19.11.2007 | 09:37
Bréf frá Andalúsíu - um umhverfismál
Öll austurströnd Spánar, allt frá Benidorm, (Litlu Manhattan, eins og það heitir hér) og alla leið til Marbella á Costa del Sol, (eitt versta dæmið um byggingamistök)- er eitt allsherjar umhverfisslys - eða eins og Spánverjar sjálfir lýsa því núorðið: Umhverfisglæpur.
Aðalumræðuefnið á Spáni um þessar mundir er einmitt, hvernig eigi að bæta fyrir þau slys í umhverfinu, sem þegar hafa orðið. Hvernig eigi að bjarga strandlengjunni frá norðri til suðurs og fara að þeim lögum, sem sett voru árið 1988 um náttúruvernd og aðgengi almennings. Þessi lög virðast hafa gleymst í byggingaræði undanfarinna ára.
Fjárfestar og byggingaverktakar hafa vaðið yfir landið með gröfur, kranabíla og jarðýtur, byggt og byggt í þeirri von að græða meira og meira á sólþyrstum túrhestum. Þeir hafa ekki kunnað sér hóf og eru búnir að byggja langt umfram eftirspurn. Enginn sér fyrir endann á þeim ósköpum enn.
Framkvæmd þessara laga virðist hafa verið að mestu leyti í höndum sveitarfélaga og héraðsstjórna. Sveitarfélögin - hér sem annars staðar (og þetta þekkjum við heima á Íslandi) - liggja undir stöðugum þrýstingi og ásælni fjárfesta og verktaka um að gefa þeim lausan tauminn til framkvæmda. Skammtímagróði - einn og sér hefur ráðið för. Afleiðingarnar blasa nú við í því, sem farið er að kalla eyðileggingu, spillingu , glæpastarfsemi. Spánverjar þekkja varla landið sitt lengur.
Í El Pais og öðrum alvörufjölmiðlum má lesa dag eftir dag myndskreyttar greinar eftir stjórnmálamenn, skipulagsarkitekta, umhverfissérfræðinga og aðra, sem láta sig þessi mál varða. Þeir eru allir á einu máli um, að aðgerða sé þörf, og það strax. Almenningur unir því ekki lengur að vera sviptur aðgengi að strönd og hafi, eins og lög kveða á um, að þeir eigi. Og inn í alla þessa umræðu spinnst svo óttinn við hækkun sjávar á næstu áratugum vegna ofhitunar jarðar. Það er ekki lengur spurning um hvort það verður, heldur hvenær, segja þeir. Og þá eru margar byggingar í hættu.
Nú eru jafnaðarmenn aftur við völd hér á Spáni og vilja halda áfram þaðan, sem frá var horfið. Þeir leggja áherslu á að framfylgja lögunum frá 1988. Hreinsa upp strendurnar, leyfa náttúrunni að njóta sín, tryggja aðgengi almennings og byggja hús, sem kallast á við stórbrotna náttúruna, en traðka ekki á henni, eins og nú er.
Draumurinn um hina eilífu sælu sólarstranda hefur breyst í martröð. - Hótel, lúxusvillur, verslanir og veitingastaðir troða sér fram á ystu brún og hamla frjálsu aðgengi hins almenna borgara. Sportbátaeigendur eru búnir að leggja undir sig heilu strandlengjurnar og fæla frá fiskimennina, sem einu sinni lögðu þarna upp með afla sinn. Það er rætt um það núna í fullri alvöru að setja sprengjur undir allt heila klabbið. Byrjum upp á nýtt, segja þeir.
Þetta verður auðvitað heitt mál í komandi kosningum í Mars 2008. Og þá er bara að sjá, hvort kjósendur veita þessum róttækum aðgerðum jafnaðarmanna brautargengi - eða leyfa íhaldinu að halda áfram að valta yfir landið.
Bryndís
16.11.2007 | 23:02
Íbúinn - rit um íbúalýðræði og umhverfismál
ÍBÚINN, rit Varmársamtakanna um íbúalýðræði, náttúruvernd, skipulag og sögu hefur nú litið dagsins ljós og verður borið í hús í Mosfellsbæ um helgina.
Í blaðinu er fjallað um sögu Álafoss, hitaveituna, nýtt miðbæjarskipulag í Reykjavík o.fl., o.fl.
Þeir sem vilja fá blaðið sent geta snúið sér til: varmarsamtokin@gmail.com og gefið upp nafn og heimilisfang. Hægt er að skoða ÍBÚANN með því að smella á skrána fyrir neðan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.11.2007 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2007 | 15:50
Aðalfundur Varmársamtakanna í Varmárskóla 19. nóvember
Aðalfundur Varmársamtakanna verður haldinn í Varmárskóla í Mosfellsbæ 19. nóvember kl. 20.15. Fundarefni er venjuleg aðalfundarstörf.
Varmársamtökin voru stofnuð á fjölmennum fundi í Þrúðvangi í Álafosskvos 8. maí 2006. Samtökin hafa að markmiði að efla íbúalýðræði og stuðla að samvinnu íbúa um framtíðarmótun Varmársvæðisins. Áherslur samtakanna eru í takt við þá umhverfisverndarstefnu sem segir frá í aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024:
Leggja skal áherslu á varðveislu óspilltrar náttúru, friðlýsingu athyglisverðra svæða og tengsl byggðar við náttúrulegt umhverfi. Bærinn verði útivistarbær þar sem íbúar eru í snertingu við náttúruna á auðveldan og fjölbreyttan hátt ... .
Markmið Varmársamtakanna:
- standa vörð um Varmársvæðið frá upptökum til ósa
- efla íbúalýðræði og stuðla að auknum áhrifum íbúa í skipulags- og umhverfismálum
- stuðla að uppbyggingu útivistar- og íþróttasvæða við Varmá í sátt við náttúrulegt umhverfi
- lífga upp á bæjarlífið í Mosó með útimörkuðum, skemmtunum og menningarviðburðum.
Í stjórn Varmársamtakanna blása ferskir vindar og leitum við því að fersku fólki í stjórn sem vinna vill af alúð og áhuga að málefnum samtakanna. Tilkynna verður framboð a.m.k. sólarhring fyrir aðalfund.
Allir velkomnir!
Stjórnin
Netfang: varmarsamtokin@gmail.com
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2007 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2007 | 10:56
Náttúran og nærumhverfið - ráðstefna
19.10.2007 | 09:22
Varmársamtökin auglýsa opinn umræðufund
15.10.2007 | 00:11
Umhverfismat áætlana eða umhverfismat framkvæmda? - Eða hvoru tveggja?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2007 | 22:50
Hvaðan kemur auður Orkuveitunnar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.10.2007 kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.10.2007 | 14:43
Mæting á áheyrendapalla Ráðhússins kl. 16
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2007 | 22:37
Ef hjartað bilar er voðinn vís
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.11.2007 kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2007 | 12:34
101 TÆKIFÆRI - Torfusamtökin funda
30.9.2007 | 00:56
MORGUNTÍMAR Í JÓGA Í KVOSINNI
Íþróttir | Breytt 2.10.2007 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 09:28
Tími til að undirbúa innleiðingu Árósasamningsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.9.2007 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 20:53
Árósasamningurinn kynntur hjá Framtíðarlandinu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2007 | 19:44
Litli sæti vegspottinn
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.8.2007 | 19:30
Sérstaða Mosfellsbæjar fyrir bí
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.9.2007 kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni