Útimarkaður Varmársamtakanna í Álafosskvos 30. ágúst

Markadur 
NÚ er um að gera að setja sig í blússandi sölu- og markaðsstellingar fyrir ÚTIMARKAÐ VARMÁRSAMTAKANNA Í ÁLAFOSSKVOS sem haldinn verður í tengslum við bæjarhátíðina Í TÚNINU HEIMA 30. ágúst nk., kl. 12-16. Á markaðnum verður hægt að koma nánast hverju sem er í verð, samhliða því að leyfa öðrum að njóta þess sem þú sjálf/ur hefur búið til og ræktað. Mörg þúsund manns hafa komið í Álafosskvos til að njóta útimarkaðsstemmningar í þau skipti sem hann hefur verið haldinn enda markmiðið að lífga upp á mannlífið í Mosfellsbæ.
Þeir sem áhuga hafa á að selja vörur, hjálpa til eða troða upp með tónlistaratriði, upplestri eða annað eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Sigrúnu Guðmundsdóttur í síma 586 8086/867 3443 eða senda fyrirspurnir á sigrun@ust.is
Hingað til hafa allar vörur á markaðnum selst upp. Hver lengdarmeter í sölutjöldum kostar kr. 5000 eins og í fyrra og biðjum við áhugasama að festa sér það pláss sem þeir þurfa með því að greiða leigugjald inn á bankareikning samtakanna: 549-26-410, kt. 560606-1760 fyrir mánudag 25. ágúst.
Við hlökkum til að heyra frá ykkur.
Stjórn Varmársamtakanna
Vinsamlegast áframsendið á áhugasama vini, vinnufélaga og vandamenn.

Heildstætt umhverfismat í stað dýrkeyptra eftiráreddinga

Álafosskvos og Helgafellsland 07Dapurlegar afleiðingar þess að ekki fór fram heildstætt mat á umhverfisáhrifum deiliskipulags Helgafellsvegar blasa nú við vegfarendum um Álafosskvos. Varmársamtökin hafa lengi barist fyrir heildstæðu umhverfismati á öllum þeim framkvæmdum sem tengibrautin við Varmá fæðir af sér. Ef bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ hefðu brotið odd af oflæti sínu og hlustað á rök samtakanna hefði núverandi lega tengibrautarinnar aldrei komið til álita. Bentu samtökin m.a. á að ekki væri nægilegt landrými í Kvosinni fyrir svo umfangsmikla vegagerð. Niðurstaða okkar er sú að hægt hefði verið að koma í veg fyrir dýrkeypt skipulagsmistök í Álafosskvos ef fram hefði farið heildstætt mat á umhverfisáhrifum.
 
Helgafellsvegur tengdur KvosÍ dag er búið að þröngva tengibrautinni yfir annan vegarhelming Álafossvegar þannig að aðeins er hægt að aka til og frá Kvosinni eftir einni akrein. Auk þess að skapa slysahættu er ástand vegarins með öllu óviðunandi. Nú eftirá eru arkitektar að leita leiða út úr skipulagsvandanum sem bæjaryfirvöld hefðu getað sparað sér með því að meta heildaráhrif skipulagsins fyrirfram.
Frá upphafi skipulagsferlis hafnaði Mosfellsbær óskum íbúa og Umhverfisstofnunar um að vinna deiliskipulag Álafosskvosar samhliða deiliskipulagi Helgafellsvegar. Í dag stendur íbúum til boða vegtenging inni í Kvosinni sem þó er bein afleiðing af deiliskipulagi tengibrautarinnar.
Ljóst er að ekkert pláss er fyrir gatnamót inni í Kvosinni. Samt sem áður telja framkvæmdaaðilar að engin önnur leið sé fær sem þýðir að íbúar áttu frá upphafi ekki annað val en að sætta sig við ódáminn sem nú liggur á teikniborði “fagaðila”.
 
Úrskurður Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, þess efnis að fram fari heildstætt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda í tengslum við álver á Bakka er í ljósi þessara vinnubragða mikið fagnaðarefni.  Ráðherra er að virkja ákvæði í íslenskum lögum sem fyrir löngu hefði átt að vera sjálfsagður þáttur í undirbúningi framkvæmda á Íslandi. Hefði ákvæðinu verið beitt eins og til er ætlast í evrópskri umhverfislöggjöf hefði á umliðnum árum mátt afstýra óafturkræfum  umhverfisspjöllum víða um land.
 
En eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er grunnt á vilja margra þingmanna til að stuðla að raunverulegum umbótum í umhverfis- og skipulagsmálum.  Í stað þess að styðja viðleitni umhverfisráðherra til að innleiða löngu tímabær vinnubrögð við undirbúning framkvæmda bítast stjórnmálamenn um atkvæði Húsvíkinga. Er það þingmönnum sæmandi að tala til þjóðarinnar eins og að umhverfisráðherra hafi gert mistök með því að fara að lögum?
 
Ljóst er að áhrif framkvæmda í Mosfellsbæ eru af annarri stærðargráðu en á Húsavík. Engu að síður gilda sömu reglur um undirbúninginn, þ.e. að afleiðingar skipulagsáætlana liggi ljósar fyrir áður en ráðist er í framkvæmdir. Með heildstæðu umhverfismati hefði mátt forða Mosfellsbæ frá vandræðalegum eftiráreddingum. Ég lít á úrskurð ráðherra sem viðleitni til að forðast slík mistök í framtíðinni og hvet þingmenn til að standa ekki í vegi fyrir því að sjálft ríkisvaldið framfylgi lögum á Íslandi.

sp


Könnunarleiðangur umhverfissamtaka í Teigsskóg á Vestfjörðum

Teigsskógur í ÞorskafirðiLandvernd, Fuglaverndarfélag Íslands, Náttúruverndarsamtök Íslands, Græna netið og heimamenn í Reykhólasveit efna til gönguferðar um Teigsskóg í Reykhólasveit í Barðastrandarsýslu laugardaginn 5. júlí n.k. Lagt verður upp frá Gröf klukkan 13.00 þar sem Gunnlaugur Pétursson býður göngufólk velkomið og segir frá áformum Vegagerðarinnar um veglagningu um landnámsskóginn og umhverfisáhrifum hennar. Á áningarstöðum sýna Einar Þorleifsson frá Fuglavernd og Gunnlaugur Pétursson ferðalöngum fugla, blóm og jurtir m.a. ferlaufunginn og krossjurtina sem fundist hafa í skóginum. Ferðin endar í hlaðvarpanum á Hallsteinsnesi þar sem sagt verður frá lifnaðarháttum arnarins sem og einu gjöfulasta arnarhreiðri á landinu sem er að finna í Djúpafirði. Gönguferð um skóginn tekur um þrjár klukkustundir.

Áhugasamir eru beðnir að skrá sig í ferðina í síðasta lagi á miðvikudag 2. júlí kl. 16. Skráning í ferðina er hjá Sigrúnu í síma 866 9376 eða sigrunpals@landvernd.is

Þeir sem vilja prjóna við ferðina og gista er bent á að búið er að taka frá fjögur herbergi í Djúpadal í næsta nágrenni Teigsskógar en þar er gisting með eldunaraðstöðu í gömlum bæ. Einnig heitur pottur og sundlaug. Þeir sem áhuga hafa á að skrá sig í þessi herbergi (3x2, 1x1) eru vinsamlegast beðnir að hringja þangað sem allra fyrst því - fyrstur kemur, fyrstur fær. Mikið er af gististöðum í Reykhólasveit og bendum við áhugasömum á eftirfarandi möguleika:

Djúpidalur
Gisting með eldunaraðstöðu, heitum potti og sundlaug kr. 2 500 í svefnpokaplássi og kr. 3 000 í uppbúnu rúmi.
Sími 434-7853
Hótel Bjarkalundur
www.bjarkalundur.is 
Sími 434-7762
Gistiheimilið Álftaland
www.alftaland.is´
Sími 434-7878
Miðjanes, ferðaþjónusta bænda
Sími 434-7787, 893-7787

Upplýsingar um svæðið með kortum: www.westfjords.is/index.php/services/listings/C11
Sjá einnig: www.gisting.is/?gid=274

Við hvetjum fólk til að sameinast um bifreiðarnar.

Tildrög ferðarinnar:
Um nokkurt skeið hafa verið í gangi málaferli sem fara fyrir Hæstarétt á hausti komandi. Málaferlin eru rekin af landeigendum, Fuglavernd og Náttúruverndarsamtökum Íslands til að hrindra ákvörðun um vegagerð yfir Djúpafjörð, Gufufjörð og um Teigsskóg.

Fuglavernd og Landvernd hafa lagt til vegagerð sem fæli í sér jarðgöng undir Hjallaháls og Gufudalsháls. Sú vegagerð kæmi að mestu í veg fyrir náttúruspjöll, Teigsskógur yrði ósnortinn og Djúpifjörður og Gufufjörður, sem eru í Breiðafjarðarfriðlandi, héldust óbreyttir. Jarðgangaleiðin myndi stytta leiðina um sem nemur 7 km og auka umferðaröryggi verulega - enda aldrei snjór eða hálka í jarðgöngum.

Teigsskógur+veifa21000 hvítar veifur á björkum í vegstæði Vegagerðarinnar í Teigsskógi
"Þúsund hvítar veifur á björkum í Teigsskógi eru ákall um að stjórnvöld láti fornskóginn þar í friði. Fyrirhuguð er hraðbraut í gegnum skóginn og þvera á firði á sunnanverðum Vestfjörðum. Vegagerðin er alvarlegt umhverfisslys þar sem þessi mjög svo umdeildi vegur spillir lítt snortinni landslagsheild, þar með töldum hinum forna Teigsskógi, og þverun fjarða mun hafa áhrif á leirur og fæðustöðvar hundruða þúsunda farfugla sem hafa leirurnar sem áningarstað auk varpfuglanna á svæðinu. Öll þessi röskun er óþörf þar sem gamla vegastæðið og göng gegnum hálsa er ódýrari, öruggari og jafnfljótleg leið - og spillir engu. Jónína Bjartmarz fyrrverandi umhverfisráðherra felldi úrskurð Skipulagsstofnunar úr gildi og heimilaði þessa vafasömu framkvæmd.

Íslendingar eiga að fara vel með landið sitt og varðveita forna skóga og leirur, fugla og fagurt landslag. Veifurnar í Teigsskógi eru ákall um betri umgengni við landið." 

Myndin er tekin í vegstæðinu í Teigsskógi.


Náttúra - Tónleikar Bjarkar og Sigur Rósar

Björk Guðmundsdóttir og Sigur Rós ásamt Ólöfu Arnalds halda tónleika til stuðnings náttúruvernd á Íslandi í brekkunni fyrir ofan þvottalaugarnar í Laugardal í Reykjavík kl. 17 28.júní nk. Aðgangur að tónleikunum verður ókeypis og gefa þeir aðilar sem að...

MúsMos - tónleikar í Álafosskvos

Mikið stendur til í Álafosskvos. Níu hljómsveitir skipaðar ungum tónlistarmönnum halda tónleika í Álafosskvos nk. laugardag 14. júní kl. 16-20. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af svokölluðum fánadegi 12. júní sem var nokkurs konar þjóðhátíðardagur...

Arkitektónísk ráðgáta í Álafosskvos

Skipulag Álafosskvosar var til umræðu á fundi sem Mosfellsbær hélt með íbúum í Listasal Mosfellsbæjar í gær. Áslaug Traustadóttir arkitekt kynnti tillögur að skipulagi og svaraði fyrirspurnum fundargesta. Góðu fréttirnar eru að bæjaryfirvöld virðast ætla...

Gunnlaugur Ólafsson nýr formaður Varmársamtakanna

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar Varmársamtakanna í kvöld skipuðust embætti þannig að Gunnlaugur B. Ólafsson, fyrrum varaformaður, var kosinn formaður samtakanna, Sigrún Pálsdóttir, fyrrum gjaldkeri, var kosin varaformaður, Kolfinna Baldvinsdóttir kosin...

Staða deiliskipulags Álafosskvosar kynnt á fundi í Listasal

Áslaug Traustadóttir landslagsarkitekt kynnir fyrir hönd Mosfellsbæjar "stöðu deiliskipulags Álafosskvosar, áherslubreytingar frá fyrri tillögum og fyrirhugað samráðsferli" í Listasal í Kjarna kl. 16.30 miðvikudaginn 28. maí. Stiklur úr deiliskipulagi...

Tiltekt verður fram haldið

Nokkrir félagar í Varmársamtökunum tóku til hendinni við Varmá um helgina. Byrjuðum við tiltektina fyrir neðan Vesturlandsveg á þeim stað sem stokkurinn var lagður í gegnum Varmá í fyrrasumar en þar hefur verið mynduð stífla til að hylja stokkinn þar sem...

Álafosskvos fyrr og nú

Stundum eru orð óþörf. Svona er umhorfs í Álafosskvos í dag. Svona var umhorfs fyrir ári. Svona var aðkoman að Álafosskvos fyrir ári. Svona er aðkoman í dag og sér enn ekki fyrir endann á því hvernig koma á fyrir vegi inn í Kvosina svo vel fari. Fyrir...

Tiltekt á bökkum Varmár

Varmársamtökin standa nk. laugardag 17. maí fyrir tiltekt á bökkum Varmár og meðfram hliðarlækjum hennar svo sem Skammadalslæk. Meiningin er að hittast í Álafosskvos kl. 14 og skipta með sér verkum. Útlit er fyrir ágætis veður en líklega mun sólin þó...

Vegur eða fráveita? - ári síðar

Í dag 14. maí er eitt ár liðið frá því að íbúar í Mosfellsbæ komu saman í Álafosskvos til að mótmæla framkvæmdum sem þá voru hafnar í vegstæði tengibrautarinnar. Þáverandi bæjarstjóri Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafði nokkrum vikum áður sagst ætla að skapa...

Varmársamtökin skora á Mosfellsbæ

Ályktun aðalfundar Varmársamtakanna Aðalfundur íbúa- og umhverfissamtaka Varmársvæðis skorar á bæjaryfirvöld að virða 50-100 m hverfisvernd meðfram ám og vötnum í bæjarfélaginu. Einnig er skorað á bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar að efla samráð og þátttöku...

Kröftugir liðsmenn í brúna hjá Varmársamtökunum

Í gær héldu Varmársamtökin framhaldsaðalfund þar sem gerðar voru lagabreytingar og kosið í nýja stjórn. Ný í stjórn eru þau Kolfinna Baldvinsdóttir, Ólafur Ragnarsson og Páll Kristjánsson. Gunnlaugur Ólafsson og Sigrún Pálsdóttir gáfu kost á sér áfram og...

7 sækjast eftir sæti í stjórn Varmársamtakanna

Í kvöld, 8. maí, kl. 20.30 fer fram kosning í fimm manna stjórn Varmársamtakanna í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna (við hliðina á bókasafninu). Sjö einstaklingar gefa kost á sér til stjórnarsetu. Það eru: Freyja Lárusdóttir, Grétar Snær Hjartarson,...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband