Gróskumikið mannlíf og tengsl við náttúru

Sveitarfélög setja fram stefnu sína um áherslur í mikilvægum málaflokkum í svokallaðri greinargerð með aðalskipulagi. Skipulagið er endurskoðað með ákveðnu millibili og því breytt eftir þróun mála í sveitarfélaginu þegar þurfa þykir. Aðalskipulag hefur samt ígildi laga og er sveitarfélögum skylt að framfylgja þeirri stefnu sem þar er lýst við  gerð skipulagsáætlana. Við rákumst á eftirfarandi lýsingu í greinargerð ákveðins bæjarfélags á Íslandi. Gaman væri að vita hvort lesendur vita hvaða skipulag hér um ræðir.

Byggðin
Markmið aðalskipulagsins er að í ?bæ fái að þróast fjölbreytt byggð í góðum tengslum við umhverfið. Með uppbyggingu þéttbýlis í ?bæ verði stefnt að því að allir íbúar njóti nálægðar við opin svæði, bæði mótuð útivistarsvæði og ósnortna náttúru. Gætt verði hagkvæmni í landnotkun og byggðin skipulögð þannig að hún stuðli að gróskumiklu mannlífi þar sem tekið er tillit til umhverfissjónarmiða, m.a. hvað snertir umferð og orkunotkun. Stefna ber að góðu búsetuumhverfi með fjölbreytilegum húsagerðum og aðlaðandi bæjarmynd. Leggja skal áherslu á að móta þéttbýlisumhverfi sem hvetur til útiveru og stuðlar að fjölbreyttu bæjarlífi. Tryggt verði að aðgengi frá byggð til fjalls og  fjöru verði tryggt þannig að tengsl manns og náttúru haldist eins og nú er. Ímynd bæjarins sem útivistarbæjar verði viðhaldið.


Þörf á aðgæslu við Varmá

Varmá við StekkjarflötNáttúrufræðistofnun Íslands (NÍ) gerði í október sl. könnun á gróðri í vegstæði tengibrautar milli Leirvogstungu og Skeiðholts. Niðurstaða rannsóknarinnar er þeim annmörkum háð að á þessum tíma liggja plöntur í vetrardvala og er það tiltekið í skýrslunni. Veiðimálastofnun kannaði fiskgengd og Umhverfisstofnun lagði mat á undirbúningavinnu Mosfellsbæjar og veitti ráðgjöf. Við birtum hér nokkra valda kafla úr skýrslunum þar sem m.a. er fjallað um mikilvægi þess að verktakar sýni aðgát og leiðbeini starfsmönnum sínum áður en framkvæmdir hefjast:
“Náttúrufræðistofnun Íslands bendir á að þar sem Varmárósar eru friðlýstir og áin í heild á Náttúruminjaskrá ber að umgangast hana og vatnasvið hennar af fyllstu virðingu og nærgætni. Við þéttingu byggðar verða sífellt meiri líkur á að vatn í ánni spillist, í hana safnist rusl og að árbakkarnir verði fyrir skemmdum vegna ágangs manna eða vinnuvéla. Á þeim stutta kafla við Varmá sem skoðaður var vegna gróðurrannsókna haustið 2006 var áberandi hversu mikið drasl var í ánni og við árbakkana. NÍ telur brýnt að hafist verði handa sem fyrst við að hreinsa rusl úr ánni.
Friðað svæðið við Varmárósa er skammt utan við fyrirhugað vegstæði og getur auðveldlega orðið fyrir áhrifum af völdum framkvæmda ef verktakar sýna ekki aðgát við verkið. ... .”
 “Umhverfisstofnun tekur undir það álit NÍ að brýnt sé að hreinsa Varmá, ekki einungis við fyrirhugað framkvæmdasvæði heldur allsstaðar í ánni og við hana þar sem þörf er á”. (Bréf 22. des.)
“Búsvæði fitjasefs í Varmárósum er eitt af náttúrudjásnum Mosfellsbæjar. Áríðandi er að mikilvægi svæðisins í náttúru landsins sé kynnt íbúum t.d. með kynningarspjöldum, á heimasíðu bæjarins og í skólum. Með því móti eru minni líkur á að svæðið verði fyrir raski vegna ónógra upplýsinga.” (Skýrsla NÍ. okt. 2006, bls. 9)
Veiðimálastofnun gerði ennfremur rannsóknir á fiskgengd í Varmá þar sem fram kemur að gæta þurfi ítrustu varúðar komi til framkvæmda á þessu svæði.
“Að lokum er rétt að benda framkvæmdaaðilum á að gera þá starfsmenn sem koma til með að vinna við þessa framkvæmd meðvitaða um ábyrgð þeirra gagnvart lífríkinu með fræðslu eða vettvangsferð því umhverfisslys verða sjaldan af beinum ásetningi heldur vegan aðgæsluleysis sem oftasta á rætur að rekja til ónógrar þekkingar.
Það lífríki og þar með fiskstofnar sem nýta sér vist í Köldukvísl og Varmá er dýrmætt fyrir svæðið í heild sinni. Fjölbreytt lífríki gefur útivist á svæðinu aukið gildi og óröskuð vatnakerfi eru einnig mælikvarði á heilbrigt umhverfi.”
Í dag rennur mikið magn af aur og drullu frá framkvæmdasvæði í Helgafellshverfi út í Varmá. Stofnar þetta lífríki árinnar í mikla hættu. Það sætir furðu að þetta skuli gerast í ljósi þeirra ábendinga sem Mosfellsbær fékk frá ofangreindum stofunum áður en framkvæmdir hófust við tengibraut um Álafosskvos.


Deiliskipulag Augans: vönduð umhverfismótun?

Helgafellshverfi Augað

Áður en deiliskipulag Augans í Helgafellshverfi var samþykkt af bæjarstjórn Mosfellsbæjar á sl. ári fóru Varmársamtökin þess á leit við bæjaryfirvöld að endurskoða skipulagstillöguna til að tryggja betur velferð íbúa í fyrirhuguðu hverfi. Ábendingar samtakanna voru þær helstar að í ljósi mengunar- og slysahættu væri afar óheppilegt að staðsetja grunnskóla hverfisins á umferðareyju, þ.e. í Auganu; að dýrar og fyrirferðarmiklar hljóðvarnir í nýbyggðum hverfum samræmdust illa kröfum um vandaða umhverfismótun og bæri því að forðast; að skoða ætti hverfin undir hlíðum Helgafells sem eina samliggjandi heild og gæta þess við hönnun skipulagsins að fyrirkomulag bílaumferðar væri með þeim hætti að börn og fótgangandi gætu átt greiða leið um svæðið. Að lokum settu Varmársamtökin fram þá kröfu að bæjaryfirvöld gættu þess við gerð áætlana að samhljómur væri milli skipulagsáætlana og þeirra markmiða sem sett eru fram í greinargerð að aðalskipulagi Mosfellsbæjar 2002-2024.
Varmársamtökin telja að það hefði þjónað mun betur hagsmunum bæjarfélagsins að skoða þessar athugasemdir en bæjarstjórn Mosfellsbæjar leit málið öðrum augum og tók þær ekki til greina við afgreiðslu skipulagsins. 

Fjórir aðilar gerðu upphaflega tillögu að skipulagi í Helgafellslandi og geta áhugasamir fengið að skoða þær á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar.

P.s. Ekki er að marka staðsetningu vega á myndinni hér að ofan. Tengibraut um Álafosskvos fer mun nær byggðinni og enn er ekki ljóst hvernig fyrirkomulagi umferðar verður háttað frá Vesturlandsvegi inn í miðbæ Mosfellsbæjar.

Sjá athugasemdir Varmársamtakanna í heild:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Tengibraut um Álafosskvos: Kostir og gallar

Varmársamtökin hafa undanfarið ár unnið að því hörðum höndum að afstýra þeirri ráðagerð bæjaryfirvalda í Mosfellsbæ að leggja tengibraut úr Helgafellshverfi um Álafosskvos. Samtökin telja að bæjaryfirvöld hafi ekki upplýst íbúa um varanleg neikvæð áhrif...

Vel heppnuð dagskrá á Álafossi

Mikið var um dýrðir í Álafosskvos í dag þar sem allar dyr stóðu opnar upp á gátt fyrir gesti og gangandi sem steymdu í Kvosina. Íbúar og fyrirtæki við Álafoss buðu upp á fjölbreytta dagskrá sem hófst á fögrum tónum Álafosskórsins. Í Þrúðvangi voru sýndar...

Varmársamtökin fagna sigri í þriðja sinn á mánuði

Félagar í Varmársamtökunum  fagna þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að setja tengibraut úr Leirvogstungulandi yfir Köldukvísl og Varmá að Skeiðholti í mat á umhverfisáhrifum. Er þetta þriðji sigur Varmársamtakanna í umhverfismálum í Mosfellsbæ...

Allar dyr upp á gátt í Álafosskvos

Laugardaginn 17. mars kl. 14-17 standa íbúar, listamenn og vinnustaðir í Álafosskvos í Mosfellsbæ fyrir skemmtilegum uppákomum í Kvosinni gestum og gangandi til fróðleiks og yndisauka. Álfyssingar hafa sett saman fjölbreytta dagskrá en hún verður sem hér...

Valkostir verði bornir saman

Með nýjum úrskurði Skipulagsstofnunar er ljóst að bæjarstjórn Mosfellsbæjar ber að setja tengibrautarmálið fram með þeim hætti, að það sé ofar öllum vafa að besti kostur hafi verið valinn. Tilgreint er í h-lið að eftirfarandi þurfi að vera í...

Deiliskipulag Helgafellsbrautar ólögmætt

Barátta Varmársamtakanna fyrir mati á áhrifum tengibrautar um Álafosskvos hefur borið ríkulegan ávöxt. Skipulagsstofnun hefur ákveðið að deiliskipulag tengibrautarinnar skuli háð lögum um umhverfismat áætlana. Með þessari ákvörðun tekur stofnunin undir...

Kynning á tengibraut - misskilningur leiðréttur

Mótmæli við lagningu tengibrautar um Álafosskvos hófust við endurskoðun á aðalskipulagi Mosfellsbæjar árið 2002. Sú söguskýring að mótmæli hafi fyrst hafist þegar verkið var komið á framkvæmdastig á þvi ekki við rök að styðjast. Engin skipulagsáætlun á...

Deiliskipulag tengibrautar fellt úr gildi

Varmársamtökin fagna þeirri niðurstöðu bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að falla frá núgildandi deiliskipulagi tengibrautar um Álafosskvos. Nú gefst tækifæri til að gefa spilin upp á nýtt og endurskoða legu Helgafellsbrautar þar sem tekið er tillit...

Útimarkaðir í Álafosskvos í sumar

Varmársamtökin hafa áhuga á að Álafosskvos verði gerð að miðstöð útimarkaða á höfuðborgarsvæðinu. Kvosin er einstaklega vel til þess fallin frá náttúrunnar hendi, og staðhættir kjörnir til að skapa skemmtilega markaðsstemningu. Þetta sannaðist  svo um...

Fleiri valkostir skoðaðir

Varmársamtökin eiga nú í samningaviðræðum við verkfræðistofuna Línuhönnun um að gera faglegan samanburð á þeim valkostum sem til greina gætu komið varðandi legu Helgafellsbrautar. Hingað til hefur Mosfellsbær aðeins boðið upp á einn valkost í stöðunni...

Hver þorir? - Neyðarkall á örlagastund

Lesendum til fróðleiks birtum við hér bréf sem Varmársamtökin sendu daginn sem verktakar Helgafellsbygginga ruddust á gröfum sínum inn í Álafosskvos. Þökk sé Bryndísi Schram o.fl. voru framkvæmdir stöðvaðar. Gaman væri að fá að vita hversu víða þetta...

Stuðningsmenn international

Fréttir af baráttu Varmársamtakanna eru farnar að berast út fyrir landsteinana eins og þetta fallega bréf frá Morin Glimmer ber með sér. Hún er fædd í einu stríðshrjáðasta ríki veraldar, Ísrael - samt lætur hún sig málefni íslenskra náttúruunnenda í...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband