Deiliskipulag tengibrautar fellt úr gildi

nullVarmársamtökin fagna þeirri niðurstöðu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að falla frá núgildandi deiliskipulagi tengibrautar um Álafosskvos. Nú gefst tækifæri til að gefa spilin upp á nýtt og endurskoða legu Helgafellsbrautar þar sem tekið er tillit til náttúruverndargildis Varmár og sögulegra sérkenna Kvosarinnar.

Ljóst er að úrskurður Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála vegna kæru íbúa hefur ráðið úrslitum um þessa ákvörðun.

Varmársamtökin hvetja bæjaryfirvöld eindregið til að finna Helgafellsbraut nýja leið sem samræmdist yfirlýstum markmiðum bæjarfélagsins sem koma skýrt fram í greinargerð með aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024 þar sem m.a. segir:

Leggja skal áherslu á varðveislu óspilltrar náttúru, friðlýsingu athyglisverðra svæða og tengsl byggðar við náttúrulegt umhverfi. Bærinn verði útivistarbær þar sem íbúar eru í snertingu við náttúruna á auðveldan og fjölbreyttan hátt ... .

Náttúra Íslands er rómuð fyrir fegurð um allan heim og vilja Varmársamtökin hvetja skipulagsyfirvöld og aðra þá sem taka afdrifaríkar ákvaðanir í skipulagsmálum til að standa vörð um það orðspor.

Nú er lag fyrir umhverfisverndarsinna bæjarfélagins að hafa áhrif á gang mála og greiða atkvæði með einstakri náttúru Varmársvæðisins.

Það er nefnilega alltaf til önnur leið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bæjarstjórnin er að falla frá skipulaginu vegna þess að þeir vilja ekki rannsókn. Þeir óttast að það komi í ljós einbeittur vilji þeirra til að fremja lögbrot og troða á lögbundnum réttindum fólks. Með því að falla frá deiliskipulagi tengibrautarinnar vonast bæjarstjórnin til að sleppa við að svara óþægilegum spurningum hinna opinberu rannsóknaraðila.

Varmársamtökin eiga að krefjast þess að úrskurðarnefndin kanni þetta mál betur og skoði gaumgæfilega hina ljótu sögu um margra ára og þverpólitíska valdníðslu bæjarins gagnvart húseigendum í Álafosskvosinni. Hvernig innfæddir Mosfellingar fengu samþykkar íbúðir í kvosinni á meðan aðrir fengu engin svör við sínum fyrirspurnum. Hvernig okrað var með fasteignagjöldum og hvernig lögmenn bæjarins hafa matað krókinn á kostnað útsvarsgreiðenda, allt til að breiða yfir stjórnsýslulagabrot bæjaryfirvalda.

Forseti bæjarstjórnarinnar fékk samþykkar íbúðir í sínum húsum framhjá öllum hinum sem höfðu sótt um mörgum árum fyrr. Ekkert var afgreitt hjá byggingarfulltrúa í mörg ár, nema umsóknir Kalla tomm tomm. Nú launar hann greiðann og segist vera vanhæfur.

Það er svikalogn núna!

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 23:51

2 identicon

Hvað er að gerast á þessari fyrrum ágætu heimasíðu Varmársamtakanna? Það er varla skrifaður stafkrókur hér nema níðast á forseta bæjarstjórnar, honum ætlaðir grófir hlutir og jafnvel fleirum. Nú bætist snillingurinn sjálfur og atvinnumótmælandinn Arnþór Jónsson við. Það vill þannig til Arnþór, og þetta áttu að vita, að bæði húsin sem Karl hefur búið í í Kvosinni, fyrst Tindastóll, seinna Álafossvegur 18 hafa alltaf verið samþykkt íbúðarhúsnæði, þau voru byggð upprunalega með það í huga að búið væri í þeim!!! Þú aftur á móti bjóst í ósamþykktu húsnæði sem upphaflega var byggt sem iðnaðarhúsnæði, það skýrir af hverju þú hefur átt í erfiðleikum með að fá íbúð þína samþykkta. Þú getur því rekið þennan fyrirslátt til baka í þitt svikula umhverfi sem þú kallar logn.

 

Annars Arnþór, þú ættir að fara þér varlega í að ráðast að fólki varðandi Kvosina, þú sem áttir meðal annars stóran þátt í að eyðileggja það menningarumhverfi sem dafnaði í Kvosinni fyrir nokkrum árum. Það gengdarlausa einelti sem þú lagðir veitingastaðinn Álafoss föt bezt í áttu stóran þátt í að sá staður lagðist af. Það mátti varla heyrast slegið eitt grip á gítar þá varst þú kominn með hljóðmælingamenn til að mæla hávaðann úti á horni og þú beittir endalausum þvingunum á eigendurna t.d. þeim að láta skikka þá til að setja sérstakt gler í gluggana ef eitthvað var um að vera til þess að dempa hávaðann. Þetta varð til þess að atburðum og uppákomum á Fötunum fækkaði. Árásir þínar á þetta hjarta Kvosarinnar sem hafði alla möguleika á að dafna og efla Kvosina gengu af staðnum dauðum. Hversu gaman væri ekki að geta farið og fengið sér kaffi á gömlu Fötunum í dag og jafnvel fara á ball, en nei þú sást fyrir því. Það segir sig sjálft að veitingahús hefur mikið að segja í stað eins og Kvosinni og þess er sárt saknað. Kannski tengist biturleiki þinn í garð forseta bæjarstjórnar eitthvað þessum samskiptum þínum við eigendur staðarins fyrir mörgum árum? Nú, ert þú fluttur úr Kvosinni, og ég veit ekki hvert, en ég vona að það sé enginn að læra á selló því þá fer örugglega atvinnumótmælandinn eins og fyrri daginn.

