Allir á útimarkað Varmársamtakanna í Álafosskvos um helgina

Útimarkaður í Álafosskvos 2006Varmársamtökin standa fyrir útimarkaði í Álafosskvos í tengslum við bæjarhátíðina Í TÚNINU HEIMA, nk. laugardag, 25. ágúst , kl.12-16.
Samtökin voru með útimarkað af sama tilefni í fyrra sem heppnaðist afar vel. Fór aðsóknin fram úr björtustu vonum en talið er að hátt í 5000 manns hafi mætt á svæðið. Markaðurinn nú verður með svipuðu sniði og í fyrra. Að þessu sinni verður þó sérstök áhersla lögð á matvöru svo sem lífrænt ræktað grænmeti, kartöflur, allar tegundir tómata, söl, vestfískan harðfisk, heimagerðar sultur og mauk o.fl., o.fl. Blóm og handverk verður til sýnis og sölu og kaffihús opið í Ásgarði þar sem boðið verður upp á gómsætar veitingar og lifandi tónlist.
Hressum upp á mannlífið í Mosfellsbæ!!!
Sigríður Þóra
Sími 660 7667

Borgarskipulag í brennidepli í Norræna húsinu

Á Reykjavík að vera evrópsk borg eða amerískt úthverfi?
Í Norræna húsinu 21. ágúst, kl. 17:30  á menningarhátíðinni Reyfi 2007.
Fyrirlesarar eru þeir Audun Engh og Erling Okkenhaug, fulltrúar The Council of European Urbanism, www.ceunet.org, sem beita sér fyrir borgarskipulagi með mannlegri ásýnd.

Og svo kl. 19:30
Gagnrýni í beinni Umræður um arkítektúr í Reykjavík - pallborðsumræður

Sjá nánar www.nordice.is eða í síma 551 70 30


Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 19. 08 2007

Helgafellsbraut í byrjun júlí 2007Ágætu lesendur. Við bendum ykkur eindregið á að lesa Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins í dag sunnudag 19. ágúst 2007 en þar er fjallað á opinskáan hátt um þann ágreining sem nú er uppi milli sveitarfélaga og íbúa á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við skipulagsmál.

Í viðtali við blaðamann Morgunblaðsins þrætir Haraldur Sverrisson verðandi bæjarstjóri í Mosfellsbæ fyrir að búið sé að leggja veg úr Helgafellslandi um Álafosskvos sem þó liggur í augum uppi.
Væntanlega afneitar Haraldur hinu augljósa af illri nauðsyn því með því að viðurkenna tilvist vegarins væri hann að viðurkenna að Mosfellsbær hafi framið lögbrot sem felst m.a. í því að búið er að leggja veg án deiliskipulags um svæði á náttúruminjaskrá sem auk þess nýtur hverfisverndar.
Með því að leggja veg áður en deiliskipulag hefur verið afgreitt út úr bæjarstjórn og samþykkt af Skipulagsstofnun er sá réttur tekinn af íbúum Mosfellsbæjar að hafa áhrif á þróun skipulagsáætlana í sveitarfélaginu.
En fleiri fletir eru á þessu máli. Stofnanir og verkfræðistofur í þjónustu Mosfellsbæjar/framkvæmdaaðila hafa lagt vinnu í að meta framkvæmdir til þess að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um hvort skipulagstillagan sé raunhæf. Þessi vinna kostar skattborgara og fasteignakaupendur í Mosfellsbæ og reyndar þjóðina alla mikla fjármuni. Ljóst er að matið þjónar ekki tilgangi sínum sé farið út í framkvæmdir áður en niðurstöður liggja fyrir.  Liggur því í augum uppi að hér er verið að sólunda skattpeningum almennings til þess eins að friðþægja löggjafann og íbúa sem hafa vilja áhrif að gerð skipulagsins. 

Í Reykjavíkurbréfi er m.a. spurt hver borgi búsann verði framkvæmdaaðilum gert að færa hlíðina í sama horf og áður.  Birtum við hér stuttan útdrátt úr bréfinu.

Úr Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins

Laugardagur 18. ágúst:
"Þetta er ekki vegur, þetta eru lagnaframkvæmdir og kringum þær er lagður vinnuvegur,“ segir Haraldur Sverrisson, formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar og formaður skipulags- og bygginganefndar bæjarins í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag, um umdeilda vegalagningu í Mosfellsbæ.
Í augum þeirra sem aka um þennan veg er þetta fínn vegur og margfalt betri en þjóðvegaspottar, sem enn má finna hér og þar um landið.
Deilan um það hvort þessi vegur, sem sjá má mynd af á bls. 2 í Morgunblaðinu í dag, laugardag, er vegur eða lagnaframkvæmd er að sumu leyti dæmigerð um þau samskipti, sem upp geta komið milli kjörinna fulltrúa í sveitarfélagi og íbúa eða einstakra hópa íbúa. Þeir sem berjast fyrir því að Álafosskvosin fái að vera í friði, sérstakur staður með sérstaka sögu, upplifa þessa vegalagningu sem hreinan ruddaskap bæjaryfirvalda í sinn garð og raunar lögbrot. Kjörnir fulltrúar fólksins í bæjarstjórn Mosfellsbæjar eru vafalaust þeirrar skoðunar, að þeir séu að stuðla að öflugri uppbyggingu Mosfellsbæjar. Hins vegar vill svo vel til í þessu tilviki, að íbúar Mosfellsbæjar geta kveðið upp sinn eigin dóm um það, hvort um sé að ræða veg eða lagnaframkvæmd. Þeir geta einfaldlega farið á staðinn og kynnt sér málið og komist sjálfir hver fyrir sig að niðurstöðu um það hvort um sé að ræða veg eða lagnaframkvæmd.
Haraldur Sverrisson, verðandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir hins vegar í laugardagsblaði Morgunblaðsins, að þessi vegalagning sé „fullkomlega afturkræf, ef ekki verður samþykkt að vegurinn verði þarna til frambúðar […] Þá verður bara mokað yfir þetta og sáð í og trén sett í sama horf og var“.
Í þessum orðum felst auðvitað viðurkenning á að þessi vegur hafi verið lagður þannig að hann geti orðið til frambúðar og þá vaknar sú spurning hvort Mosfellsbær sé a.m.k. að fara í kringum lögin ef ekki brjóta þau. Og hver ber kostnað af þessari vegagerð ef hún verður ekki samþykkt? Eru það skattgreiðendur í Mosfellsbæ eða eru það verktakar, sem standa fyrir uppbyggingu í Helgafellslandi? ...  ." Sjá Reykjavíkurbréf í heild hér.

Sjá einnig "Lagnavegurinn" blogg Gunnlaugs Ólafssonar, varaformanns: www.gbo.blog.is

 


Útimarkaður í Álafosskvos laugardaginn 25. ágúst, kl. 12-16

ÚTIMARKAÐUR Í ÁLAFOSSKVOS MOSFELLSBÆ LAUGARDAGINN 25.ÁGÚST, KL.12-16 VARMÁRSAMTÖKIN standa fyrir útimarkaði í tengslum við bæjarhátíðina Í TÚNINU HEIMA, í Álafosskvos, laugardaginn 25.ágúst. Samtökin stóðu fyrir útimarkaði í fyrra sem tókst afar vel og...

Athugasemdir Varmársamtakanna við tillögu að deiliskipulagi Helgafellsbrautar og umhverfisskýrslu

Frestur til að gera athugasemdir við tillögu Mosfellsbæjar að deiliskipulagi tengibrautar úr Helgafellslandi um Álafosskvos að Vesturlandsvegi og umhverfisskýrslu rann út 12. júlí sl. Verkfræðistofan Alta vann skýrsluna í kjölfar ákvörðunar...

Nýju fötin keisarans í Álafosskvos

Það fór ekki fram hjá neinum sem heimsótti óvænta útiskemmtun Varmársamtakanna í Álafosskvos í dag hvers virði fegurðin er. Kvosin skartaði sínu fegursta í veðurblíðunni og komu áheyrendur sér makindalega fyrir í gömlu leikhúsbrekkunni sem Sigurjón...

Ekki er allt sem sýnist í Álafosskvos

Þeir sem leið eiga um Mosfellsbæ á morgun, sunnudaginn 1. júlí eftir kl. 16, geta átt von á óvæntum uppákomum í bland við ævintýri og hljóðfæraleik í Álafosskvos.  Hafa Varmársamtökin, með dyggum liðsstyrk Álfyssinga, fengið listamenn til liðs við sig...

Helgafellsbraut lögð án deiliskipulags

Það dylst engum sem skoðar eftirfarandi myndband að búið er að leggja tengibraut um Álafosskvos án samþykkts deiliskipulags. Nú sem endranær þræta bæjaryfirvöld fyrir að búið sé að gera undirlag fyrir veginn en dæmi nú hver fyrir sig: Frestur til að...

Úrskurðarnefnd hefur ekki úrræði til að stöðva framkvæmdir í Mosfellsbæ

Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingar-mála ákvað í morgun að  að stöðva ekki framkvæmdir í og við vegstæði Helgafells-brautar og við bakka Varmár. Íbúar á svæðinu höfðu farið fram á stöðvun framkvæmda til bráðabirgða þar sem einsýnt þótti að ekki væri...

Fánadagurinn 12. júní við Álafoss

Sigurjón Pétursson verksmiðjueigandi á Álafossi hélt um langt skeið svonefndan fánadag hátíðlegan við Álafoss. Skemmtilega frásögn af upphafi og hátíðarhöldum á fánadaginn er að finna í bók Bjarka Bjarnasonar og Magnúsar Guðmundssonar, Mosfellsbær - saga...

Manneskjan og maskínan

Eftir Bryndísi Schram Erindi flutt á borgaraþingi íbúasamtaka á höfuðborgarsvæðinu 31. mars 2007 Hvaðan ætli hugmyndir mínar um manneskjulegt samfélag séu ættaðar? Ég er hvorki verkfræðingur né skipulagsarkitekt - og þakka stundum guði fyrir það! Ég...

Til hvers að eyða fé og fyrirhöfn bæjarbúa í umhverfismat?

Mikil umhverfisspjöll hafa undanfarnar vikur verið framin á bökkum Varmár í Mosfellsbæ.  Í síðustu viku var auglýst til kynningar ný umhverfisskýrsla sem unnin var af ráðgjafarfyrirtæki á vegum bæjaryfirvalda og var íbúum gefinn kostur á að gera...

1. deiliskipulag Helgafellsbrautar lakasti kosturinn

Áður samþykkt deiliskipulag Helgafellsbrautar hefur skaðlegustu áhrifin á umhverfi og ásýnd Álafosskvosar ef marka má niðurstöðu umhverfisskýrslu sem Mosfellsbær lét vinna að undirlagi Skipulagsstofnunar. Kemur þetta mat heim og saman við fyrri...

Tillögur VS að legu Helgafellsbrautar

Tillaga að Helgafellsbraut 1: tengibraut í útjaðri byggðar a. Helgafellsbraut sameinast að hluta til tengibraut sem áætluð er á skipulagi að Þingvallaafleggjara undir hlíðum Helgafells. Leiðin liggur um hringtorg niður að Vesturlandsvegi í útjaðri...

Huglægt mat eða fagleg úttekt?

Ráðgjafafyrirtæki Mosfellsbæjar hefur skilað inn umhverfismati áætlana vegna deiliskipulags við lagningu Helgafellsvegar. Eins og gert er ráð fyrir í reglum um slíkt mat, þá er viðleitni í skýrslunni að gera skipulagðan samanburð valkosta. Varmársamtökin...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband