Samspil náttúru og sögu einstakt við Álafoss

Viðtal við Pétur Ármannsson, arkitekt. 

HEFUR ÁLAFOSSKVOS MINNJAGILDI SEM VERT ER AÐ VARÐVEITA?
Álafosskvos hefur sögulega kjölfestu og mikil umhverfisgæði. Það eru afar fá ef nokkur hliðstæð dæmi til á öllu landinu um fallegan gamlan kjarna verksmiðjubygginga í samspili við náttúruverndarsvæði.
Menningarlandslag er hugtak sem skýrir samspil staðhátta og menningarminja. Aðrar þjóðir eru farnar að tileinka sér það hugtak. Það er ekki bara náttúran sem þarf að vernda heldur þetta samspil sem er svo einstakt í Álafosskvos, það sem kallað hefur verið staðarandi (genius loci).
Hér á landi eru lög sem ein tryggja vernd lífríkis og náttúruminja og önnur lög sem tryggja varðveislu húsa og annarra menningarminja. Við eigum hins vegar enga löggjöf sem tekur á samspili þessara tveggja þátta. Oft fara mannvistarminjar og náttúruminjar saman, má þar nefna Þingvelli sem dæmi. Þingvallabærinn og kirkjan rýra ekki gildi náttúrunnar þar, heldur eru þvert á móti ómissandi þáttur í mynd staðarins. Þetta samspil náttúru og mannvista skapar helgi staðarins. Víða erlendis er viðurkennt að verndarminjar þurfi helgunarsvæði svo maður njóti þeirra. Álafosskvosin er órofa hluti af Varmársvæðinu, ef til vill sá hluti þess sem einstæðastur er, hana þarf að vernda.

ER HÆGT AÐ SKILGREINA AÐDRÁTTARAFL KVOSARINNAR?
Gamlar byggingar við vatnsfarvegi sýna einstaka fegurð mannvista og náttúru. Vatnið er spegillinn sem endurspeglar byggðina og landslagið og tvöfaldar áhrifin. Sem dæmi um þetta er hægt að taka upp hvaða ferðaskrifstofubækling sem er um borgir í Evrópu þar sem sýnd eru gömul hús við vatnsbakka.  Gömul hús á vatnsbakka hafa einstakt aðdráttarafl.

ER RÁÐLEGT AÐ LEGGJA TENGIBRAUT Í TÚNFÓT KVOSARINNAR?
Staðsetning brautarinnar er augljóslega mjög óheppileg með tilliti til byggðarinnar í Kvosinni. Hér er verið að spilla dýrmætu og einstæðu menningarlandslagi í bæjarfélaginu. Þegar horft er á vegstæði brautarinnar er á svo áberandi hátt verið að skemma eina hlið Kvosarinnar, fyrir utan hávaðamengun, ryk- og loftmengun.  Hljóðmanir verða erfiðar þarna og mikinn tilkostnað þarf í mótvægisaðgerðir. Þetta er svo greinilega ekki góður kostur, en ég tek fram að ég hef ekki sett mig inn aðrar lausnir sem kynntar hafa verið og get því ekki lagt faglegt mat á þær. Engin leið að nýja hverfinu er gallalaus en ég trúi því vart að ekki sé til skárri kostur en sú um kvosina.

SÉRÐ ÞÚ VÆNLEGRI TENGINGU VIÐ HELGAFELLSLAND?
Þegar gengið er upp með Varmá kemur maður að opnum kafla fyrir neðan Ístexverksmiðjuna. Fljótt á litið sýnist mér þar er meira svigrúm fyrir mótvægisaðgerðir en neðan við Kvosina, enda er þessi tenging sýnd á aðalskipulagi. Á þessum kafla væri t.d. hægt að planta skógi meðfram brautinni og gera góða brú yfir Varmá, líkt og við veginn upp að Reykjalundi, sem veldur takmarkaðri truflun á umhverfi árinnar.  Með slíkri tengingu myndast eðlilegri tengsl innan bæjarfélagsins og ekki þarf að fara út á stofnbraut til að komast milli bæjarhluta. Þetta væri mun ásættanlegri kostur, því það þarf að vera hægt að aka innan sveitar. Skaði á umhverfi þar yrði að mínu mati minni en í Kvosinni,  enda má færa rök að því að landslagið þarna sé ekki eins einstakt og menningarlandslag Kvosarinnar. Þarna virðast ráða sjónarmið sem skilgreina náttúru- og umhverfisvernd mjög þröngt. Við glötum miklu meiru ef Kvosin er sköðuð. Kvosin á sér ekki hliðstæðu. Hvergi annars staðar á landinu er að finna aldagamlar verksmiðjubyggingar eða heildstætt verksmiðjuhverfi með sögu.
Það þarf að opna augu fólks fyrir gildi menningarlandslags. Gildismat er breytingum háð. Sem gott dæmi um það má nefna að árið 1968 átti að rífa bæði Höfða og hús Thors Jensen, sem nýverið var selt á 600 millj. króna!!!
Pétur óskar Varmársamtökunum góðs gengis í baráttu sinni.

B.B.


Síld eða lax?

Arnþór JónssonÞað er mjög ólíklegt að Álafosskvosin verði áfram eftirsóknarverður áfangastaður fyrir ferðmenn, ef tengibrautin treðst þarna á milli húsanna. Það skiptir því litlu eða engu máli hvort greiðar leiðir eru fyrir rútubíla að komst til og frá Kvosinni, þegar sérstaða svæðisins er ekki lengur til staðar og ferðlangarnir bruna bara framhjá. Það er svæðið sjálft sem er aðal aðdráttaraflið en ekki verslunin, þó hún sé góð á svæðinu.

 

Eftir því sem byggðin þéttist mun fólk gera sér betur grein fyrir verðmæti umhverfis sem er laust við hávaða og mengun. Við munum einnig fljótlega sjá miklar þjóðfélagbreytingar þegar næstu kynslóðir breyta hegðun sinni gagnvart atvinnu og skólastarfi, sem við munum sinna að mestu leyti á heimilum okkar. Þörfin fyrir stórkostlega akvegi sem þurfa að flytja fólk til og frá vinnu og skóla, alla á sama tíma, tvisvar sinnum á dag, verður ekki lengur fyrir hendi eftir ca 10 ár. Offjárfesting í slíkum akvegum verður óbærilega augljós heimska, fyrr en flesta grunar.

 

Skipulag Helgafellslandsins og tengibrautin gera ráð fyrir að skólastarf og atvinnuhættir muni ekkert breytast frá því sem nú er. Þarna á að búa fólk sem fer í vinnu og skóla milli klukkan 8 og 9 á morgnana og kemur svo aftur heim um klukkan 17, allir á sama tíma. Þetta mun ekki ganga eftir. Lífsgæði felast ekki lengur í risastórum akvegum sem flytja fólk til og frá vinnu með hámarksafköstum í tvo klukkutíma daglega og standa svo ónotaðir þess á milli. Það sér það hver maður sem vill sjá, að fjölgun fólks og bíla getur ekki endalaust krafist stærri akvega. Við munum því breyta hegðun okkar gagnvart atvinnu og skóla og krefjast lífsgæða nálægt heimilum okkar sem eru jafnframt vinnustaðir okkar. Þau lífsgæði eru umhverfi sem hefur næganlegt rými og er laust við hávaða og mengun.

Arnþór Jónsson

tónlistarmaður og fyrrverandi íbúi í Álafosskvos

Þessi grein birtist upphaflega sem athugasemd við athugasemd á blogginu og fengum við góðfúslegt leyfi höfundar til að birta hana sem grein.


Krossgötur í dag kl. 15 á Rás 1 - Tengibraut í Mosó

Hjálmar SveinssonHvað gengur á upp í Mosó? Hér fjallað um umdeilda tengibraut og Álafosskvosina. En kannski er málið stærra en bæði brautin og kvosin. Það snýst, þegar öllu er á botninn hvolft, um spurninguna hvers konar bær á Mosfellsbær að vera og hver á að ráða því og hvað með samráð bæjaryfirvalda og íbúa. Í þættinum er rætt við talsmann Varmársamtakanna, íbúa í kvosinni, arkitekt og formann byggingar og skipulagsnefndar.

Hægt er að hlusta á þátt Hjálmars Sveinssonar í vefupptökum Rásar 1. Þátturinn var fyrst fluttur sl. laugardag og verður endurtekinn á Rás 1 kl. 15.00 í dag, mánudag.

Texti tekinn af vef RÚV


Hlustið á Krossgötur á vef RÚV -Tengibraut í Mosfellsbæ

Hvað gengur á upp í Mosó? Hér fjallað um umdeilda tengibraut og Álafosskvosina. En kannsi er málið stærra en bæði brautin og kvosin. Það snýst, þegar öllu er á botninn hvolft, um spurninguna hvers konar bær á Mosfellsbær að vera og hver á að ráða því og...

Umhverfisspjöll við Álafoss

Að morgni uppstigningardags vöknuðu íbúar í grennd við Álafoss upp af værum blundi við það að gröfukarlar hófu að leggja veg fyrir aftan gamla verksmiðjuhúsið meðfram Varmá í átt að fossinum, Álafossi. Nýtur svæðið hverfisverndar vegna sögulegra minja í...

Jarðvegur lífsgilda eða hamfara?

Í rúmt ár hef ég verið varaformaður Varmársamtakanna. Megináherslur þeirra eru á umhverfi og íbúalýðræði. Aldeilis mikilvægir og merkilegir málaflokkar. Fyrir um tveimur árum síðan stóð ég fyrir undirskriftasöfnun er tengdist uppbyggingu á sundaðstöðu...

Varmársamtökin fordæma skemmdarverk

Í ljósi fréttaflutnings af atburðum næturinnar í Mosfellsbæ og ásakana verktaka í garð Varmársamtakanna teljum við nauðsynlegt að upplýsa að samtökin eiga enga aðild að þeim skemmdarverkum sem unnin voru á vinnuvélum á landi Helgafells í nótt....

Stjórnarfar valdníðslu í Mosfellsbæ

Í gær réðust bæjaryfirvöld í Mosfellsbær með fulltingi stórvirkra vinnuvéla aftur til atlögu inn á verndarsvæðinu við Varmá í Álafosskvos. Að þessu sinni  undir því yfirskyni að verið væri að koma fyrir skolplögnum fyrir Helgafellshverfi í áður...

Á flótta undan málefnalegri umræðu

Eitt helsta hugðarefni forseta bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, Karls Tómassonar, virðist vera að koma höggi á fjölmennustu umhverfisverndar-samtök bæjarins og þó víðar væri leitað, Varmársamtökin. Og af hverju skyldi það vera? Er hann ekki vinstri grænn?...

Varmárdalur - með og á móti

Bæjarstjórn Mosfellsbæjar segir iðulega að tengibrautarmálið snúist um 500 m vegspotta. Hún er nýkomin með það útspil að tvöföldun hringtorgs í Kvosinni verði látið duga en umferðarsérfræðingar og Vegagerð segja það algjörlega óásættanlegt að stefna...

Fegrum okkar nánasta umhverfi

Sunnudaginn 6. maí kl. 13.00 standa Varmársamtökin fyrir vorhreingerningu. Bæjarbúar eru hvattir til að mæta og hreinsa bakka Varmár. Hægt er að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Álafossbúðinni á laugardeginum. Tökum til hendinni, ungir og gamlir,...

Umferðarþungi í og í grennd við Mosfellsbæ

Varmársamtökin fagna því framtaki Mosfellsbæjar að kynna lagningu Tunguvegar úr Leirvogstungu að Skeiðholti fyrir íbúum en það var gert á kynningarfundi í gær. Nú er bara að vona að hlustað verði á raddir íbúa sem óttast m.a. mjög um öryggi barna sinna...

Gildi opinnar umræðu

Því fylgir ábyrgð að setja fram viðhorf, skoðanir og tilfinningar. Þú ert það sem þú hugsar. Við vitum oftast hvort markmiðið með því sem við gerum er að valda öðrum tjóni eða að efla eitthvað og styrkja. Varmársamtökin voru stofnuð fyrir rúmu ári til að...

Orð bæjarstjórans vekja furðu VS

Í Morgunblaðinu á mánudag birtist stutt viðtal við Ragnheiði Ríkharðsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem tekið var í kjölfar kynningar Varmársamtakanna á nýjum tillögum að legu Helgafellsbrautar sl. laugardag. Inntak viðtalsins var að samtökin hefðu...

Hvar á tengibrautin að koma? - Segið ykkar álit

Tillaga að Helgafellsbraut 1: tengibraut í útjaðri byggðar a. Helgafellsbraut sameinast að hluta til tengibraut sem áætluð er á skipulagi að Þingvallaafleggjara undir hlíðum Helgafells. Leiðin liggur um hringtorg niður að Vesturlandsvegi í útjaðri...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband