25.4.2007 | 00:32
Gott skipulag - gott mannlíf
Í máli Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur á íbúaþingi Varmársamtakanna laugardaginn 21. apríl kom fram að gott skipulag byggðar leiddi af sér gott mannlíf. Hver vill sitja úti á verönd í skugga hárra húsa eða þar sem stöðugur umferðargnýr þreytir hugann alla daga? Þennan sama dag var forvitnileg þróun í Árborg til umræðu í þættinum Krossgötum á Rás 1. Í Árborg hefur áhugi fyrir dreifðri byggð vaxið verulega og 2 6 hektara lóðum er úthlutað, þar sem menn geta haldið hesta og hænur og verið með gróðurhús í hlaðvarpanum o.s.frv.
Þeir eru ófáir hér í Mosfellsbæ sem hafa einmitt sest hér að vegna þess að byggðin er ekki þétt og stutt í næsta læk eða móa. Þess vegna flutti ég og fjölskylda mín hingað. Mér var reyndar ekki alveg rótt þar sem vegalengdin til vinnu lengdist talsvert við flutningana en eftir að ég eignaðist metanbíl er aksturinn minna samviskumál (og bæ ðe vei þá eru metanbílar mjög sniðugir fyrir þá sem vinna í Reykjavík og búa í Mosfellsbæ: Ódýrara eldsneyti og minni mengun!).
Á hinn bóginn hefur sveitasælan dofnað verulega, verið er að byggja á mörgum stöðum í Mosfellsbæ, vinnuvélar eru útum allt og sprengingarnar í Helgafellslandinu hrista húsið mitt jafnt um helgar sem virka daga. Ég læt mig samt áfram dreyma um ýmsar betrumbætur á votlendissvæðum bæjarins sem gætu stuðlað að öflugra lífríki, fjölgun fugla og fuglategunda og fjölbreytilegri flóru. Ég læt mig líka enn dreyma um a.m.k. 100-200 metra óbyggða ræmu sitthvoru megin við Varmána endilanga hvar sem því verður við komið.
Já, okkur sem finnst gott að hafa náttúruna nálægt fer fjölgandi eins og þróunin í Árborg sýnir. Það að byggja upp þétta byggð í Helgafellslandi umkringda fjalli, byggð og náttúruperlu bæjarins er alls ekki það sem við sveitaborgarliðið höfum áhuga á og auðvitað hefur ENGINN áhuga á að fá 10 þúsund bíla tengibraut við garðsendann. Fyrir stuttu fengum við athugasemd frá einum íbúa þar sem VS var bent á að rót deilnanna um tengibrautina úr Helgafellslandi væri of þétt byggð þar. Við erum held ég flest á sama máli þar - en hvers vegna er verið að troða yfir 1000 íbúðum á þetta svæði? Svarið er eflaust að finna hjá bæjarstjórn Mosfellsbæjar og Helgafellsverktökum.
Í þessu sambandi langar mig enn að benda á þáttinn Krossgötur síðasta laugardag, nánar tiltekið síðasta viðtal þáttarins, við Árna Valdimarsson fasteignasala á Selfossi, um skipulagsmál, nýja stétt athafnamanna og hlutverk sveitastjórnarmanna og þeirra þunga kaleik....
Ég ætla að halda áfram að láta mig dreyma um blómlegt lífríki í næsta nágrenni og berjast fyrir því. Jafnvel þótt það kosti streð og strögl, þótt það útheimti að ég þurfi að senda athugasemdir og kærur vegna tengibrauta o.s.frv., þá mun ég halda þeirri baráttu áfram og vona það besta. Þetta geri ég í þeirri bjargföstu trú að grænn bær og vænn sé ekki bara núverandi íbúum Mosfellsbæjar heillavænlegri til búsetu en grár bær og gugginn, heldur einnig komandi kynslóðum.
Að þessu sögðu þakka ég fyrir allar uppbyggilegar færslur hérna á blogginu okkar undanfarið og ágæta þátttöku í íbúaþingi á laugardaginn var.
Sigrún Guðmundsdóttir líffræðingur og ritari VS
20.4.2007 | 02:29
Heildarsýn: Mosfellsbær-Vesturlandsvegur
Varmársamtökin blása til íbúaþings þar sem kynntar verða tillögur að nýrri leið til og frá Helgafellshverfi að Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ. Yfirskrift þingsins sem haldið verður í Þrúðvangi í Álafosskvos laugardaginn 21. apríl kl. 14 er: Heildarsýn: Mosfellsbær-Vesturlandsvegur.
Markmið þingsins er að ýta undir opna umræðu milli íbúa bæjarfélagsins við embættismenn ríkis og bæjar og frambjóðendur Suðvesturkjördæmis um samgöngu- og skipulagsmál í Mosfellsbæ og mögulega aðkomu almennings að þeim.
Í brennidepli fundarins er erindi Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, arkitekts FAÍ og skipulagsráðgjafa um skipulagsferlið, aðkomu almennings að því og hugsanleg áhrif hans á endanlega ákvarðanatöku um landnýtingu. Í kjölfarið kynna Varmársamtökin tillögu að nýrri tengingu Helgafellsbrautar við Vesturlandsveg sem unnin hefur verið á þrívíðan grunn undir handleiðslu umferðarsérfræðinga.
Eftir hlé verða pallborðsumræður sem frambjóðendum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna í Suðvesturkjördæmi hefur verið boðið að taka þátt í og eru fundargestir hvattir til að taka þátt í umræðum og koma hugðarefnum sínum á framfæri við núverandi og tilvonandi fulltrúa þjóðarinnar. Fimm flokkar hafa boðað þátttöku í pallborði á íbúaþingi Varmársamtakanna en það eru: Gunnar Svavarsson fyrir Samfylkinguna, Jakob Frímann Magnússon fyrir Íslandshreyfinguna, Kristbjörg Þórisdóttir fyrir Framsóknarflokkinn, Valdimar Leó Friðriksson fyrir Frjálslynda flokkinn og Ögmundur Jónasson fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð.
Fundarstjóri á íbúaþinginu verður Ævar Örn Sigurjónsson, rithöfundur og útvarpsmaður.
Dagskrá íbúaþings hljóðar svo:
- Skipulag og aðkoma almennings:
Fyrirlesari er Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt FAÍ og skipulagsráðgjafi - Kynning Varmársamtakanna á þrívíðum teikningum af nýrri tengingu Helgafellsbrautar við Vesturlandsveg
- Pallborðumræður
Í pallborði sitja frambjóðendur og fulltrúar stjórnmálaflokkanna o.fl.
Varmársamtökin telja að fyrirkomulag umferðar í og í gegnum Mosfellsbæ hafi mikil áhrif á velferð íbúa og því nauðsynlegt að opinská umræða eigi sér stað um valkosti milli hlutaðeigandi aðila, þ.e. almennings, stjórnmálamanna og fagaðila. Mosfellsbær stendur frammi fyrir þeim vanda að þjóðbrautin klýfur bæjarfélagið í tvennt. Innanbæjarumferð er samofin umferð um þjóðveginn sem leiðir til þess að náið samstarf þarf milli bæjaryfirvalda og Vegagerðar ríkisins við gerð skipulagsáætlana. Þegar deiliskipulag tengibrautar úr Helgafellshverfi um Álafosskvos að Vesturlandsvegi er skoðað kemur í ljós að skipulagið tekur harla lítið mið af aðstæðum við Vesturlandsveg. Vandann sem þarna skapast teljum við að hægt sé að leysa með öðrum úrræðum og munu samtökin kynna og ræða nýja valkosti við fundargesti í Þrúðvangi á laugardag.
Myndin að ofan er ein af þeim tillögum sem Varmársamtökin hafa látið vinna fyrir sig og kynnt verður á fundinum á morgun.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
17.4.2007 | 18:04
Frá sveit til sjávar: Gljúfrasteinn-Grótta
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.4.2007 kl. 20:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2007 | 13:59
Hið bláa, hið græna og hið bláa
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.4.2007 kl. 02:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 12:39
Bloggað um íbúalýðræði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2007 | 12:53
Þingað um manneskjulegra bæjarumhverfi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2007 | 00:12
Reykjalaug í endurnýjun lífdaga?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2007 | 12:15
Virkjum lýðræðið í stjórnsýslunni
30.3.2007 | 00:30
Hveri aftur upp á yfirborðið í Mosó?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
29.3.2007 | 02:07
Varmársamtökin á fund VG
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.3.2007 | 10:11
Af pólitísku siðferði Vinstri grænna
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
28.3.2007 | 08:33
Hugleiðingar um Varmá
27.3.2007 | 08:42
Röng staðsetning tengibrauta skaddar bæjarmynd
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.3.2007 | 11:25
Uppbygging án umhverfisspjalla
24.3.2007 | 10:22
Náttúru- og minjavernd í Mosfellsbæ
Bloggvinir
- laugardalur
- valgerdurhalldorsdottir
- omarragnarsson
- gbo
- graenanetid
- torfusamtokin
- landvernd
- veffari
- ingibjorgstefans
- hlynurh
- ingibjorgelsa
- ibb
- bustadahverfi
- sylviam
- vefritid
- annalilja
- hildurhelgas
- tbs
- bergursig
- hlidar
- salvor
- malacai
- stebbifr
- bjarnihardar
- gattin
- harring
- baldvinj
- kreppan
- thorsaari
- johannbj
- larahanna
Myndaalbúm
Tenglar
Álafosskvos
Starfsemi í Álafosskvos
- Sigur Rós Hljómsveit
- Álafossbúðin Verslun með listmuni, ullarvörur og fleira
- Ásgarður Handverksverkstæði
- Dieter Roth akademían Listaakademía
- Hildur Margrétardóttir Myndlistarkona
- Marisa Navarro Arason Ljósmyndari
- Myndlistarskóli Mosfellsbæjar Myndlistarskóli fyrir börn og fullorðna
- Ólöf Oddgeirsdóttir Myndlistarkona
- Palli hnífur Hnífagerðarmaður
- Valgerður Bergsdóttir Myndlistarkona
Úr fjölmiðlum
Þættir og fréttir um okkar mál.
- Viðtal við SP á mbl.is
- Mbl.is 8.3.'07 Úrskurður skipulagsstofnunar
- Gamla bloggið
- Kolfinna á InnTV - þáttur um skipulagsmál Rætt við Sigrúnu Pálsdóttur, VS og Valgerði Halldórsdóttur, Sól í Straumi
Náttúruvernd
Umhverfisvernd
ÍBÚINN - rit VS
Gott lesefni