 

Fyrrum íbúi í Álafosskvos, þú sást fyrir því!!!

Fyrrum íbúi í Álafosskvos (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 01:21

3 identicon

Nú er mér öllum lokið!
Skítkast á skítkast ofan!!!
Þessi kvos var ekki hugsuð undir annað en atvinnustarfsemi!
Allavega þegar þú bjóst þarna Nóri!!!
En nú þegar Kvosin er loksins að taka við sér, og á eflaust eftir að blómstra þegar fram líða stundir, þá kemur þú með þessa drullu.
Það versta er að drullan er lengst uppá bak á þér sjálfum!

Þessi síða er orðin svo léleg að það er samtökunum til skammar!!!

Halldór (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 02:01

4 identicon

Merkilegt hvað nafnlausir einstaklingar geta verið kokhraustir ;-) En fyrst minnst var á knæpuna sem starfaði um tíma í Álafosskvos þá getum við verið viss um að hún væri enn starfandi ef fólk hefði komið þangað til að versla. Hún fór einfaldlega á hausinn því þangað komu of fáir. Reyndar voru allar viðskiptafræðilegar forsendur til staðar, en þá hefður eigendur þurft að mæta í vinnuna fyrir hádegi og hafa opið fyrir fók sem kom í kvosina til að versla í Álafossbúðinni og njóta náttúrunnar. Það er önnur saga. Deiliskipulag tengibrautarinnar (sem nú á að fella úr gildi) brýtur á gildandi deiliskipulagi Álafosskvosarinnar. Deiliskipulag tengibrautarinnar færir til vegi innan skipulags Álafosskvosarinnar og sneiðir af svæðinu vænar sneiðar, þ.e. minnkar landrými Álafosskvosarinnar og rýrir því verðmæti fasteigna í kvosinni. M.ö.o. þá er deiliskipulagi Álafosskvosarinnar breytt án þess að það sé gert formlega, eins og lög gera ráð fyrir. Til þess að fela þessa misgjörð var útbúin og kynnt breyting á deiliskipulagi Álafosskvosarinnar þar sem ruðningsáhrif tengibrautarinnar koma fram. Þetta nýja skipulag Álafosskvosarinnar hefur ekki verið samþykkt en er látið hanga í loftinu ósamþykkt. Það er sennilega ólöglegt. Ég get svo ekki skilið hvernig deiliskipulag tengibrautarinnar, sem er að hluta til inni á gildandi skipulagi Álafosskvosarinnar, hefur verið samþykkt án þess að nýja skipulagið í Álafosskvosinni sé afgreitt samhliða.  Nú vilja menn í bæjarstjórninni fella þetta allt úr gildi vegna þess að opinberir eftirlitsaðilar eru að skoða þessa hrákasmíð. Mér finnst eðlilegt að Varmársamtökin fari fram á að rannsókn á þessum málum sé haldið áfram. Þjófur sem er staðinn að verki áður en hann getur stolið er samt þjófur.

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:27

5 identicon

Eru Varmár-Samfylkingar og Framsóknarsamtökin að tapa glórunni? Halda þessir aðilar að mark sé orðið takandi á þeim. Forsvarsmenn þeirra láta m.a. hafa eftir sér að Framsókn og Samfylkingin í Mosfellsbæ eigi heiður skilinn fyrir að vilja standa með þeim í því að varðveita náttúruperlur Mosfellsbæjar. Þeir sýni pólitíska ábyrgð. Þetta er djók!!! Vá vá vá, hver tekur mark á þessum pólitísku samtökum sem reyna nú að fegra ásjónu sína eftir allan málefnalega málflutninginn eða hitt þó heldur. Gunnlaugur og Sigrún halda greinilega að Sjálfstæðismenn hafi ekki áhuga á umhverfi sýnu. Margur heldur mig sig. Þvílík sjálfumgleði og ég veit ekki hvað. Halda þessi samtök virkilega að þau séu að breyta Mosfellsbæ úr svefnbæ í lifandi bæ með iðandi mannlífi. Ég man þá tíð sem Kvosin iðaði af mannlífi í hverri viku og sótti m.a. sjálf ófáa viðburðina sem þar voru. Nú er ekkert að gerast þar í samanburði við það, jú helst mótmæli, lágkúra og leiðindi einkenna allan málfluttning um þann stað þessa dagana. Ég er líka sammála þér Guðmundur að persónulegar árásir ganga einnig of langt þessa dagana í allri umfjöllun.

Afrit sent á Varmár-Samfylkingar og Framsóknarsamtökin.

IngibjörgB (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 20:17

6 identicon

Heyr, heyr!

Það er ánægjulegt til þess að vita að fleiri en ég séu farnir að sjá í gegnum pólitíska plottið!

Hjördís Kvaran Einarsdóttir

Hjördís Kvaran Einarsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 01:10

7 identicon

Hjördís Ingibjörg og Guðmundur Halldór

Þið vitið að Varmársamtökin eru opin og frjáls íbúa- og umhverfissamtök. Þannig að þið eruð velkomin í að hafa áhrif á starfsemi þeirra á uppbyggjandi hátt ef þið sjáið þörf fyrir breytingar.

Ef einhver sér eitthvað samsæri í spilunum og vill reyna að hræða fólk frá því að vinna að mótun eigin umhverfis, þá liggur vandamálið ekki hjá Varmársamtökunum. Við höfum ekkert að fela.

Vil beina því til allra að hver og einn sem tekur þátt í umræðunni hér sýni háttvísi og haldi sig við þau mál sem er verið að ræða á síðunni. Heilbrigð sál í hraustum líkama! Mosfellsbæ allt!

Gunnlaugur B. Ólafsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband