Uppbygging án umhverfisspjalla

Hér á blogginu okkar viljum við gjarnan koma upp umræðuvettvangi  um uppbyggingu án umhverfisspjalla.  Er ekki öllum fyrir bestu, til lengri tíma litið að meta umhverfisáhrif framkvæmda áður en út í þær er farið?  Hvaða áhrif hafa íbúar sveitarfélaga á skipulagsáætlanir sveitarfélaga?  Hversu mikið íbúalýðræði viljum við? Varmársvæðið er útivistarsvæðið okkar - af hverju eigum við að fórna því? Hver á að standa vörð um iðnsögu Íslands, nánar tiltekið iðnaðarsögu Mosfellsbæjar? Og svo mætti áfram telja. Uppbygging án umhverfisspjalla hlýtur að vera bæði möguleg og æskileg, og það er von okkar að um þessa hugmynd náist bæði sátt og fjörugar umræður á þessum vettvangi og víðar – og það á breiðum grundvelli. Eitt af þeim atriðum sem við hljótum að velta fyrir okkur í þessu samhengi er spurningin, hvers vegna erum við að þessu? Hvers vegna er okkur svona umhugað um Varmána?

Sigrún Guðmundsdóttir
stjórnarmaður í Varmársamtökinum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er framundan gríðarleg þétting byggðar í Mosfellsbæ. Íbúar í Helgafellshverfi, - sem er ca 55 ha byggingarreitur, - verða t.d. yfir 3000 sem er næstum helmingur allra íbúa í Mosfellsbæ í dag. Ég sá auglýsingu á fasteignavef Mbl í vikunni þar sem verið var að bjóða 26 ha lands til sölu fyrir ofan Reykjalund. Sagt var að þetta væri eitthvert fallegasta byggingarland á höfuðborgarsvæðinu. Það er því fyrirsjáanleg enn meiri þétting byggðar undir hlíðum Helgafells. Það er erfitt að sjá að Mosfellsbær geti staðið undir nafni sem útivistarbær ef bæjaryfirvöld rýra útivistarsvæðin sem nú eru fyrir hendi við bakka Varmár og Skammadalslækjar með þeim hætti sem nú stendur til.  Skv. skipulagsáætlunum fyrir Helgafellsland á að setja 1500 og 2000 fermetra stórar, opnar settjarnir inn á verndarsvæðið við bakka Varmár.  Stór hluti verndarsvæðisins er auk þess lagður undir byggingarland í stað þess að vernda þessi svæði til útivistar fyrir íbúa.

Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir áhrifum af þéttingu byggðarinnar áður en ráðist er í frekari framkvæmdir því annars verður það einfaldlega um seinan. Uppbygging án umhverfisspjalla - það er málið!

Sigrún P (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband