28.2.2007 | 09:37
Útimarkaðir í Álafosskvos í sumar
Varmársamtökin hafa áhuga á að Álafosskvos verði gerð að miðstöð útimarkaða á höfuðborgarsvæðinu. Kvosin er einstaklega vel til þess fallin frá náttúrunnar hendi, og staðhættir kjörnir til að skapa skemmtilega markaðsstemningu. Þetta sannaðist svo um munaði sl. sumar þegar samtökin stóðu að útimarkaði í tilefni að bæjarhátíðinni Í túninu heima en þá streymdu þúsundir manna víðsvegar að í Kvosina.
Gefur auga leið að mengun og umferðarhávaði eiga ekki samleið með slíkri starfsemi. Til þess að hægt sé að gera drauminn að veruleika telja Varmársamtökin því nauðsynlegt að bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ finni Helgafellsbraut aðra leið út úr fyrirhuguðu hverfi.
Innan Varmársamtakanna er starfandi útimarkaðshópur og undirbúningur að hefjast fyrir markaði sumarsins. Mörg spennandi verkefni bíða úrlausnar og því þörf á stórum hópi fólks til að taka þátt í starfinu. Ýmislegt er í bígerð og þarf að skipuleggja. Við vitum að mikið er af skemmtilegu og hugmyndaríku fólki í samtökunum og ljóst að starfið innan markaðshópsins gæti orðið mjög skemmtilegt.
Þau verkefni sem helst eru framundan eru að:
- finna handverksfólk til að selja framleiðslu sína
- finna einstaklinga til að rækta grænmeti til sölu á markaðnum
- leita samráðs við blóma- og grænmetisræktendur
- hanna og smíða sölubása og skipuleggja aðstöðuna að öðru leyti
- hvetja fólk til að taka til hendinni í bílskúrnum með vorinu og bjóða dótið til sölu
- framleiða í bunum hugmyndir um starfsemina
- leita eftir stuðningi við verkefnið
- o.s.frv.
Sigríður Þóra Árdal ætlar að ýta undirbúningi úr vör og eru áhugasamir beðnir að hafa samband við hana í síma 660-7667 eða senda tölvupóst á: varmarsamtokin@gmail.com
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:19 | Facebook
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.