiliskipulagi miðbæjarins í mars minntust fulltrúar bæjarstjórnarmeirihlutans einhverra hluta vegna ekki á að breyta ætti hverfisvernd á holtinu.
Eitt af markmiðum Varmársamtakanna er að stuðla að því að íbúar fái að taka þátt í mótun bæjarfélagsins. Það hefur hingað til reynst þrautinni þyngra og því enn mikið verk að vinna. Óskandi væri því að fulltrúar íbúa, kirkju og menningar sameinuðust um að koma í veg fyrir að bygging kirkju og menningarhúss eigi sér stað á kostnað sköpunarverksins, þ.e. ísaldarminja í miðbæ Mosfellsbæjar.
Sigrún Pálsdóttir,
formaður Varmársamtakanna
P.s. Ritstjóri Mosfellings sá sér ekki fært að birta þessa grein í blaðinu þrátt fyrir að miðbæjarskipulagið sé aðalumræðuefni blaðsins í dag. Ástæðan sem hann tilgreindi er að hún birtist í Mogganum fyrr í vikunni. Svar Mosfellsbæjar við grein minni er hins vegar birt á síðu 4 í Mosfellingi í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.8.2009 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.8.2009 | 22:07
Útimarkaður í Álafosskvos - básar í boði
Útimarkaður í Álafosskvos laugardaginn 29. ágúst kl. 11-16
Varmársamtökin halda sinn fjórða útimarkað í Álafosskvos á bæjarhátíðinni í Mosfellsbæ í lok ágúst. Margvíslegt góðgæti og skemmtilegur varningur verður á boðstólnum s.s. grænmeti, silungur, lax, harðfiskur, sultur og mauk, fatnaður, skartgripir, snyrtivörur, blóm, kompudót, kaffiveitingar o.fl. Markaðurinn er opinn kl. 11 til 16.
Mikil aðsókn hefur frá upphafi verið að útimarkaðnum og áhersla lögð á fjölbreytt góss og góðar vörur. Sölufólki býðst að leigja sölubása í tjöldum og er ennþá pláss fyrir áhugasama seljendur. Lengdarmeter í tjaldi kostar kr. 5000.
Áhugasamir hafi samband við Sigrúnu í síma 866 9376.
Netfang: varmarsamtokin@gmail.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2009 | 19:26
Skipulag spillingar - fundur í Iðnó
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2009 | 23:41
Útimarkaður í Álafosskvos 29. ágúst
Þeir sem áhuga hafa á að selja vörur, hjálpa til eða troða upp með skemmtiatriði eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigrúnu Pálsdóttur í síma 866 9376/552 5626 eða senda fyrirspurnir til varmarsamtokin@gmail.com
--
Varmársamtökin
íbúa- og umhverfissamtök í Mosfellsbæ
varmarsamtokin@gmail.com
http://varmarsamtokin.blog.is
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.8.2009 kl. 09:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni